ef ég ætlaði að stela einhverju þá er nú lágmark að hluturinn sé áþreifanlegur ekki satt?
ég hef niðurhalað myndum.......oft........en ég kaupi myndir líka.......oftar.
það er ekki stuldur að niðurhala stuffi á netinu.........dótið er ekki áþreifanlegt.......ég hef ekki rænt einu eða neinu.
Segjum að ég komist yfir heimabankann þinn, ef ég millifæri af reikningunum þínum þá er ég ekki að stela vegna þess að það er ekki áþreifanlegt ?
Segjum að ég nái mér í bók og skanni hana inn í tölvuna þá má ég það vegna þess að það er ekki áþreifanlegt ?
Bækur eru höfundaréttarvarðar eins og CD/DVD
Það hafa að vísu verið deilur um það hvort það sé dreifingin eða niðurhalið sem er ólöglegt mér skilst að það sé "ólöglegra" að deila en sækja en ég held að það eigi eftir að brytast og verða jafn ólöglegt.
Ég er ekkert sáttur með SmáÍs og þessar fáránlegu hugmyndir sem þeir hafa til að ná peningum að ÖLLUM sem nota internetið sama til hvers það er notað.
Ég vil sjá aðskilið Internet í framtíðinni.
Ef þú vilt tónlist þá ferðu á "tónlistarnetið" og borgar meira, þar er allt efni aðgengilegt og þú borgar eftir niðurhali efnis.
Ef þú vilt bíómyndir þá ferðu á "bíónetið" og borgar einnig meira þar, þar er allt efni aðgengilegt og þú borgar eftir niðurhali.
Ef þú ert aftur á móti almennur notandi internetsins og niðurhalar ekki þessu höfundavarða efni þá borgarðu fast mánaðargjald.
Hlýtur að vera framkvæmanlegt ?