Gúrú skrifaði:Þetta er ömurleg skilgreining, viltu fá nokkrar ástæður af hverju?
rapport skrifaði:Svartur markaður / atvinnustarfsemi er verslun með vörur eða þjónustu sem á ekki að teljast til GDP
Svört atvinnustarfsemi gæti þá ekki átt sér stað utan svæðisins sem þú ert að tala um - rangt.
Svartir markaðir gætu ekki átt sér stað utan svæðisins sem þú ert að tala um vegna þess að það ætti ekki að teljast til GDP - rangt.
Allir markaðir og öll atvinnustarfsemi sem á sér stað utan svæðisins væri svartur markaður - rangt.
rapport skrifaði:Svartur markaður / atvinnustarfsemi er verslun með vörur eða þjónustu sem telst ekki til GDP
Allir markaðir og öll atvinnustarfsemi sem á sér stað utan svæðisins væri svartur markaður - rangt.
Sjá einnig:
http://www.youtube.com/watch?v=bht9BSFVIZk
Yfirleitt er talað um svarta markaði eftir löndum/svæðum/heimsálfum og þegar þu ert komið með þetta afmarkaða svæði þá virkar skilgreiningin fyrir svæðið (eða heiminn i heild þessvegna)
Skilgreiningin helst óbreytt en forsendur hennar breytast eftir svæðum.
t.d. gilda höfundarverndarlög ekki allstaðar og fyrir vikið eru viðskipti með höfundavarið efni ekki "svartur markaður" allstaðar, skilgreiningin virkar samt í því landi því að ef viðskiptin eru lögleg þa teljast þau til GDP.
GDP virkar betur í skeilgreininguna en GNP af augljósum ástæðum.
= skilgreiningin leggur saman öll viðskipti á svæðinu og dregur frá það sem á að vera í GDP (allt sem er löglegt) og svo er dregst frá allt sem er í GDP en á ekki að vera þar (sala/þjónusta sem var bókfærð löglega en hefði ekki átt að vera seld skv. öðrum lögum).
Mér dettur ekkert í hug sem gæti klikkað við hana.
Hún er allvega skárri en "Svartur markaður er sala á þjónustu eða vörum þar sem að skattalögum eða tilkynningarskyldu svæðisins sem að viðskiptin fara fram á eða í gegnum er ekki framfylgt" þar sem þar gleymist t.d. það sem er selt en hefði ekki átt að vera selt sbr. áfengi til 18ára.