Gúrú skrifaði:Og að öllu alvarlegri málum:
rapport skrifaði:[Ég var að checka með spurningu hvort að Gúrú hefði eitthvað á móti konum] Svarið var "Hann treystir þeim bara ef það sýnir sig að þær hafi hans hagsmuni að leiðarljósi".
Þetta var ekki einungis snargeðveik ályktun heldur hreint útsagt lygi, rógburður, vitleysa og móðgun ekki bara við mig heldur alla sem að trúa á það að velja réttasta valmöguleikann í boði. (t.d. pókerspilara.. eða þú veist... flestalla í heiminum)
Ef þú vilt fá einföldun:
Ég myndi kjósa (eins og þú bauðst mér í theoirítísku spurningunni) að hafa 100% kvenkyns kviðdóm í dauðadómsmálinu mínu ef að það væri rökrétt að gera það, miðað við upplýsingar sem að ég gæti komið höndum mínum á.
Ef að þú skilur ekki þetta einfalda svar(sem að þú hefur rétt í þessu sýnt að þú gerir ekki) þá veit ég ekki hvað ég get gert.
Rétt svar hefði ég talið vera "Það ætti ekki að skipta máli".
En þar sem þú telur það skipta máli í kviðdómi afhverju telur þú það þá [url]ekki[/url] skipta máli á Alþingi?
Gúrú skrifaði:rapport skrifaði:Hvernig komumst við að því hvort tilgátan er sönn?
Prófum að hleypa konum að í stjórnmálum[með aðferð sem að brýtur á ~5 stjórnarskráaratkvæðum, öllum kosningalögum frá upphafi og grefur undan orðinu lýðveldi]
Hvernig væri "NEI" í rauðum, stórum, feitletruðum og undirstrikuðum stöfum?
NEIÞað kemur ekki til greina að brjóta á réttindum þjóðarinnar, grafa undan lýðveldinu sem er Ísland og taka út 5 greinar stjórnarskráarinnar til að athuga eitthvað í feministamyndafleppsi.
Þú lítur út fyrir mér eins og manneskja sem að hlustar á fólk en hefur ekki hugmynd um það hvað það er að segja, né hvað það er að meina með því sem það er að segja.
Sem sýnir að hann telur vera mun á matkvæðum kynjana
Þú verður að endurorða þetta til að ég geti sem best komið útúr mér hversu fáránleg það sem þessi setning/ályktun
á að vera er, það þarf ekki snilling til að segja þér hversu fáránleg hún er í sinni núverandi mynd.
Þú talaðir um :
33. grein
Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer farm, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
34. grein
Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.
65. grein
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
71. grein
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
72. grein
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteingaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.
[/quote]
33 og 34 = Kynjakvóti stöðvar augljóslega engan við að kjósa eða bjóða sig fram innan síns flokks í von um að komast á lista flokksins. Einnig er fólki frjálst að stofna flokka ef það kemst ekki að innan síns flokks (alveg eins og í dag).
65 = Að draga fólk í dilka er nú gert skv. lögum sbr. erfðalög og hvort fólk er/var gift eða sambúð.
71 og 72 = Kynjakvótar hafa ekekrt með heimili þitt að gera, ef þú ert að velat fyrir þér hvort það verði girt niður um frambjóðendur og tékkað hvers kyns þeir eru, þá er það ekki á döfinni. Það er enginn að fara einhverjar eignir af þér vegna kynjakvóta.
ÞETTA ER ÞVÍ ÚTÚRSNÚNINGUR HJÁ ÞÉR...
Ég vil benda þér á lög sem tóku gildi 2008 (en skv. einhverjum hérna þá skil ég þetta ekki, kannski að þú útsýrir)
I. kafli. Markmið og orðskýringar.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Markmiði þessu skal náð m.a. með því að:
a. gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins,
b. vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu,
c. bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu,
d. vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði,
e. gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf,
f. efla fræðslu um jafnréttismál,
g. greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni,
h. efla rannsóknir í kynjafræðum,
i. vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni,
j. breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.
Sem sýnir að hann telur vera mun á matkvæðum kynjana
Þú verður að endurorða þetta til að ég geti sem best komið útúr mér hversu fáránleg það sem þessi setning/ályktun
á að vera er, það þarf ekki snilling til að segja þér hversu fáránleg hún er í sinni núverandi mynd.
OK, þú tekur "m" í burtu... er þetta þá ekki satt?
Þú telur að kynin kjósi ekki eins en samt viltu ekki að Alþingi endurspegli kynjahlutföll samfélagsins.