Í dag var spjallið okkar spammað, ekki útlenskir spammarar heldur íslenskir, stofnaður var nýr notandi í þessum tilgangi.
Eins og ég geri undantekningarlaust við alla spammar þá eyddi ég honum út án aðvörunar.
Þegar erlendir spammarar eiga í hlut þá eru yfirleitt engir eftirmálar, íslenskir spammarar virðast eitthvað tregari
Allaveganna þá get ég ekki mælt með því að þið verslið við fólk sem hagar sér svona, ég ætla að birta bréfið copy/paste eins ég það barst mér.
Ég ætla ekki að svara þessu bréfi öðruvísi en að birta það hér enda virðist vefsjórinn eiga eitthvað bágt.
Dæmi svo hver fyrir sig.
frá Vefstjóri <treyjur@treyjur.com>
til vaktin@vaktin.is
dagsetning 17. september 2010 21:53
Titill : Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?
Afhverju bannar þú iptöluna, ertu algjörlega gerilsneyddur allri skynsemi?
Getur þú ekki gefið aðvörun í tölvupósti?
Getur þú ekki gefið skýringu á banni áður en þú bannar?
Það er ágætt að maður getur þá bara talað illa um ykkur af því að þið getið ekki komið hreint fram og gefið aðvaranir áður en þið bannið.
Ef þetta eru vinnubrögðin, þá er nú alveg spurning um ykkar framlag til netsamfélagsins.
Reyndu nú að koma almennilega fram og gefa einhverja almennilega skýringu á banni eða aflétta því nú þegar.
Treyjur.com