Vandamálið við uppfærslurnar er aðallega tvennt í mínum huga :
1)
Android hefur verið að þróast of hratt. Tekin of stór stökk á milli útgáfa og of hratt deploy á uppfærslum.
- þetta er eitthvað sem hljómar vel á blaði en er það ekki í praktík.
2)
Handtækjaframleiðendurnir eru allir með sín eigin forrit og skin ofan á Android. Nexus One er eini síminn (held ég) sem er með Android í sinni vanilla orginal útgáfu á meðan handtækjaframleiðendurnir bæta við fídusum, gera útlitið annað og þar fram eftir götunum. Reyndar hægt að slökkva á því í sumum símum svo að hann keyri orginal vanilla útgáfu.
Þegar að uppfærslurnar eru svona hraðar og stökkinn á milli stór tekur lengri tíma fyrir handtækjaframleiðendurna að passa að sínar viðbætur séu í lagi og séu 100% compliant við stýrikerfið. Ég fíla samt sumar viðbæturnar sem t.d. eru í HTC Sense overlayinu og Samsung er með margt gott í sínum símum. LG hafa svo t.d. íslenskað sitt Android sem er alveg plús í þeirra bók.
En já, þetta eru spennandi tímar. iOS er ekki eins dominant og menn halda, Android er miklu stærri player en menn almennt héldu og það gerir þetta svo spennandi. Spennandi fyrir okkur notendurna