Google segir: Ekki annar Nexus sími...


Höfundur
Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Vectro » Mið 07. Júl 2010 00:58

http://www.intomobile.com/2010/07/02/go ... happening/

Apparently, Google will not be releasing the much hoped for Nexus Two, the supposed Super Phone followup to the Nexus One Android phone. Google chief Eric Schmidt essentially confirmed that the search giant has no plans to make or sell the fabled QWERTY keyboard-toting successor to the Nexus One. Google believes that they accomplished their goals and don’t need a Nexus Two Android phone.


Svekkjandi.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Glazier » Mið 07. Júl 2010 02:13

Nohh.. var að vonast til þess að það kæmi annar :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf kubbur » Mið 07. Júl 2010 10:05

já ég líka, vildi ekki kaupa n1 því mig langað frekar að bíða eftir næstu útgáfu


Kubbur.Digital

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf intenz » Mið 07. Júl 2010 10:06

Gleðifréttir! :)

Nú mun minn ekki verða úreldur


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Vectro » Mið 07. Júl 2010 10:16

kubbur skrifaði:já ég líka, vildi ekki kaupa n1 því mig langað frekar að bíða eftir næstu útgáfu


Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki það sem þarf til að halda áfram á þessum markaði. Best að leyfa Apple og fleirum að sjá um þann markað.

Þeir geta þá haldið áfram að einbeita sér að leitarvélum og cloud lausnum.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf intenz » Mið 07. Júl 2010 10:18

Vectro skrifaði:
kubbur skrifaði:já ég líka, vildi ekki kaupa n1 því mig langað frekar að bíða eftir næstu útgáfu


Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki það sem þarf til að halda áfram á þessum markaði. Best að leyfa Apple og fleirum að sjá um þann markað.

Þeir geta þá haldið áfram að einbeita sér að leitarvélum og cloud lausnum.

Þeir hættu á toppnum. :)


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf kubbur » Mið 07. Júl 2010 10:22

það er reyndar satt á intenz, frekar erfitt að toppa n1, allavega í bili


Kubbur.Digital


Höfundur
Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Vectro » Mið 07. Júl 2010 10:44

kubbur skrifaði:það er reyndar satt á intenz, frekar erfitt að toppa n1, allavega í bili


Gefðu því 2-3 mánuði. Þá verður komið eitthvað betra.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Tesli » Mið 07. Júl 2010 10:57

En Desire, Er hann ekki að toppa Nexusinn? Hann er ekki með noise cancelling eða eins gott support frá Google en hann á að vera betri sími að öllu öðru leiti samkvæmt mínu research-i. Svo fær hann froyo 2.2 uppfærsluna á næstu vikum (hugsanlega 2mánuðum) :)




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf wicket » Mið 07. Júl 2010 11:28

Vectro skrifaði:
kubbur skrifaði:já ég líka, vildi ekki kaupa n1 því mig langað frekar að bíða eftir næstu útgáfu


Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki það sem þarf til að halda áfram á þessum markaði. Best að leyfa Apple og fleirum að sjá um þann markað.

Þeir geta þá haldið áfram að einbeita sér að leitarvélum og cloud lausnum.


Þeir hafa jú klárlega sem þarf til að vera á þessum markaði. Velgengni Nexus One sýnir það og sannar. En Google er í eðlu sínu ekki hardware maker enda Nexus One framleiddur af HTC.

Ég skil vel að þeir hafi ákveðið að segja þetta gott, þetta hefur verið tilraun. Google er óhefðbundið fyrirtækið að því leiti að þeir prófa allskonar hluti og eru ekkert hræddir við að stoppa þá heldur, Sama hvernig gekk. Þetta framtak þeirra hefur sett Android stýrikerfið rækilega á kortið, eitthvað sem hlýtur að hafa verið upphaflegi tilgangurinn og það er 100% success.

Samsung, HTC og Motorola eru að gefa út killer handtæki sem nota Android og þau rokseljast í öllum heimsálfum. Framundan eru svo enn betri tæki og ekkert við það að athuga, meira úrval fyrir okkur notendurna.

Núna er bara það eina sem vanti að Nokia yfirgefi Symbian platformið, þeir eru búnir að tapa en vilja ekki viðurkenna það. Því fyrr en þeir byrja að gefa út síma með Android eða MeeGo því betra fyrir okkur öll.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Gúrú » Mið 07. Júl 2010 16:43

wicket skrifaði:Núna er bara það eina sem vanti að Nokia yfirgefi Symbian platformið, þeir eru búnir að tapa en vilja ekki viðurkenna það. Því fyrr en þeir byrja að gefa út síma með Android eða MeeGo því betra fyrir okkur öll.



Virðist samt vera nógu gott fyrir 47% smartsímanotenda (Q4 2009) :lol:


Modus ponens

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf intenz » Mið 07. Júl 2010 20:29

laemingi skrifaði:En Desire, Er hann ekki að toppa Nexusinn? Hann er ekki með noise cancelling eða eins gott support frá Google en hann á að vera betri sími að öllu öðru leiti samkvæmt mínu research-i. Svo fær hann froyo 2.2 uppfærsluna á næstu vikum (hugsanlega 2mánuðum) :)

Desire er með alveg sama örgjörva og N1. Eina sem hann hefur umfram er meira innraminni... og einhverjir smáhlutir.

Það að N1 er supportaður BEINT frá Google (Android maker) ryður þessum "kostum" í Desire úr vegi...


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf peer2peer » Mið 07. Júl 2010 21:27

laemingi skrifaði:En Desire, Er hann ekki að toppa Nexusinn? Hann er ekki með noise cancelling eða eins gott support frá Google en hann á að vera betri sími að öllu öðru leiti samkvæmt mínu research-i. Svo fær hann froyo 2.2 uppfærsluna á næstu vikum (hugsanlega 2mánuðum) :)



ég er sjálfur kominn með 2.2 Android kerfi í Nexus One símann minn , svo ekki er það sem gerir desire merkilegri en Google síminn.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf vesley » Mið 07. Júl 2010 21:32

Kemur kannski ekki nexus 2 sími en gæti komið nýr sími frá google sem verður byltingarkenndur, gæti bara verið langt í það :lol:




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf wicket » Mið 07. Júl 2010 21:45

Gúrú skrifaði:
wicket skrifaði:
Virðist samt vera nógu gott fyrir 47% smartsímanotenda (Q4 2009) :lol:


Ástæðan fyrir því er einföld. Símafyrirtækin í heiminum sem stjórna alfarið útbreiðslu GSM síma hafa verið lengi að taka við sér þegar kemur að Android. Sama og gerðist með Windows Mobile á sínum tíma. Smartphones eru aðallega hugsaðir af notendum sem business phones.

Það er sem betur fer farið að breytast. Sjáum tölurnar fyrir Q2 2010, þær verða mikið breyttar.

Nokia business línan hefur þó verið nokkuð solid að því leiti að fólk er að fá mikið fyrir peninginn. Símtækin eru ódýr en samt með alla fídusa sem þarf fyrir hinn vinnandi mann.

Núna er markaðurinn að taka við sér varðandi Android og iOS sem business síma.




Höfundur
Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Vectro » Mið 07. Júl 2010 21:57

wicket skrifaði:
Vectro skrifaði:
kubbur skrifaði:já ég líka, vildi ekki kaupa n1 því mig langað frekar að bíða eftir næstu útgáfu


Það er nokkuð ljóst að þeir hafa ekki það sem þarf til að halda áfram á þessum markaði. Best að leyfa Apple og fleirum að sjá um þann markað.

Þeir geta þá haldið áfram að einbeita sér að leitarvélum og cloud lausnum.


Þeir hafa jú klárlega sem þarf til að vera á þessum markaði. Velgengni Nexus One sýnir það og sannar. En Google er í eðlu sínu ekki hardware maker enda Nexus One framleiddur af HTC.



Það er ekki hægt að segja að síminn njóti sérstakrar velgengni.

Þegar iphone kom út, tók það 74 daga fyrir þá að selja milljón eintök.

Motorola Droid seldi svipað mörg eintök og iphone á sama tímabili.

Nexus one, seldi 152 þúsund eintök á sama tímabili. (iPad seldi svipað magn fyrstu helgina sem hann kom út)

http://gizmodo.com/5494406/the-nexus-one-is-a-total-sales-flop

Ætli það séu ekki einfaldlega léleg sala á tækinu sem veldur því að þeir munu ekki gefa út nýtt. Til hvers að eyða r&d pening í eitthvað sem væntanlega eingöngu þeir notendur sem keyptu sér fyrri nexus one munu kaupa, og það er ekki stór biti af smartphone kökunni.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf wicket » Mið 07. Júl 2010 22:37

Vectro skrifaði:
wicket skrifaði:
Vectro skrifaði:
kubbur skrifaði:

Það er ekki hægt að segja að síminn njóti sérstakrar velgengni.

Þegar iphone kom út, tók það 74 daga fyrir þá að selja milljón eintök.

Motorola Droid seldi svipað mörg eintök og iphone á sama tímabili.

Nexus one, seldi 152 þúsund eintök á sama tímabili. (iPad seldi svipað magn fyrstu helgina sem hann kom út)

http://gizmodo.com/5494406/the-nexus-one-is-a-total-sales-flop

Ætli það séu ekki einfaldlega léleg sala á tækinu sem veldur því að þeir munu ekki gefa út nýtt. Til hvers að eyða r&d pening í eitthvað sem væntanlega eingöngu þeir notendur sem keyptu sér fyrri nexus one munu kaupa, og það er ekki stór biti af smartphone kökunni



Sölutölur eru ekki allt í þessu samhengi sérstaklega ekki með Google. Þeir gáfu ekki út Nexus One til að verða rikir, þeir gáfu hann út til að koma Android stýrikerfinu í umferð og prófa nýtt business model. Þeir þurftu að gefa eitthvað út með sínu brandi því fyrst að Google segir að eitthvað sé gott að þá er það gott. Fá markaðinn til að hlusta. Einn feill með Nexus One var að Google valdi T-Mobile, sem er einn óvinsælasti carrierinn í Bandaríkjunum.

Ég segi að þetta gekk fullkomnlega upp sem sýnir sig best á því að Android símar eru að seljast hraðar en allir keppinautarnir nema nema RIM (sem gera Blackberry). Google fær pening fyrir hvern síma seldann með Android. Þegar að Samsung, Motorola og HTC eru að dæla út Android símum þýðir það bara meiri peningur í kassann hjá Googla.

Win / Win situation fyrir þá.




Höfundur
Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Vectro » Mið 07. Júl 2010 23:42

Góð athugasemd.

Það er vonandi að það að Google bakki út úr smartphone markaðinum, hafi ekki letjandi áhrif á aðra framleiðendur.

Þeir voru vissulega orkuskot fyrir android tæki, en þó aðallega af því að aðrir framleiðendur hafa verið að draga hælana í os uppfærslum.

Sjáum hvað verður.
Síðast breytt af Vectro á Fim 08. Júl 2010 21:02, breytt samtals 1 sinni.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf wicket » Mið 07. Júl 2010 23:49

Vandamálið við uppfærslurnar er aðallega tvennt í mínum huga :

1)
Android hefur verið að þróast of hratt. Tekin of stór stökk á milli útgáfa og of hratt deploy á uppfærslum.
- þetta er eitthvað sem hljómar vel á blaði en er það ekki í praktík.

2)
Handtækjaframleiðendurnir eru allir með sín eigin forrit og skin ofan á Android. Nexus One er eini síminn (held ég) sem er með Android í sinni vanilla orginal útgáfu á meðan handtækjaframleiðendurnir bæta við fídusum, gera útlitið annað og þar fram eftir götunum. Reyndar hægt að slökkva á því í sumum símum svo að hann keyri orginal vanilla útgáfu.

Þegar að uppfærslurnar eru svona hraðar og stökkinn á milli stór tekur lengri tíma fyrir handtækjaframleiðendurna að passa að sínar viðbætur séu í lagi og séu 100% compliant við stýrikerfið. Ég fíla samt sumar viðbæturnar sem t.d. eru í HTC Sense overlayinu og Samsung er með margt gott í sínum símum. LG hafa svo t.d. íslenskað sitt Android sem er alveg plús í þeirra bók.

En já, þetta eru spennandi tímar. iOS er ekki eins dominant og menn halda, Android er miklu stærri player en menn almennt héldu og það gerir þetta svo spennandi. Spennandi fyrir okkur notendurna :)



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf intenz » Fim 08. Júl 2010 20:36

Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Gúrú » Fim 08. Júl 2010 21:10

intenz skrifaði:Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


Þeir sem að halda að Google sé ekki fyrirtæki með hluthafa sem vilja gróða eru algjörlega á rangri hillu.

Fyrirtæki gera ekki _neitt_ án þess að telja sig græða á því.


Modus ponens

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Daz » Fös 09. Júl 2010 00:12

Gúrú skrifaði:
intenz skrifaði:Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


Þeir sem að halda að Google sé ekki fyrirtæki með hluthafa sem vilja gróða eru algjörlega á rangri hillu.

Fyrirtæki gera ekki _neitt_ án þess að telja sig græða á því.



Einmitt. Munurinn er kannski sá að hjá Google virðast menn hafa frjálsari hendur með að skapa þennan gróða. Held að það sé bara mjög sniðugt, ef þeir reyna nógu oft detta þeir niður á snilldarhugmynd öðru hverju. (Sumir hlutir líta líka kannski illa út á teikniborðinu en virka síðan ótrúlega vel á almennum markaði, þrátt fyrir alla markaðsfræði).



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf intenz » Fös 09. Júl 2010 18:57

Gúrú skrifaði:
intenz skrifaði:Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


Þeir sem að halda að Google sé ekki fyrirtæki með hluthafa sem vilja gróða eru algjörlega á rangri hillu.

Fyrirtæki gera ekki _neitt_ án þess að telja sig græða á því.

Auðvitað verða þeir að þéna, annars er ekki hægt að halda þessu gangandi. Google þéna big time; Google Ads, Google Apps, o.s.frv. :)

En þeir eru ekki að þessu til að græða.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


steindor2
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 01. Jún 2010 10:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf steindor2 » Fös 09. Júl 2010 19:20

Gúrú skrifaði:
intenz skrifaði:Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


Þeir sem að halda að Google sé ekki fyrirtæki með hluthafa sem vilja gróða eru algjörlega á rangri hillu.

Fyrirtæki gera ekki _neitt_ án þess að telja sig græða á því.


Og google hefur ekki neinn gróða af því að stjórna símamarkaði.
Google eru aðallega auglýsingafyrirtæki, og með android stýrikerfinu sem að þeir stjórna fengu þeir tækifæri til þess að kynna til sögunnar sinn auglýsingaplatform á einu vinsælasta farsímastýrikerfinu.

Google græðir á þessu, bara ekki með farsímasölu.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Google segir: Ekki annar Nexus sími...

Pósturaf Gúrú » Lau 10. Júl 2010 23:19

steindor2 skrifaði:
Gúrú skrifaði:
intenz skrifaði:Þeir sem halda að Google hafi verið að þessu til að þéna eru algjörlega á rangri hillu. :lol:


Þeir sem að halda að Google sé ekki fyrirtæki með hluthafa sem vilja gróða eru algjörlega á rangri hillu.

Fyrirtæki gera ekki _neitt_ án þess að telja sig græða á því.


Og google hefur ekki neinn gróða af því að stjórna símamarkaði.
Google eru aðallega auglýsingafyrirtæki, og með android stýrikerfinu sem að þeir stjórna fengu þeir tækifæri til þess að kynna til sögunnar sinn auglýsingaplatform á einu vinsælasta farsímastýrikerfinu.
Google græðir á þessu, bara ekki með farsímasölu.


Ég horfi á þetta innlegg þitt og það veldur mér kvíðakasti að hugsa um hversu oft ég þyrfti að lesa það til að finna einhverja tengingu við mitt innlegg.

Staðreynd: 97% af tekjum Google komu í gegnum AdSense 2005, _allt_ sem að Google gerir er tengt því að promota/stækka AdSense, Google er fyrirtæki sem reynir að græða peninga.


Modus ponens