rapport skrifaði:Ég er kannski svona svakalega "neytendaréttar sinnaður" en...
Tölutek mun græða mun meira á að endurgreiða "Elisvk" en að standa í stappi við hann og "neyða" hann til að vera með tölvu frá þeim sem hann "hatar" út af lífinu.
Eins og Sigmundur Ernir mundi segja "Í ein augabragði" geta þeir unnið þennan slag með því að endurgreiða vöruna.
Hinn möguleikinn er að standa í 3 ára stappi (ekki tveggja ára líkt og þeir segja, seinast þegar ég vissi var 3ár ábyrgð á raftækjum til neytenda).
Hvað þeir gera svo við tölvuna er góð spurning...
a) Bilanagreina hana og læra að svara kúnnum sem lenda í sömu vandræðum (sterkur leikur).
b) Selja hana sem notaða líkt og EJS gerir í "Outlet" flipanum á EJS.is
c) Láta sína starfsmenn fá hana ódýrt eða nota hana til að "græja" þá upp
d) Skila henni til framleiðanda með bilanagreiningu og fá hana endurgreidda.
Að þröngva henni upp á Elisvk er einfaldlega leti að mínu áliti
Það er 2 ára ábyrgð á raftækjum og 1 árs ef þú kaupir hlutina í gegnum fyrirtækjakennitölu, er nánast alveg viss um það að þeir senda vöruna til baka til framleiðanda ef þeir finna alls ekkert í bilanagreiningu og fá líklegast nýja vél í næstu sendingu.