Gúrú skrifaði:Mmm nei.
Stórt nei við öllu sem þú sagðir þarna, sem virkur áhugamaður um líkamsrækt og þáttakandi á spjallborði með fróðum og aktívum líkamsræktendum þá verð ég bara að segja þér að 3-5% er ekki takmarkið hjá neinum, það er óraunhæft.
8% fituprósenta er gríðarlega gott, 7% væri í raun það lægsta sem þú gætir náð án þess að sleppa því að næra þig.
Að vera í svona lágri fituprósentu er í raun sjúkdómseinkenni, ekki takmark.
Gúrú, með fullri virðingu - lestu þér betur til. Ég er búinn að stunda líkamsrækt í mörg ár, sem og líkamsræktarvefi, samfélög etc. Það er enginn að tala um að vera í 3-5% fituprósentu til lengri tíma, en þetta eru tölurnar sem menn á stórum mótum eru að fara niður í. Hérna heima er þetta ekki eins aggresíft, en ég hef vitað til að menn hérna heima séu í 4-6%. Svo "Stórt nei" við því að 7% sé það lægsta sem þú ferð í án þess að næra sig.