1Snorri skrifaði:Það þarf ekki meira en svona mál til að fá mig til að versla síður við búð.
Ég hef nú ekki miklar skoðanir á þessum búðum en ég man það nú oftast ef það koma upp mál þar sem búðin er með skít við viðskiptavininn. Er ekki alveg með þetta mál 100% á hreinu en ef búðin skildi vera í rétti hér þá þýðir það ekki að ef viðskiptavinurinn er með skít að búðin eigi að koma með skít á móti.
Eina búðin sem ég hef verið virkilega ánægður með að versla við er kísildalur og er það einfaldlega vegna þess að t.d. þá keypti ég hjá þeim skjá um daginn og var að forvitnast yfir hvað ábyrgðin næði, t.d. dauðir pixlar eða eitthvað slíkt. svarið sem ég fékk var eitthvað á þá leið að það skipti ekki öllu máli yfir hvað ábyrgðin næði bara að viðskiptavinurinn væri ánægður.
Svona hlutir fá mig til að koma aftur og aftur.
Ég vona að þú hafir ekki tekið þessu sem skítkasti en ég er að reyna að útskýra fyrir fólki sem er hér á vaktinni hvernig þessi mál standa frá mínum sjónarhóli. Ég skrifa í mínu nafni, ekki í nafni TT þó ég vinni þar. Ég bara sé hvergi hvað TT gerir rangt í þessu máli, Tölvutek hefur reynt að vera einstaklega hjálpsamt við hann. Vélin fór t.d strax til Svar tækni, við höfum verið í góðum samskiptum við þá síðan, að mér skilst. Tölvutek lét hann fá nýja lánsvél til að hann gæti sinnt náminu sínu. Er hægt að biðja um meira?
Fyrir utan kannski þau mistök að tölvan hafi átt að vera tilbúin um morgunin þegar hann ætlaði að sækja hana.