Ég skal reyna að útskýra þetta fyrir ykkur aðeins.
Við í Tölvutek væntanlega veljum vélar sem okkur líst vel á. Þessar vélar eru svo keyptar inn hvort sem það er frá útlöndum eða í gegnum Svar tækni. Acer Europe er svo með þjónustusamning við Svar tækni um viðgerðar á öllum Acer vélum í ábyrgð hér á landi. Þegar vélar koma inn til okkar innan þessa ábyrgðartíma þá eru þær skoðaðar hjá okkur í snatri og svo sendar til Svar tækni í ábyrgðarviðgerð ef á við. Nota bene þá eru þær ekki rifnar í spað hjá okkur og við í raun snertum þær ekki ef um ábyrgðarviðgerð er að ræða. Þetta er mjög svipað og þegar Tölvuvirkni eða Kísidalur selur tölvur sem við erum umboðsaðilar hjá. Nördin er með Thoshiba, Nýherji er með Canon og Lenovo and the world goes around. Ég efast heldur ekkert um að við værum alveg til í að gera við þessa tilteknu vél með glöðu geði ef við gætum.
Auðvitað er ekki verslað inn drasl. Við veljum inn merki sem okkur finnst hafa komið vel út áður og kaupum svo inn fleiri týpur. Það er enganvegin í okkar hag að selja eitthvað drasl, ef fyrirtæki væru að því væru þau á hausnum. Þetta á við um Acer (stærsta fartölvuframleiðanda í heimi). Við höfum séð að tölvur frá acer og Packard Bell hafa komið vel út hjá okkur miðað við þá ótrúlegu sölu sem við höfum verið með á þessum merkjum. Svo er það oft huglægt mat viðskiptavinarins hvaða vörumerki eru best án þess að hann viti nákvæmlega sölutölur og bilanatíðni.
Tölvutek er ekki á neinn hátt að reyna firra sig þessari ábyrgð hvað varðar þetta einstaka tilfelli. Við sjáum það strax að tölvan þurfi að fara til Svar tækni í ábyrgðarviðgerð. Tölvunni var skutlað þangað spes til að koma til móts við eiganda og honum tjáð að flýtiþjónusta hjá Svar tækni kosti 5.900 kr, sem hann borgar. Tölvan fer uppá borð hjá svar tækni í viðgerð og svo virðist sem þeir eigi ekki varahlutina sem þarf. Meðal annars er einn varahlutur sem er hvorki til á verkstæðinu né hjá framleiðanda. Eins og allir þeir sem vinna við tölvur vita, ef framleiðandi á ekki tiltekin varahlut þarf annaðhvort að bíða eftir þessum hlut eða reyna að panta hann annarstaðar frá með krókaleiðum og tilheyrandi kostnaði.
Það var enginn að reyna vísvitandi að tefja þetta mál. Þú fékkst nýja lánsvél með mjög stuttum fyrirvara og því var reddað. Engin tölva frá okkur er seld með office pakkanum en hinsvegar setjum við hann upp fyrir fólk sem telur sig ekki geta slíkt. Svo ef þessi office pakki var keyptur með vélinni þá áttu vonandi diskinn heima hjá þér og hefðir því auðveldlega getað sett upp pakkan á lánsvélina án mikilla vandræða. Við hefðum meira að segja getað sett hann upp fyrir þig ef þú hefur ekki talið þig geta það. En auðvitað þarf tíma í það.
Núna var ég ekki við þessa tilteknu afgreiðslu en fékk samt smjörþefin af þessu þegar ég sagði að tölvan yrði tilbúinn eftir nokkrar mínútur þar sem ég sá að hún var að verða tilbúinn. Mér var svo bölvað og sagt að þetta tæki alltof langan tíma.
Ég veit ekki alveg á hvaða draumaskýi sumir hérna eru á. Málið er bara þannig að ef þú ferð með dýrustu týpuna af Range Rover í vigerð færðu Yaris sem lánsbíl, lánsbílinn er gerður út til að koma viðskiptavininum frá A til B. Þetta á við líka um lánsvélar. Lánsvélar eru ekki öflugustu tæki í bransanum er geta þó gert 90% af því sem aðrar vélar gera. Ég leyfi mér að efast að EJS láti þig fá "láns XPS vél" tölvan þín bilar. Eða Nýherji láti þig fá dýrustu Thinkpad tölvuna á markaðinum.
Það er einfaldlega enganvegin vandamál söluaðila að viðskiptavinur þurfi að nota þessa tölvu í nýjustu og flottustu tölvuleikina.
Svo spyrja sig margir hérna hvort Tölvutek geti ekki bara endurgreitt vélina.
Það er auðvitað eitt sjónarmið að gera það, En eigum við að leyfa skil á vél sem er orðin 6 mánaða gömul og fallin í verði?
Núna held ég flestir hér viti að við seljum ekki notaðan búnað, hvað eigum við þá að gera með tölvuna sem framleiðanda segir að gera skuli við og ekki er hægt að skila til hans?
Svo er það annað hvort við gætum ekki bara tekið tölvuna og notað hana sem lánsvél þegar hún kæmi úr viðgerð og endurgreitt honum vélina. En mér persónulega finnst það enganvegin réttlætanlegt miðað við þennan dónaskap og skilningsleysi.
Ég veit að þú kannski heldur að það vinni þarna heilalausir sölumenn og vanhæfir tæknimenn. En ég vitna í Daníel og er sammála honum
Ég var að vinna hjá Tölvutek og get ég staðfest að næstum hver einn og einasti starfsmaður, bæði í búð og verkstæði eru snillingar.....
Við leggjum 100% í að vera kurteisir og veita góða þjónustu.
Snorri over and out.