Sælir,
Ég er að leita að öðru móðurborði í tölvuna mína með 939 sökkli eða móðurborði með örgjörfa þokkalega öflugu.
Ég varð fyrir því að móðurborðið fór í vélinni minni eða svo held ég. Þannig er að skjákortið í vélinni er ekki að kveikja á skjánum og búið er að ganga úr skugga um að skjárinn og skjákortið sé í lagi. Ef einhver ykkar sem skoðar auglýsinguna mína telur að sjúkdómsgreining mín sé rögn þá þætti mér vænt um að fá leiðbeiningar þannig að ég geti mögulega sparað mér kaupin á móðurborðinu.
Kveðja,
Óskar
Vantar móðurborð AMD Socket-939
Re: Vantar móðurborð AMD Socket-939
Prófaðu að taka öll minni úr nema eitt ... prófa það í öllum raufum. Ef það virkar ekki prófaðu þá annan kubb í öllum raufum.
Var einmitt um helgina að koma í gang einu 939 móðurborði sem var eitthvað voðalega "shaky" með minnin og minnisraufarnar ...
Var einmitt um helgina að koma í gang einu 939 móðurborði sem var eitthvað voðalega "shaky" með minnin og minnisraufarnar ...
Re: Vantar móðurborð AMD Socket-939
þegar ekkert kemur á skjáinn.þá eru það yfir leitt minnin eða aflgjafinn sem eru að klikka
"Sleeping's for babies Gamers Play!"
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 95
- Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar móðurborð AMD Socket-939
Sælir,
Ég hef prufað að skipta út aflgjafanum og minni en án árangurs þannig að nýtt borð er líklega næsti möguleiki.
Ég þakka ykkur fyrir ábendingarnar og aðstoðina.
Ég hef prufað að skipta út aflgjafanum og minni en án árangurs þannig að nýtt borð er líklega næsti möguleiki.
Ég þakka ykkur fyrir ábendingarnar og aðstoðina.
Re: Vantar móðurborð AMD Socket-939
svo er stundum rik í minnis raufunum eða skjákorts raufini sem getur valdið sambandsleysi
"Sleeping's for babies Gamers Play!"