rapport skrifaði:En svo langar mig að skjóta athugasemdum að Hjöllz við kommentinu hans.
Þetta er á frekar gráu svæði, segjum að þú kaupir bíl á milljón krónur....svo kemur það í ljós að bíllinn er það mikið bilaður að það borgar sig ekki að gera við hann, áttu þá að fá nýjan bíl sem er virði 1,5milljón króna?
Auðvitað nær ábyrgð bara yfir það sem þú keyptir(þann hlut) þó að það komi auðvitað fyrir að fólk fái aðra hluti fyrir sama verð.
Ef ég kaupi bíl á milljón sem það mikið bilaður að það borgi sig ekki að gera við hann... JÁ! Ég vil fá tíma minnog fyrirhöfn bætt frá þeim sem seldi mér gallagripinn.
Þú átt ekki rétt á því samkvæmt lögum. Þú átt einungis rétt á endurgreiðslu, sambærilegum hlut eða viðgerðum hlut og tíminn sem þetta má taka er ekki sérstaklega tekinn fram. Svo þetta er lítið annað en persónuleg skoðun þín.
rapport skrifaði:Ég vil að auki benda fólki á að nota úrræðin sem eru í boði = "Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa".
Hef sent þeim erindi á meðan máli stóð eitt á meðan bílinn minn var í viðgerð og annað þegar símafélagið hækkaði taxta án þess að tilkynna mér það formlega skv. samningi.
Bæði málin leystust með samningum en ég þakka það þeim þrýstingi sem settur var á þessi fyrirtæki þegar kærunefndin fór að óska eftir gögnum frá þeim (lögmannskostnaður verður strax mun meiri en að henda nýrri tölvu í kúnnann strax ef um stórvægilega bilun er að ræða.)
Veit nú ekki hvernig málið er bakvið bílinn þinn en ég veit að hækkun á taxta án tilkynningar er brot á fjarskiptalögum.
Vil samt taka það fram að það að nota kærunefndina sem verkfæri til að fjárhagslega kúga fyrirtæki undir sinn vilja mun eflaust skila sér beint aftur út í vöruverð. Yfirleitt þegar maður "vinnur" svona hluti kemur það einfaldlega á kostnað annarra viðskiptavina fyrirtækisins.
rapport skrifaði:Ég hvet fólk til að vera ekki að sætta sig við eitthvað sem er "andstaða" orðsins "Þjónusta".
Ég vil minna á það að fólk getur ekki verslað hluti á lágmarksverði og krafist þjónustu, ef það greiddi ekki fyrir þjónustuna getur það ekki kvartað yfir skorti á henni.
rapport skrifaði:Fyrirtæki með álagningu eins og mörg þessara tölvufyrirtækja verða og eiga standa undir því að þjónusta fjárfestingar heimila í landinu af sóma, krafa á gæði heimilistækja er orðin meiri og meiri þar sem dómstólar viðurkenna að það er ekki eðlilegt að 100.000kr tæki verði ónýtt eftir fjögur ár eftir sögu bilana, þessi tæki eru fjárfestingar, sérstaklega þegar þetta er farið að hlaupa á fleirri hundrað þúsundum.
Eitthvað hefur þessu viðurkenning farið framhjá mér, hvar má finna hana ?
Síðast þegar ég las neytendalögin þá var tekið fram að skylduábyrgð væri einungis 2 ár. Nema þessu yrði breytt má því gera ráð fyrir því að nema framleiðandi bjóði aukna ábyrgð geti það vel verið að tæki bili eða eyðileggjist eftir þennan tíma.
rapport skrifaði:Tölvur úreldast sökum þess að tækninni fleygir fram, þær eiga ekki aðúreldast vegna lélegrar hönnunar eða ódýrrar framleiðslu... nema keypt sé budget tölva.
Tækni úreldir tölvur. Léleg hönnun eða ódýr framleiðsla getur sem slík ekki úrelt tölvu. Ef þú átt við að léleg hönnun og ódýr framleiðsla geti haft gífurleg áhrif á endingu og gæði vörunnar er það annað.
Hér er málið hinsvegar að almenningur gerir meiri kröfu um lægra verð á tölvum heldur en gæði, endingu og þjónustu. Í þessari endalausu leit af ódýrari tölvum hefur því gæði, ending og þjónusta vikið fyrir þessu "lága" verði sem viðskiptavinir krefjast.
Ætla má að tæki eins og fartölvur hafi áætlaðan endingartíma uppá 3 ár eða svo. Enda eru þær smíðaðar niður í verð.
rapport skrifaði:minni á kærunefndina og notið hana...p.s. fyrirtæki geta ekki notað hana, bara einstaklingar. it works wonders...
Það er sjálfsagt og gott að fólki leiti réttar síns. Og ég er eflaust sammála hugmynd þinni um hvernig vörur og gæði þeirra ættu að vera.
En kærunefndin getur einfaldlega ekki leyst þetta vandamál fyrir alla þar sem við sem neytendur sköpum vandamálið strax aftur.
Öll vandamál sem hún leysir mun því eflaust skila sér bara í hækkuðu vöruverði fyrir hina, hvort sem þeir sem kæri séu að kúga eða einfaldlega leita réttar síns.
Ég er ekki að segja ég sé sammála því hvernig þetta lendir á neytendum eða sé að reyna koma í veg fyrir að fólk standi á rétti sínum, einungis að reyna varpa stærri mynd en "einstaklingur" á þetta.