Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf CendenZ » Mið 02. Sep 2009 15:04

prg_ skrifaði:...og já, þetta gerist sjálfkrafa, þ.e.a.s. allir sem eru á 'Mesti hraði' áskriftarleiðunum uppfærast í aukið gagnamagn.

Menn ættu (og eru greinilega) að sjá verulega aukinn hraða til útlanda með tilkomu Danice tengingarinnar og sá hraði mun halda sér út mánuðinn (ætti í raun að vera minnsti hraðinn í byrjun mánaðarins, því þá eru allir með nóg af gagnamagni! :o


Bara útaf póstunum þínum hérna er ég búinn að hringja og panta ljósleiðara hjá vodafone.
Hugsa sér, ég er búinn að vera með netið síðan 98.. 11 ár!.. hjá simnet!

Þurfti ekki nema einn svona póst til að snúna kúnnanum til vodafone!




prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf prg_ » Mið 02. Sep 2009 15:14

Þetta gladdi opna vinnurýmið!! Velkominn yfir, þú hóar svo ef eitthvað fer í fokk (sem gerist eiginlega aldrei!). #-o



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf mind » Mið 02. Sep 2009 15:46

prg_ skrifaði:...og já, þetta gerist sjálfkrafa, þ.e.a.s. allir sem eru á 'Mesti hraði' áskriftarleiðunum uppfærast í aukið gagnamagn.

Menn ættu (og eru greinilega) að sjá verulega aukinn hraða til útlanda með tilkomu Danice tengingarinnar og sá hraði mun halda sér út mánuðinn (ætti í raun að vera minnsti hraðinn í byrjun mánaðarins, því þá eru allir með nóg af gagnamagni! :o


Eftir því sem ég best veit þá er þetta einmitt öfugt við hvernig þetta er í alvörunni, ef marka má þær upplýsingar sem ég kynnti mér varðandi þetta.

Hraðinn á sæstrengjum er ekki fastur heldur breytilegur. Samið er um ákveðinn meðalhraða á mánuði en þurfi þess þá er hægt að stórauka flutningshraðann tímabundið til að svara háannaeftirspurn. Annars væri ekkert útlandasamband á álagstímum. Þetta þýðir að ef hraðinn er mikill í byrjun mánaðar þarf hann að vera lítill í enda mánaðar til að fara ekki yfir þennan meðalhraða.

Til þess að þjónustuaðilarnir þurfi ekki að borga aukalega fyrir að fara yfir meðalhraðann eru þeir með takmörkun á gagnamagni til viðskiptavina yfir tímabil.
Eftir því sem líður á gagnamagnið eða það klárast þá minnkar hraðinn til viðkomandi og á endanum er hann settur í hóp þeirra sem fara yfir leyfilegt gagnamagn.
Sá hópur hefur aðeins ákveðna bandvídd og eftir því sem fleiri lenda í honum því minna fær hver aðili fyrir sig.

Þetta þýðir að nettengingin þín er léleg til að byrja með(takmörkun á gagnamagni), versnar með tímanum og verður á endanum gott sem ónothæf nema fyrir kröfuminnstu viðskiptavini - sem eru óupplýsti meðalmaðurinn.

Þetta hef ég sannreynt oftar en einusinni og hjá mörgum þjónustuaðilum.

Nú ef þú eða einhver annar vinnur hjá Vodafone og þetta er ekki svona þá endalega kannaðu málið og fræddu okkur um það.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf depill » Mið 02. Sep 2009 17:47

mind skrifaði:Þetta hef ég sannreynt oftar en einusinni og hjá mörgum þjónustuaðilum.

Nú ef þú eða einhver annar vinnur hjá Vodafone og þetta er ekki svona þá endalega kannaðu málið og fræddu okkur um það.


Jamm mind, púff ég er búinn að lesa nokkur comment hjá þér og við erum svo rosalega ósammála að það er ekki fyndið. Stundum finnst mér þú ekki búa í heimi takmarkaðra auðlinda.

Allavega hér ert þú að tala um 95% percentile reikningin að ég giska, sem akkurat er eins og þú talar um, þú getur keypt t.d. 100 Mbps samband og svo borgar þú fyrir 95% meðaltals notkun á tengingunni. Þetta virkar eiginlega bara á rútuð L3 sambönd til að mæla bandvídd og er mikið notað sérstaklega í Bandaríkjunum og jú líka í Evrópu. Þetta er ekki algilt, þú getur líka keypt þér fasta bandvídd.

Hins vegar er málið að á sæstrengjunum DANICE-1 FARICE-1 Greenland Connect og það er einhver bandvídd að flæða yfir CANTAT-3 ennþá líka kaupir þú föst STM sambönd, svona eiginlega mixtureú af L1 og L2, mér finnst það vegna þess hvernig ég hugsa um L1 þetta ekki vera L1, en networklega séð er þetta L1 þar sem að netkerfin sem fjarskiptafyrirtækin reka myndu ekki virka á L2 samböndum. ANYHOW.... fjarskiptafyrirtækin kaupa föst samband frá Íslandi yfir til London, guð má svo vita hvað þau kaupa úti. Yfirleitt sér maður það ( bæði með Vodafone og Símann ( sérstaklega Símann ) ) eiga þau meira en nóg af bandvídd út í London, miklu meira en þau geta borið heim ( vegna takmarkaðra getu þangað hingað heim ).

Eins og flest allir hafa kannski séð fram á að þegar þú reynir að troða hlut sem er stærri en rörið í gegnum rör ( samlíkingin ) að þá fer slatti mikið framhjá og nettenginga upplifun hjá öllum Íslendingum yrði ömurleg ef þeir myndu bara hleypa öllu í gegn óbreyttu, þess vegna nota netfyrirtækin traffic shapera áður en bandvíddin fer yfir strenginn góða til þess að takmarka bandvíddina til þess að skapa sem besta netupplifun fyrir alla. Þeir segja við traffic shaperinn hvað þau eiga mikla bandvídd og þannig er það takmarkað niður. Það getur vel verið ( þótt vegna þess hvað þau þurfa í sjálfu sér að kaupa lítil og ódýr sambönd úti ( miðað við sæstrengja leigu ) ) að þau séu 95% percentile samningum við erlenda peera, en miðað við magnið af peerum sem þau eru með ( sérstaklega Síminn ) áð þá finnst mér það ólíklegt að þau þurfi á því að halda.

En já án þess að einu sinni að vinna fyrir Vodafone ( þótt ég sé fyrrv. ) get ég sagt þér að það eru ekki meðaltalsmælingar á bandvídd yfir sæstrengi, vegna þess að þetta er L1 samband yrði það mjög illmögulegt. ( L1 sambönd eru aldrei "gagna"mæld heldur alltaf hraðamæld ennfremur, hins vegar er hægt að mæla "STM" sambönd ef að aðilinn sem selur þér STM sambandið er líka að veita þér L3 þjónustu og þá gætum við verið að tala um 95% percentile þjónstu, en FARICE býður bara uppá L1 flutning á milli staða og gerir það þess vegna ekki ).

Þess vegna er þetta í raun og veru satt hjá Pétur Rúnari, þótt að satt hjá þér mind ef að Vodafone væri með shitti 95% percentile samning við ALLA peeranna sína út þá kannski, en þar sem það er svo lítið hlutfall af kostnaðinum finnst mér það MJÖG ósennilegt og fyndist líklegra að ISParnir myndu frekar set hærra priority á minnst notuðu peerana í enda mánaðarins til að jafna út notkun á bandvídd.



Skjámynd

fannar
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Fim 20. Ágú 2009 15:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf fannar » Mið 02. Sep 2009 20:03

vá og ég hélt að ég vissi eitthvað.... en greinilega veit ekki neitt. :D


Do right. Do your best. Treat others as you want to be treated. -Lou Holtz

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf mind » Mið 02. Sep 2009 21:53

depill skrifaði:
mind skrifaði:Þetta hef ég sannreynt oftar en einusinni og hjá mörgum þjónustuaðilum.

Nú ef þú eða einhver annar vinnur hjá Vodafone og þetta er ekki svona þá endalega kannaðu málið og fræddu okkur um það.


Jamm mind, púff ég er búinn að lesa nokkur comment hjá þér og við erum svo rosalega ósammála að það er ekki fyndið. Stundum finnst mér þú ekki búa í heimi takmarkaðra auðlinda.

Allavega hér ert þú að tala um 95% percentile reikningin að ég giska, sem akkurat er eins og þú talar um, þú getur keypt t.d. 100 Mbps samband og svo borgar þú fyrir 95% meðaltals notkun á tengingunni. Þetta virkar eiginlega bara á rútuð L3 sambönd til að mæla bandvídd og er mikið notað sérstaklega í Bandaríkjunum og jú líka í Evrópu. Þetta er ekki algilt, þú getur líka keypt þér fasta bandvídd.

Hins vegar er málið að á sæstrengjunum DANICE-1 FARICE-1 Greenland Connect og það er einhver bandvídd að flæða yfir CANTAT-3 ennþá líka kaupir þú föst STM sambönd, svona eiginlega mixtureú af L1 og L2, mér finnst það vegna þess hvernig ég hugsa um L1 þetta ekki vera L1, en networklega séð er þetta L1 þar sem að netkerfin sem fjarskiptafyrirtækin reka myndu ekki virka á L2 samböndum. ANYHOW.... fjarskiptafyrirtækin kaupa föst samband frá Íslandi yfir til London, guð má svo vita hvað þau kaupa úti. Yfirleitt sér maður það ( bæði með Vodafone og Símann ( sérstaklega Símann ) ) eiga þau meira en nóg af bandvídd út í London, miklu meira en þau geta borið heim ( vegna takmarkaðra getu þangað hingað heim ).

Eins og flest allir hafa kannski séð fram á að þegar þú reynir að troða hlut sem er stærri en rörið í gegnum rör ( samlíkingin ) að þá fer slatti mikið framhjá og nettenginga upplifun hjá öllum Íslendingum yrði ömurleg ef þeir myndu bara hleypa öllu í gegn óbreyttu, þess vegna nota netfyrirtækin traffic shapera áður en bandvíddin fer yfir strenginn góða til þess að takmarka bandvíddina til þess að skapa sem besta netupplifun fyrir alla. Þeir segja við traffic shaperinn hvað þau eiga mikla bandvídd og þannig er það takmarkað niður. Það getur vel verið ( þótt vegna þess hvað þau þurfa í sjálfu sér að kaupa lítil og ódýr sambönd úti ( miðað við sæstrengja leigu ) ) að þau séu 95% percentile samningum við erlenda peera, en miðað við magnið af peerum sem þau eru með ( sérstaklega Síminn ) áð þá finnst mér það ólíklegt að þau þurfi á því að halda.

En já án þess að einu sinni að vinna fyrir Vodafone ( þótt ég sé fyrrv. ) get ég sagt þér að það eru ekki meðaltalsmælingar á bandvídd yfir sæstrengi, vegna þess að þetta er L1 samband yrði það mjög illmögulegt. ( L1 sambönd eru aldrei "gagna"mæld heldur alltaf hraðamæld ennfremur, hins vegar er hægt að mæla "STM" sambönd ef að aðilinn sem selur þér STM sambandið er líka að veita þér L3 þjónustu og þá gætum við verið að tala um 95% percentile þjónstu, en FARICE býður bara uppá L1 flutning á milli staða og gerir það þess vegna ekki ).

Þess vegna er þetta í raun og veru satt hjá Pétur Rúnari, þótt að satt hjá þér mind ef að Vodafone væri með shitti 95% percentile samning við ALLA peeranna sína út þá kannski, en þar sem það er svo lítið hlutfall af kostnaðinum finnst mér það MJÖG ósennilegt og fyndist líklegra að ISParnir myndu frekar set hærra priority á minnst notuðu peerana í enda mánaðarins til að jafna út notkun á bandvídd.


Já við erum eiginlega alltaf ósammála og það er frekar gott en vont, sérstaklega ef viðkomandi aðilar gera rúm fyrir möguleikanum að báðir geta haft rangt og/eða rétt fyrir sér.

Ég hef alveg örugglega aðra hugmynd af auðlindum og takmörkunum en aðrir. Flestir hafa mismunandi hugmyndir um þær. Það eru samt allt aðrar og alvarlegri umræður.

Ég á erfitt með að túlka það sem þú sagðir til stuðnings máli. Ég allavega skil það ekki á neinn annan hátt en upplýsingar sem er ekki hægt að staðfesta
Þess vegna er þetta í raun og veru satt hjá Pétur Rúnari, þótt að satt hjá þér mind ef að Vodafone væri með shitti 95% percentile samning við ALLA peeranna sína út þá kannski, en þar sem það er svo lítið hlutfall af kostnaðinum finnst mér það MJÖG ósennilegt og fyndist líklegra að ISParnir myndu frekar set hærra priority á minnst notuðu peerana í enda mánaðarins til að jafna út notkun á bandvídd.

Hér verðurðu eiginlega að bjóða uppá þessar upplýsingar með samningana við peers og kostnaðinn ef þú vilt nota þetta sem tilvísanir eða staðreyndir.
Að öðru leiti eru þetta bara tilgátur.

Spurningin sneri hinsvegar að notanda og hún var:
Afhverju ætti tilkoma Danice að auka hraðann til notenda eftir því sem á mánuðinn líður ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf depill » Mið 02. Sep 2009 22:19

mind skrifaði:Hér verðurðu eiginlega að bjóða uppá þessar upplýsingar með samningana við peers og kostnaðinn ef þú vilt nota þetta sem tilvísanir eða staðreyndir.
Að öðru leiti eru þetta bara tilgátur.

Spurningin sneri hinsvegar að notanda og hún var:
Afhverju ætti tilkoma Danice að auka hraðann til notenda eftir því sem á mánuðinn líður ?


Hmm reyndar má segja að fullyrðingar þínar um að ISParnir á Íslandi séu allir rukkaðir eftir 95th percentile séu frekar eithvað sem þú ættir að koma með tilvísanir og staðreyndir. Ef við byrjum að hugsa um samböndin sem FARICE leigir samkv heimasíðunni þeirra ( L1 sambönd ) þá er ekki hægt að gagnamæla þau, þetta er bara samband sem er sett upp á ákveðinni bandvídd. Ef við förum aftur í rörin, þá mætti hugsa þetta ef að FARICE ætti lóð og leigir mismunandi stór rör, þú kaupir 20 cm rör, FARICE getur jú horft á rörið en getur ekki séð hvað er inní rörinu ( án þess þá að mjög brjóta flæðið þitt ).

Þótt að þetta sé kannski alveg besta síðan, að þá er hún myndræn og nokkuð góð

Hér má sjá alla Transit aðila Vodafone, Vodafone er eiginlega ekki með neina peera ( það yrði þá jafnokar, og var það í raunverulega vitlaust sagt hjá mér

Hér má sjá alla Transit og Peera Símans. Síminn peerar við margra aðila í gegnum LINX ( London Internet Exchange ) og AMSIX ( Amsterdam Internet Exchange )

Meiri segja tekur Robtex saman í gegnum hvaða aðila þeir sjá AS númer oftast í gegn og þar með metur hvað mikið hlutfall af umferð fer í gegnum hvern transit / peer. Vodafone notar aðallega Cogent og TiNet ( fyrrum Tiscali, sem ætti að gagnast WoW Europe spilurum mjög vel þar sem Tiscali/Tinet er aðal upstream aðilinn ), þessir aðilar tengjast Vodafone(Iceland ekki UK) í London þar sem að Vodafone heldur út router og traffic shaping tóli sem kallast Allot NetEnforcer ( fréttatilkynning frá Allot hér )

Og þar sem Vodafone notar að miklum hluta Cogent Co ( sem umbyltu verðinu á transit og eru svona næstum því Tier 1, þótt að gömlu Tier 1 vilja alls ekki viðurkenna þá sem Tier 1 ) sem býður uppá the famous $4 dollar megabit Transit þá er ekki ósennilegt að þeir séu að kaupa aðeins meira en þeir þurfa. Síðast þegar ég man eftir því þá var Vodafone með rétt yfir 700 mega leigu á bandvídd yfir FARICE & CANTAT og þar sem ég er bundinn trúnaði með sumt ( veit samt ekki með þetta, en tek ekki séns ) þá veit ég það að allir sem voru með bandvídd yfir FARICE áttu að fá x mikið gefins á DANICE fyrir að vera á FARICE sem á að vera notað sem backup en má notast hvernig sem þeir vilja.

Og það var ekki ég sem hélt því fram að eftir því sem líður á mánuðinn ætti DANICE að auka hraða notandans heldur prq_ og hann kemur með punktinn um það. En ástæðan er einfaldlega vegna þess að í byrjun mánaðarins resetast öll þök sem sett eru á ADSL tengingar notenda, þannig að stórnotendurnir þeir byrja að niðurhala venjulega oftast aftur á fullu þangað til að þeir lenda í þakinu sem gerist yfirleitt seinni part mánaðarins og þegar "stór"notendurnir eru dottnir út í enda mánaðarins ætti þess vegna að vera meira af bandvíddinni eftir fyrir hina þangað til að nýr mánuður byrjar.

Hins vegar ætti DANICE vegna fyrirkomulagsins sem átti allavega að vera að auka hraða notanda til muna strax, ennfremur gæti latency verið betra, mér skyldist að jafnvel þótt að DANICE væri landað í Danmörku að þá endaði hann ennfremur í Amsterdam og þannig væri auðveldara fyrir til dæmis Vodafone núna að setja upp peering í gegnum AIX ( þar sem áður hefðu þeir þurft að kaupa sér samband frá Amsterdam til London ) og geta kannski fundið sér meira úrval af transit partnerum eða tengst sínum eldri á öðrum stöðum.

En já skoðanna ágrenningur er ágætur, og jú margt af því sem þú segir finnst mér makea sense varðandi fjármagnsheiminn og hann er alls ekki sanngjarn né fullkominn, enn það á enn eftir að sannfæra mig um betri aðferð.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf mind » Fim 03. Sep 2009 00:20

Takk fyrir svarið Depill, það var mjög gott.

Ég er líklega ekki eins fróður og þú um þetta. Ég fékk bara munnlegu útgáfu af því hvernig þessu væri hagað bakvið tjöldin með leigur á sæstrengjum, það var reyndar ekki hjá Vodafone.

Ég er alveg sammála að þetta mun bæta svartíma.

Hér kemur ósamræmið við upplýsingarnar sem voru kynntar fyrir mér.
En ástæðan er einfaldlega vegna þess að í byrjun mánaðarins resetast öll þök sem sett eru á ADSL tengingar notenda, þannig að stórnotendurnir þeir byrja að niðurhala venjulega oftast aftur á fullu þangað til að þeir lenda í þakinu sem gerist yfirleitt seinni part mánaðarins og þegar "stór"notendurnir eru dottnir út í enda mánaðarins ætti þess vegna að vera meira af bandvíddinni eftir fyrir hina þangað til að nýr mánuður byrjar.


Mér skildist að þetta skipti ekki máli vegna þess að það væri ekki einn fastur hraði þannig séð á sæstrengjum. Þú leigðir til dæmis 1mb sæstreng en værir með burst hraða uppí 10mb.
Þessu fylgdi sú takmörkun að yfir mánuð mættirðu ekki vera yfir þessu 1mb meðaltali á x tíma. Þessu næði maður fram meðal annars með Traffic Shaping.
Internetþjónustan notar svo traffic shaping og lætur ákveðið gagnahámark á hvern notanda. Eftir það færist hann yfir í sérstakan hóp með vægast sagt miklum takmörkunum.

Þetta myndi þýða að sambandið við útlönd stækkaði eftir þörfum á hverjum gefnum tíma en væri ekki fast í einhverri tölu.

Veistu eða máttu segja til um hvort þessi 700 mega leiga sem Vodafone er með er fast eða breytileg ? Eða eru þær línur sem þú veist um að öllu jöfnu með fast hámark á hraða ?

Ég hef reyndar komist að því að of oft er ágreiningur vegna lélegs forms af samskiptum eða þrjósku mannsins og sérstaklega karla til að hafa rétt fyrir sér :D



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf ManiO » Fim 10. Sep 2009 13:34

Smá updeit á niðurhalshraða hjá mér. Er búinn að sækja yfir 18 gig það sem af er mánuðinum, og er núna að sækja á erlendri síðu (enginn íslenskur peer tengdur) á 2.0 MB/s (yfir 1.5 MB/s frá bandarískum peers rest frá Danmörku, Svíþjóð og Póllandi).


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf emmi » Fim 10. Sep 2009 14:58

Mér sýnist á öllu að Vodafone sé að bjóða uppá besta netið í dag, bæði hvað varðar hraða og verð. :)

Síminn er áfram við sama heygarðshornið, cappandi á fullu. :D



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf Gúrú » Fim 10. Sep 2009 14:58

ManiO skrifaði:Smá updeit á niðurhalshraða hjá mér. Er búinn að sækja yfir 18 gig það sem af er mánuðinum, og er núna að sækja á erlendri síðu (enginn íslenskur peer tengdur) á 2.0 MB/s (yfir 1.5 MB/s frá bandarískum peers rest frá Danmörku, Svíþjóð og Póllandi).


Mér tekst nú ekki að tengjast einum einasta tracker sem er staðsettur erlendis, en tekst að tengjast tengdur.net.. og hef samt sem áður bara sótt 5.58GiB í mánuðinum.. svo að þú ert annaðhvort superuser eða ég einstaklega óheppinn...
Demonoid: Virkar ekki ThePirateBay: Virkar ekki ThePokerbay: Virkar ekki.... nett pirrandi.
EDIT: Setti í port í sömu tölu og ákveðin Windows þjónusta notar og þá rauk þetta allt í gang og ég fæ 1MB/s.. Stórt WTF.


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sæstrengur tekin í notkun í dag

Pósturaf ManiO » Fim 10. Sep 2009 17:00

Gúrú skrifaði:Mér tekst nú ekki að tengjast einum einasta tracker sem er staðsettur erlendis, en tekst að tengjast tengdur.net.. og hef samt sem áður bara sótt 5.58GiB í mánuðinum.. svo að þú ert annaðhvort superuser eða ég einstaklega óheppinn...
Demonoid: Virkar ekki ThePirateBay: Virkar ekki ThePokerbay: Virkar ekki.... nett pirrandi.
EDIT: Setti í port í sömu tölu og ákveðin Windows þjónusta notar og þá rauk þetta allt í gang og ég fæ 1MB/s.. Stórt WTF.


Hvaða port varstu að nota? Er sjálfur á porti sem ekkert notar og er frekar há.

Viðbót: Er kominn yfir 40 gig.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."