Vodafone byrjar að ritskoða

Allt utan efnis
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Gúrú » Fim 11. Jún 2009 16:05

arro skrifaði:Ég skil bara ekki að menn séu að rembast við staurinn í þessu máli, væri ekki nær að þeir sem vita hverjir héldu úti síðunni eða voru þarna notendur tilkynni það lögreglu svo hægt sé að loka á þetta endanlega? Miðað við ofsann hérna í sumum er ekki ólíklegt að hér á þessum þræði sé einhver sem kom að þessu.


Jú, það er mjög ólíklegt.

Það er allavegana 85% af fólkinu á þessum þræði skítsama um þessa vefsíðu, en við viljum ekki að það sé bara hægt að þrýsta á netfyrirtækin til að LOKA á síður með DNS poisoning og nullrouteing.

Sem að brýtur lög póst og fjarskiptastofnanna.


Modus ponens


jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Fim 11. Jún 2009 16:47

arro skrifaði:Hvað áttu við með að dæma ólöglega ? Íslenskir dómstólar hafa enga lögsögu yfir þessari síðu og geta því tæpast dæmt nokkurn skapaðan hlut í sambandi við hana, þar liggur vandamálið eins og ég er margbúinn að lista upp hérna. 1) Hýsingaraðili svaraði ekki óskum um samskipti 2) Enginn ábyrgaðarmaður/tengiliður er tilgreindur á síðu 3) Ummæli of efni á síðunni er sent inn naflaust og því ekki hægt að hafa samband við þá aðila.

Ég skil bara ekki að menn séu að rembast við staurinn í þessu máli, væri ekki nær að þeir sem vita hverjir héldu úti síðunni eða voru þarna notendur tilkynni það lögreglu svo hægt sé að loka á þetta endanlega? Miðað við ofsann hérna í sumum er ekki ólíklegt að hér á þessum þræði sé einhver sem kom að þessu.


Það er nú hægt að dæma ýmislegt ólöglegt á Íslandi. Það einfaldlega gengur ekki að Internetþjónustuaðildar á Íslandi geti einfaldlega lokað á vefsíður eftir sínum hentugleika, það einfaldlega leiðir af sér misnotkun og þöggun.

Íslensk yfirvöld geta einfaldlega beðið yfirvöld í BNA að loka vefsíðunni, annað eins og hefur gerst áður. Hinsvegar mundi slíkt krefjast dómstólaleiðarinnar eins og ég hef nefnt áður.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CendenZ » Fim 11. Jún 2009 16:51

jonfr skrifaði:
arro skrifaði:Hvað áttu við með að dæma ólöglega ? Íslenskir dómstólar hafa enga lögsögu yfir þessari síðu og geta því tæpast dæmt nokkurn skapaðan hlut í sambandi við hana, þar liggur vandamálið eins og ég er margbúinn að lista upp hérna. 1) Hýsingaraðili svaraði ekki óskum um samskipti 2) Enginn ábyrgaðarmaður/tengiliður er tilgreindur á síðu 3) Ummæli of efni á síðunni er sent inn naflaust og því ekki hægt að hafa samband við þá aðila.

Ég skil bara ekki að menn séu að rembast við staurinn í þessu máli, væri ekki nær að þeir sem vita hverjir héldu úti síðunni eða voru þarna notendur tilkynni það lögreglu svo hægt sé að loka á þetta endanlega? Miðað við ofsann hérna í sumum er ekki ólíklegt að hér á þessum þræði sé einhver sem kom að þessu.


Það er nú hægt að dæma ýmislegt ólöglegt á Íslandi. Það einfaldlega gengur ekki að Internetþjónustuaðildar á Íslandi geti einfaldlega lokað á vefsíður eftir sínum hentugleika, það einfaldlega leiðir af sér misnotkun og þöggun.

Íslensk yfirvöld geta einfaldlega beðið yfirvöld í BNA að loka vefsíðunni, annað eins og hefur gerst áður. Hinsvegar mundi slíkt krefjast dómstólaleiðarinnar eins og ég hef nefnt áður.


Ispar geta það reyndar, en ef þeir myndu td. loka á mbl myndu annað hvort mbl fara með mál fyrir dómstóla eða við neytendur.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CraZy » Fim 11. Jún 2009 19:13

Breytir þetta einhverju samt?
Það kemur bara ný síða eins og þegar Handahóf og IceChan var lokað

ninja edit* þá er ég að tala um að loka síðuni, ekki það að þeir hafi lokað síðuni




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Fim 11. Jún 2009 19:23

CendenZ skrifaði:Ispar geta það reyndar, en ef þeir myndu td. loka á mbl myndu annað hvort mbl fara með mál fyrir dómstóla eða við neytendur.


Það er skortur á lagalegri stoð fyrir slíkri aðgerð. Ef einhver hefði áhuga á því að taka slaginn, þá mundu símafyrirtækin tapa og tapa stórt. Þó svo að ringulreid.org sé ósmekkleg og allt það, þá réttlætir þetta ekki þær aðgerðir sem farið var í. Enda enginn dómsúrskurður eða lögbann sem heimilaði þetta.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Jún 2009 01:42

jonfr skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ispar geta það reyndar, en ef þeir myndu td. loka á mbl myndu annað hvort mbl fara með mál fyrir dómstóla eða við neytendur.


Það er skortur á lagalegri stoð fyrir slíkri aðgerð. Ef einhver hefði áhuga á því að taka slaginn, þá mundu símafyrirtækin tapa og tapa stórt. Þó svo að ringulreid.org sé ósmekkleg og allt það, þá réttlætir þetta ekki þær aðgerðir sem farið var í. Enda enginn dómsúrskurður eða lögbann sem heimilaði þetta.


Ég var að segja að Ispar geta lokað á mbl, en myndu tapa fyrir rétti.

Og jú, það réttlætir aðgerð Ispanna að gera þetta, eins og ég er búinn að margtyggja hérna á 4-5 blaðsíðum, þá er stjórnarskráinn rétthærri en fjarskiptalög.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Fös 12. Jún 2009 02:50

Það er ekkert í stjórnarskránni sem leyfir þetta.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Minuz1 » Fös 12. Jún 2009 03:26

Held nú bara að ISP-ar ráði alveg hvernig þeir setja upp sínar routing töflur og firewalls.

En þeir skjóta sig soldið í fótinn með því að lýsa því yfir að þeir séu að blocka einhverja traffík útaf innihaldi.
Eðlilegasti hluturinn í þessu máli er að dómsmálaráðuneytið hefði sent bréf til ISP-ans sem er með þessa síðu og biðja þá um að loka á hana og láta síðan FBI vita af þessu.
Bandarísk stjórnvöld taka líklegast ekki vel á móti síðum sem innihalda barnaklám og refsingar gagnvart þeim eru mjög strangar.

Ísland er með framsalssamning við BNA og ef þetta fólk er svo óæskilegt þá gætu þeir átt yfir höfði sér nokkra tugi ára bakvið lás og slá í BNA.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf skipio » Fös 12. Jún 2009 08:28

Minuz1 skrifaði:H
Bandarísk stjórnvöld taka líklegast ekki vel á móti síðum sem innihalda barnaklám og refsingar gagnvart þeim eru mjög strangar.

Ísland er með framsalssamning við BNA og ef þetta fólk er svo óæskilegt þá gætu þeir átt yfir höfði sér nokkra tugi ára bakvið lás og slá í BNA.

Ísland, líkt og mörg önnur ríki, framselur ekki eigin þegna til annarra ríkja. Þeir yrðu þess í stað kærðir hér heima.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf skipio » Fös 12. Jún 2009 08:40

arro skrifaði:Sko, þeir sem sjá þetta mál sem einhverja skerðingu á þeirra frelsi á netinu eru bara alls ekki sjá um hvað málið snýst. Helstu rök þeirra eru hvað með málefnin, msn, einkamal.is osfrv. menn vitna jafnvel í einhverja kompás gildru. Rosalega góð rök að benda bara eitthvað annað.

Við skulum þá bara aðeins staldra við og setja þetta í samhengi. Aðferðin sem Kompás notaði var einföld, þeir póstuðu auglýsingu á einkamal, þar komst hið eiginilega samband á, þar var skipst á msn adressum osfrv. Síðan var farið að tjatta á msn. Þessi aðferð gerir ráð fyrir því að unglingurinn eða sá sem brotið er á hefji samskiptin. Það er bara algerlega allt öðru vísi en þetta rr rugl. Það hefði eins mátt skiptast á símnúmerum á einkamalum og þá hefði síminn verið notaður í stað MSN.

Svo talar jonfr um einhverja ofverndun, og vitnar í einhverjar ritgerðir þar um ? Er það ofverndun að koma í veg fyrir mannorðsmorð á barninu sínu? eru ekki tannhjólin að snúast þarna uppi, eða snúast þau kanski um einhvern annan ás soldið neðar ? Þú segir
Það er í lagi að vernda börnin sín, það má hinsvegar ekki ofvernda þau. Eins og er að gerast hérna. Það virðist engum hafa dottið í hug að kenna börnunum sínum að ákvarðanir hafa afleiðingar.
Halló ! hvað gerði sú manneskja sem ég greindi frá hér fyrr rangt, ertu að segja að með því að setja fullkomlega eðlilega mynd af sér á facebook eða myspace sé að gera eitthvað rangt ?

Ég nenni svosem ekki einhverju orðaskaki hérna, menn eru greinilega algerlega siðblindir ef þeir eru að verja þessa síðu. Það taka allir dæmi um Kína, en það eru til mun nærtækari dæmi til dæmis nýnasistasíður og þýskaland.

Þetta snýst nú ekkert um að verja síðuna. Málið er einfaldlega það að það er ekki í verkahring fjarskiptafyrirtækja og félagasamtaka og hvað þá lögreglunnar (með „ábendingum“) að ritskoða síður á Netinu eða nokkuð annað ef út í það er farið.
Eins og einhverjir hafa bent á hefði verið möguleiki að láta loka síðunni í Bandaríkjunum vegna brota á löggjöfinni þar.
En ef það hefði ekki gengið hefði í það minnsta verið eðlilegt að það íslenskir dómstólar hefðu úrskurðað um þetta mál og þá hefði verið hægt að blokka síðuna.

Vill virkilega einhver að internetþjónustuaðilar, lögreglan eða aðrir aðilar hafi stjórn á því hvaða efni sé ritskoðað á netinu eða annars staðar?
Það er nefnilega ekki að ástæðulausu að stjórnarskráin inniheldur ákvæði um að
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Jún 2009 12:38

jonfr skrifaði:Það er ekkert í stjórnarskránni sem leyfir þetta.



Jésús kræst, sagði ég að það stæði í stjórnarskránni að það væri leyfilegt að loka á síður ?
Notendur ringulreidarinnar brutu lög í stjórnarskránni, friðhelgi einkalífsins.

Mér er drullusama hvernig þú túlkar fjarskiptalögin, hér er verið að ræða um brot á friðhelgi einkalífsins sem kemur fjarskiptalögum ekkert við.
Og lög um friðhelgi einkalífsins(stjórnarskráin) eru rétthærri en fjarskiptalögin.

edit:
Best að bæta við að ef eigandi ringulreidarinnar myndu koma fram og reka málið fyrir dóma myndi hann skíttapa.



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf skipio » Fös 12. Jún 2009 15:31

CendenZ skrifaði:Mér er drullusama hvernig þú túlkar fjarskiptalögin, hér er verið að ræða um brot á friðhelgi einkalífsins sem kemur fjarskiptalögum ekkert við.
Og lög um friðhelgi einkalífsins(stjórnarskráin) eru rétthærri en fjarskiptalögin.

Tja, það er í það minnsta á forræði dómstóla að ákvarða hvaða lög eru andstæð stjórnarskránni, ekki löggunnar eða fjarskiptafyrirtækja eða félagasamtaka. Þetta hefur því ekkert gildi á þessu stigi málsins. Hinsvegar gæti þetta skipt máli ef málið færi fyrir dóm.

CendenZ skrifaði:edit:
Best að bæta við að ef eigandi ringulreidarinnar myndu koma fram og reka málið fyrir dóma myndi hann skíttapa.

Jú, það er ansi líklegt að han myndi tapa. Reyndar snýst þetta kannski um tvennt;
a) Var rétt af Símanum og Voðafón að loka aðgangi að síðunni að tillögu lögreglunnar og annarra aðila? Þarna gæti ringulreid mögulega unnið því þetta er spurning um ritskoðun (sem er samt líklega í lagi ef henni er beitt af einkaaðilum en mögulega þó ekki ef um fjarskiptafyrirtæki er að ræða. Dettur svo í hug að það sé ekki á forræði lögreglunnar að biðja um að lokað sé á svona vefi og að það gæti verið kvartað undan því.)
b) Svo er það spurningin hvort vefurinn brjóti í bága við íslensk lög um klám, persónuvernd og þessháttar. Það er jú ansi líklegt og ef eigandi vefsins yrði kærður myndi hann nokkuð líklega verða dæmdur sekur. En þetta snýst eiginlega minnst um þetta atriði að svo komnu máli.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf halldorjonz » Fös 12. Jún 2009 15:55

Ehm. Ég gæti alveg byrjað að pósta á þessari síðu hvað þið væruð feitir og ógeðslegir, hugsanlega fundið mynd af cedenz fyrir 2 árum þar sem hann er á stuttbuxum að labba á costa del sol. Ætti þá að kæra gaurinn sem sem á vaktina? Það var ekkert klám eða barnaklám þarna inná...



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Jún 2009 16:24

halldorjonz skrifaði:Ehm. Ég gæti alveg byrjað að pósta á þessari síðu hvað þið væruð feitir og ógeðslegir, hugsanlega fundið mynd af cedenz fyrir 2 árum þar sem hann er á stuttbuxum að labba á costa del sol. Ætti þá að kæra gaurinn sem sem á vaktina? Það var ekkert klám eða barnaklám þarna inná...



Þú þyrftir að fara fleiri en 2 ár aftur í tímann til að ná mynd af mér undir lögaldri :lol:



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Jún 2009 16:31

Skipio: ég er nokkuð viss um að dómsmálaráðuneytið/barnaheill hafi komið nálægt þessu.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Fös 12. Jún 2009 16:51

Samkvæmt dig og nslookup þá er búið að loka vefsíðunni. Einnig .net útgáfunni sem var komin í loftið, en varð aldrei neitt úr nema afbökun á skilaboðunum frá Vodafone.