CendenZ skrifaði:Mér er drullusama hvernig þú túlkar fjarskiptalögin, hér er verið að ræða um brot á friðhelgi einkalífsins sem kemur fjarskiptalögum ekkert við.
Og lög um friðhelgi einkalífsins(stjórnarskráin) eru rétthærri en fjarskiptalögin.
Tja, það er í það minnsta á forræði dómstóla að ákvarða hvaða lög eru andstæð stjórnarskránni, ekki löggunnar eða fjarskiptafyrirtækja eða félagasamtaka. Þetta hefur því ekkert gildi á þessu stigi málsins. Hinsvegar gæti þetta skipt máli ef málið færi fyrir dóm.
CendenZ skrifaði:edit:
Best að bæta við að ef eigandi ringulreidarinnar myndu koma fram og reka málið fyrir dóma myndi hann skíttapa.
Jú, það er ansi líklegt að han myndi tapa. Reyndar snýst þetta kannski um tvennt;
a) Var rétt af Símanum og Voðafón að loka aðgangi að síðunni að tillögu lögreglunnar og annarra aðila? Þarna gæti ringulreid mögulega unnið því þetta er spurning um ritskoðun (sem er samt líklega í lagi ef henni er beitt af einkaaðilum en mögulega þó ekki ef um fjarskiptafyrirtæki er að ræða. Dettur svo í hug að það sé ekki á forræði lögreglunnar að biðja um að lokað sé á svona vefi og að það gæti verið kvartað undan því.)
b) Svo er það spurningin hvort vefurinn brjóti í bága við íslensk lög um klám, persónuvernd og þessháttar. Það er jú ansi líklegt og ef eigandi vefsins yrði kærður myndi hann nokkuð líklega verða dæmdur sekur. En þetta snýst eiginlega minnst um þetta atriði að svo komnu máli.
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.