akarnid skrifaði:Vildi bara skjóta inn í þessa umræðu - since I know how it works - hvernig cappið er reiknað hjá Símanum.
Það er ekki miðað við 28 daga og 40 Gb. Það er bara miðað við 7 daga og 10 Gb. OG þetta er ekki reiknað einu sinni á dag heldur er það reiknað einu sinni á klukkutíma. Ég hef sjálfur verið cappaður í 1024 kbps og farið svo úr því 5 tímum seinna þegar cappkerfið reiknaði út að ég væri ekki yfir 7 Gb þegar það var reiknað at the time.
Hversu fair þetta er svo aftur á móti er svo annað mál. Ég veit að Síminn hefur verið ekki vinsæll fyrir þetta, en mér finnst þetta meira fair en að cappa þig bara út mánuðinn eins og aðrir gera. En svo á móti gerir þetta viðskiptavinum erfitt að nota sér þessi 40 GB sem eru innifalin í áskriftinni. Svo það er spurning hvort að það væri ekki betra að cappa við 40 gigin ef það á á annað borð að vera að stunda þessa viðskiptahætti - að takmarka nethraða áskrifenda.
Jamm ég veit að þetta er reiknað á klukkutímafresti, og er miðað við 7 daga tímabil og/eða 28 daga tímabil. Allavega hef ég lent í bæði
, þetta fékk ég allavega sent frá Símanum ( sé þetta reyndar ekki í skilmálunum þeirra á netinu ). Og jamm hef lent í því líka, lenti í Cappi 01:28 og úr cappi 03:29 samkv Símanum.
8007000@siminn.is skrifaði:Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, verði hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað við að niður- eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili eða 40 gígabæti á 28 daga tímabili óháð áskriftar- og þjónustuleið hans. Fari notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini samstundis um slíkar þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér rétt á því að takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.
Og ótakmarkað og ekki ótakmarkað, Síminn auglýsir 40 GB niðurhal á mánuði en með verðþaki þannig ekki er hægt að greiða meira en þetta.
Ég reyndar er að spá í að senda kvörtun út af þessu, vegna þess að Síminn í raun og veru gerir niðurhal og/eða upphal. Þ.e.a.s reiknar niðurhal og upphal saman og tekur það saman, ef maður fer yfir 10 GB í niður- og/eða upphali þá er maður cappaður, ekki bara ef maður fer yfir 10 GB í niður eða upphali.