Tölvuvirkni hefur alltaf verið mitt fyrsta val í gegnum tíðina einfaldlega vegna þess að Björgvin er frábær og hef átt ágætis samskipti við hann í gegnum tíðina. Var hinsvegar að shoppa around fyrir nýrri tölvu og á endanum var ég búinn að setja saman sambærilega tölvu hjá Tölvutækni og Tölvuvirkni, sendi báðum fyrirtækjum mail og Klemenz hjá Tölvutækni svaraði mér frekar vel og gerði mér flott tilboð , tveir íhlutir hjá Tölvuvirkni voru aðeins dýrari en hjá Tölvutækni svo að ég ákvað að spyrja hvort að þeir væru tilbúnir að matcha verðið hjá Tölvutækni, fékk frekar snubbótt svar þar sem að það var sagt að þetta væri besta verð sem að þeir gætu boðið uppá og buðu mér uppá að kaupa það sem var ódýrara hjá Tölvutækni og restina hjá þeim og þeir myndu henda því saman, gott og vel.
Ég ákvað því að velja tölvutækni bara sökum þjónustiviljans, og náttúrulega að þeir voru ódýrari. 2 Dögum seinna sé ég á síðunni hjá Tölvuvirkni að verðið á öðrum íhlutnum er búið að lækka umtalsvert, nánast jafnt því sem Tölvutækni var með. Fyndið að hann hafi ekki getað tékkað á því hvort að það væri einhver lækkun á leiðinni.
Breytir því ekki að Tölvuvirkni er áfram eitt af mínum fyrstu völum, en Tölvutækni tekur toppinn, keypti tölvu fyrir litla bróðir minn þarna í sumar sem hefur ekki slegið feilpúst, og ég kann að meta góða þjónustu sem að þeir bjóða klárlega uppá
Einu tvö fyrirtækin sem ég get talað ílla um er Computer.is/Tæknibær, reynsla mín af þeim ef eitthvað bilar eða kemur uppá hefur alltaf verið slök, alveg frá því að ég keypti fyrstu tölvuna mína ever frá TB, og þeir létu mig fá skrifað eintak af Windows98 með henni, þrátt fyrir að ég hafði keypt legit eintak af þeim.
Svo keypti bróðir minn tölvu af Task sem var og hét(búið að skipta um kennitölu/nafn nokkrum sinnum?) sem að var alltaf með bölvað moj, bilaði nokkrum sinnum og fór oft í viðgerð en varð aldrei 100%.