Yank skrifaði:Ég er með ADSL sjónvarp frá símanum. Tek það í gegnum 85Mb power line lan, frá router sem er staðsettur í öðru herbergi í húsinu.
Er ekki ánægður með myndgæðin sem ég fæ. Digital Ísland var með betri myndgæðum, en því miður næst það signal ekki almennilega þar sem ég bý nú, og þetta því eina leiðin til að ná sjónvarpsútsendingu.
Ég veit ekki hvort að ég sé geðveikur eða eithvað, en ég er sammála þér hérna. Ég hef verið með DÍ og DÍ+ ( sem er sagt adsl sjónvarp Vodafone ) og mér finnst einstaka útsendingar sem ég horfi yfir ADSL sjónvarpið lakari heldur en var á DÍ og DÍ+. Þannig var ég að horfa á United vs West Ham núna á Miðvikudaginn og þá voru gæðin mjög fín, en ef ég skipti á hliðarrásinar voru gæðin ekki til að hrópa húrra fyrir. Þótt að ég veit að þetta er líklegast content-providerinum að kenna að þá fannst mér ég ekki taka eftir þessu þegar ég var með DÍ.
Ennfremur þegar ég var með DÍ+ þá tók ég eftir því að ég fékk meiri sync hraða heldur en Internet hraða sem þýddi að þegar sjónvarpið var kveikt á þá skertist ekki Internet hraðinn minn. Hjá Símanum er sync hraðinn minn 8 Mb/s ( sem er það sem ég er að borga fyrir ) og svo fara af því 4 Mb/s u.þ.b. ( mismunandi eftir stöðvum ) í sjónvarpið.
Finnst það frekar slappt. Varðandi HD Stöðvarnar, þá finnst mér úrvalið á HD stöðvunum miðað við verð vera frekar slappt. Ég skil ekki afhverju 365 tekur sig ekki til og sendur út efni sem er HD á Stöð 2 HD og hitt bara scalað uppí HD, þá að minnsta kosti myndi maður geta réttlætt þetta verð sem er rukkað fyrir HD hérna heima. Ég meina 1.190 kr bara fyrir nokkra útvaldaleiki hjá Sýn finnst mér aðeins of mikið, ég hef ekki einu sinni tekið eftir því hvort að meistaradeildin sé í HD. Ég hef bara séð gæðin á Discovery HD á DÍ HD myndlykli og þar er mikill munur á myndgæðum frá standard DÍ lyklinum ( sem er nottulega POS ), hins vegar veit ég að DÍ útsending er töluvert stærri en útsending Símans, þannig get ekki borið saman. Þar sem ég er með HD hjá Sky, hef ég ekki séð ástæðu til að fá mér HD hér ennfremur. Þar sem að þú færð væntanlega HD myndlykilin, gætirðu kannski prófað bara áskrift þarna í mánuð, það er hægt að breyta þessu mjög auðveldlega á þjónustuvef Símans ( sem b.t.w er helsta ástæðan fyrir því að ég er í viðskiptum við Símann, afþví að það er snilld )
Fínt úrval af útvarpstöðvum og hefur nýst mér ágætlega.
Finnst mjög kjánalegt að á myndlyklinum sem ég er með ( sem er HD útgáfan er bara ekki með HD áskrift ) eru RF tenglar en þeir óvirkir, ég er með eitt sjónvarp inní eldhúsi sem mér langaði að hafa Digital gæði í, þar sem ég var er búinn að rífa út coaxinn frá loftneti inní stofu ( þetta var sem sagt raðtengt Loftnet -> Stofa -> Eldhús -> Herbergi 2 -> Herbergi 3 ) og ég þurfti að kaupa mér RF modulator á rúmlega 5.000 kr hjá Elnet til þess að gera það, skil ekki afhverju síminn enabler þetta ekki, Vodafone var með þetta enabled. Samt sáttur með gæðin þar, og keypti mér líka auga þannig að ég get skipt um stöð bæði á ADSL-TVinu og Skyinu inní stofu sem er +. Þetta er samt sami stofnkostnaður og af aukamyndlykli Símans og ekki mánaðargjald, og þar sem ég er bara með standard stöðvar + Stöð 2 Sport 2 að þá fannst mér þetta vera betri lausn.
Varðandi tengingu á sjónvarpinu. Þá er ég í 2 hæða húsi, í húsinu er 3 rafmagnstöflur, ein á efri hæðinni, ein á neðri og svo ein sem þær allar tengjast í inní bílskúr. Ég prófaði Linksys HD græjur ( sem áttu að taka 200 Mb/s ) og þetta gekk mjög brösulega, ef ég tengdi í tengi sem voru hlið við hlið þá skipti máli hvað var mikið álag á heildinni hvort að ég na´ði einhverju signali, og latency spikar voru fáranlega miklir. Ég náði engu signali á milli hæða ( þá var líka sambandið að fara tafla 1 -> miðja tafla -> tafla 2. En náði sambandi ef ég tengdi miðja -> tafla 1 eða 2, þá var latencyið fáranlega hátt. Mér fannst þetta ganga mjög brösulega, og ég hreinlega endaði með því eins og kannski kemur fram ofar að bara rífa coaxinn út og draga 2 x CAT-5 í staðinn og það hefur staðið sig alveg rock-solid ( as expected ), sem sagt inní bílskúr og routerinn beint í inntakið.