Sælir vaktarar
Ég ætla að fara og versla mér LCD sjónvarp um helgina/eftir helgi og ég kíkti í Elko áðan og sá þar nokkur flott. Þetta verður sjónvarp sem á að vera inni í svefnherbergi í svona 2,5 m sjónfjarlægð (frá haus að sjónvarpi) og er ég þess vegna mest spenntur fyrir 32" sjónvarpi, held að 37" yrði of stórt.
´
Mér leist best á þessi hérna, en þau eru í ódýrari kantinum:
LG 32"
Philips 32"
En svo voru aðeins dýrari:
Samsung 32"
Philips 32"
svo ég spyr; er það þess virði að eyða 30-40 kalli meira í þessi dýrari sjónvörp eða eru hin bara alveg nóg?
ef þið getið bent mér á eitthvað betra "bang for the buck" þá endilega gerið það og ef ykkur finnst að ég ætti að taka 37" í staðinn þá segjið mér það og sýnið mér eitthvað gott ef þið nennið
með fyrirfram þökk
Sjónvarpshugleiðingar
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpshugleiðingar
Bara eitt áður en þú hleypur til og kaupir sjónvarp í elkó... http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL5403D
er að kosta 10K minna hjá SM en hjá Elkó
Mín speki varðandi skjá og sjónvarpskaup er að sjá í raun er best áður en keypt er og þá helst að sjá tækin sem þú ert að spá í hlið við hlið. Þú ert líka að borga fyrir aukna tengimöguleika á dýrari tækjum sem getur sparað þér að kaupa HDMI tengibox seinna meir t.d.
er að kosta 10K minna hjá SM en hjá Elkó
Mín speki varðandi skjá og sjónvarpskaup er að sjá í raun er best áður en keypt er og þá helst að sjá tækin sem þú ert að spá í hlið við hlið. Þú ert líka að borga fyrir aukna tengimöguleika á dýrari tækjum sem getur sparað þér að kaupa HDMI tengibox seinna meir t.d.
Starfsmaður @ IOD
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpshugleiðingar
takk fyrir svar
en ég skoðaði þessi ódýrari tæki betur í dag og sá að þó það standi að þau séu bara með 2 HDMI þá eru 2 aftan á og 1 á hliðinni. En eitt þeirra er merkt 1(DVI), hvað þýðir það?
Og ég var nú líka svolítið að fiska eftir því hvort LG og Philips væru eitthvað góð merki í LCD sjónvörpum?
en ég skoðaði þessi ódýrari tæki betur í dag og sá að þó það standi að þau séu bara með 2 HDMI þá eru 2 aftan á og 1 á hliðinni. En eitt þeirra er merkt 1(DVI), hvað þýðir það?
Og ég var nú líka svolítið að fiska eftir því hvort LG og Philips væru eitthvað góð merki í LCD sjónvörpum?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpshugleiðingar
coldcut skrifaði:takk fyrir svar
en ég skoðaði þessi ódýrari tæki betur í dag og sá að þó það standi að þau séu bara með 2 HDMI þá eru 2 aftan á og 1 á hliðinni. En eitt þeirra er merkt 1(DVI), hvað þýðir það?
Og ég var nú líka svolítið að fiska eftir því hvort LG og Philips væru eitthvað góð merki í LCD sjónvörpum?
Félagi minn keypti sér Philips fyrir ári síðan og er verulega ánægður með það... sem betur fer þar sem ég seldi honum það
Samsung er auðvitað stórt merki í Panel framleiðslu og LG er mjög virt merki svo öll þessi 3 merki ættu að standa fyrir sínu.
DVI er með sömu gæði og HDMI mynd en ekkert hljóð svo þú þarft alla vega 2 snúrur í staðinn fyrir 1 með HDMI.
Starfsmaður @ IOD
-
- Besserwisser
- Póstar: 3082
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpshugleiðingar
Raftækjaverslun Íslands er að loka, það verður einhver Súperútsala sem að byrjar á morgunn held ég, þar færðu allavegana 32" LG tæki á 99.990, farðu bara og skoðaðu á morgunn ef að þú ert forvitinn, en þetta fer sjálfsagt allt fljótt
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Re: Sjónvarpshugleiðingar
Kvöldið,var einu sinni að spá í TV tæki og las mér aðeins til.Var mjög hissa hvað LG tækinn fengu góða dóma hví ég þekkti ekkert til þeirra
-
- Besserwisser
- Póstar: 3082
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpshugleiðingar
RÍ flokkast undir deild innann Johan Rönning, allar ábyrgðir eru að sjálfsögðu Rönnings og verða það áframcoldcut skrifaði:en hvernig er þá með ábyrgð ef fyrirtækið er að loka? =/
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.