Ég ætla að reyna að halda peningnum við svona 25-30 þús fyrir bæði flakkarann+harður diskur. Ég er búinn að finna tvo flakkara sem eru líklegir:
Fyrst er það Media Player sjónvarpsflakkari frá König 17.500 kr :
http://tb.is/?gluggi=vara&vara=6834
Ég hef heyrt góða hluti um hann frá manni sem á hann og er tækjagaur og hefur hann ekkert nema gott um hann að segja.
Eina sem ég er að pæla í með hann er að hann tekur að mér sýnist bara IDE harðadiska, er það mikill ókostur?
Með þessum flakkara myndi ég taka þennan harða disk:
http://www.computer.is/vorur/6674
Og þar sem tæknibær afgreiða diskana frá computer.is þá sagði hann að það væri ekkert mál fyrir þá að láta diskinn í frítt.
Þessi pakki væri - 27.500kr
Hinn flakkarinn sem éger að pæla í er Flakkari Unicorn 3,5" Mvix - 19.990kr : http://ejs.is/Pages/1034/itemno/MV6000R-COMBO
og myndi ég væntanlega taka þennan harða disk: http://www.computer.is/vorur/5867
og láta diskinn í sjálfur (getur varla verið svo mikið mál er það nokkuð?) þessi pakki væri á 27.490kr samtals.
Ég er alveg á báðum áttum með hvorn ég eigi að velja og ég vona að þið getið bent mér á hvorn af þessum þið mynduð velja og afhverju,
eða hvort þið mynduð fara í allt annan pakka á þessu verðbili.
Takk fyrir ef þið nenntuð að lesa í gegnum þennan texta

Með von um góða hjálp
Gogo