TechHead skrifaði:Fernando skrifaði:Takk fyrir svarið. Það borgar sig að athuga hvort að þetta tiltekna HP módel eigi við þetta vandamál að stríða.
Já öll DV6xxx línan þjáist af gölluðum Nvidia grafískum kjörnum.
Sjá :
Hérog
hér fyrir listann af HP vélum sem eru með gölluðum nvidia kubbumLjótt mál hjá Nvidia og ekki er nú lausnin við vandamálinu skárri, Bios uppfærslur sem setja viftuna einfaldlega í 100% alltaf til að tölvurnar þrauki nú út ábyrgðartímann
Síðan ég skrifaði póstinn í
viewtopic.php?f=21&t=18595 þá hefur komið í ljós að REV á kjörnunum skipta engu máli.
Þetta eru einfaldlega allir G84 og G86 kjarnanir sem hafa þennann vægast sagt stóra galla. Punktur.
Þetta er slæmt mál
![Neutral :|](./images/smilies/icon_neutral.gif)
. Lýst ekkert á að þurfa að hafa viftur á fullum snúningi útaf svona vitleysu.
TechHead skrifaði:Asus vélarnar hafa verið að koma feikivél út og build Quality á þeim þykir mér vera betra en á öllum öðrum tölvum á markaðnum fyrir utan kannski IBM/Lenevo Thinkpad.
IOD hafa verið að flytja inn frá ASUS Nordic í stórum stíl síðastliðin misseri og myndu því líklegast flokkast sem umboðsaðili.
Já, þú segir það. Mér er líka farið að lítast ansi vel á
þessa Asus fartölvu sem að þú bentir á.
sigurbrjann skrifaði:ég persónulega laðast mikið af hp, en held að þær séu margar í þyngri kantinum
Ég hef einmitt líka verið hrifinn af HP fartölvunum, en ég held að þetta nvidia mál setji strik í reikninginn. Ég geri mér grein fyrir því að góðar, lesist "öflugar", fartölvur á þessu verði eru frekar þungar, það er allt í góðu.
Staðan hjá mér í þessum fartölvuhugleiðingum er sú að
Asus vélin er í toppsætinu.
Er kominn tími á að tilkynna sigurvegara, eða eru aðrir betri valmöguleikar þarna úti?
Takk fyrir góð svör,
Fernando