Vantar hjálp að finna góðan 24" skjá


Höfundur
SJ
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 09:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp að finna góðan 24" skjá

Pósturaf SJ » Lau 15. Mar 2008 02:00

Búin að liggja á netinu og skoða alla mögulega skjái hjá flest öllum tölvuverslunum á landinu.
Kem til með að nota skjáinn aðallega við myndvinnslu, þ.e. kvikmyndaklippingar. Nota hann sem aðalskjá og svo gamlan 20" apple sem hliðar skjá.
Ég er frekar pirruð hvað mér reynist erfitt að komast að því hvaða panell er á þessum skjáum, sem og misvísandi upplýsingar um hitt og þetta.
Hef ekkert vit á þessu en er búin að lesa mér til í heila viku og verð bara ruglaðri og ruglaðri :?
Vantar bara góðan skjá! Er alveg til í að fara upp ca. 55þús en þá verður hann líka að vera góður.
Einnig spurning um hvaða tengi er gott að hafa?
Endilega, þið sem meira vit hafið á þessu, gefið mér ábendingar.
Takk




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Pósturaf coldcut » Lau 15. Mar 2008 03:41

þessi skjár!!!

ekki spurning í mínum huga!




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Lau 15. Mar 2008 09:40

Þú færð ekki 24" 8 bit skjá fyrir þetta verð.

Þessi Samsung sem linkað er á hér að ofan er fín skjár, fína liti og skerpu, hann kemur þó með þeim vanköntum sem TN panel skjáir hafa, þ.e. slakt áhorfshorn (sérstaklega lóðrétt), og mögulega black light bleed. Hef einungis séð hann, en ekki prófað, er sjálfur með skyldan skjá Samsung SyncMaster 245BW.

Skjáir af TN panel ætt eru þó sumir mjög (þ.m.t. þessi Samsung) góð kaup ef maður getur hugsað sér að lifa með þeim vanköntum sem þeir geta haft.

Hvaða tengi þú þarft getur einungis þú svarað held ég. En DVI er nauðsynlegt, RCA/Composite , Component Video , og HDMI eru kostir.

Samsung SyncMaster 245T er sennilega sá 24" 8 bit panel skjár sem mest er lofaður þessa daganna, en hann finn ég ekki til sölu hér á landi. Annars er Samsung að dæla út nýjum týpum þessa daganna.

Svo virðist sem 24" 8-bita skjáúrval í landinu líði fyrir það að 24" TN panel skjá úrval hefur aukist. Sakan þess að sjá ekki slíka skjái frá BenQ og Samsung.




Höfundur
SJ
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 09:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf SJ » Lau 15. Mar 2008 13:51

Takk fyrir þetta strákar. Þetta eru einmitt skjáirnir sem ég var svona helst komin á. Fór og skoðaði og bar saman. Var búin að finna 245T hjá tölvutek. Töluvert dýrari en var til í að skoða og leist helv.. vel á. Hringdi að lokum til þeirra og fékk þar þær upplýsingar að þeir væru að hætta að panta inn 245T vegna, man ekki alveg :) en voru allavega ekki að standa undir væntingum.



Skjámynd

coldone
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf coldone » Lau 15. Mar 2008 16:49

Tölvuvirkni var með þessa betri skjái frá Benq en hafa ekki verið með þá undanfarnar vikur. Býst við að þeir komi með þá aftur. Skjáirnir eru töluvert dýrari en mig minnir að þeir hafi kostað 78 þús.




Höfundur
SJ
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 09:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf SJ » Lau 15. Mar 2008 17:53

Jæja. Þolinmæðin var á þrotum eftir u.þ.b. 10 daga net-upplýsingaleit.
Valdi SAMSUNG 24" SyncMaster 2493HM hjá Tölvutækni kr. 54.900-.
Ódýrastir þar :) + vinaleg og þægileg þjónusta sem skemmir ekki fyrir.
Sit nú bara við gamla 20" skjáinn og pikka þetta inn og horfi með aðdáun á kassann af þeim nýja, hlakka til að sjá hvernig græjan virkar. Lúkkar allavega rosalega vel :D
En takk fyrir allt félagar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Mar 2008 20:26

Congrats!




ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Sun 16. Mar 2008 14:14

Er með einn svona 2493HM, frábær skjár í flesta staði :D

Til hamingju með kaupin :8)



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Pósturaf mind » Mán 17. Mar 2008 12:16

Svona þó þú sért búinn að kaupa skjá þá gæti þetta komið þér vel í framtíðinni.

http://www.flatpanels.dk/skaerme.php

Getur flett upp flestum panelum á skjám.

Allir 6-bita skjáir eru ónothæfir í myndvinnslu/videovinnslu sem á að fara í einhverskonar framleiðslu/sýningu. Það er bara einfaldlega takmörkun á tækninni.

Hver sá sem segir þér að 245T hafi ekki staðið undir væntingum vann bara ekki heimavinnuna sína. Það er ástæða fyrir því að Dell, Apple og HP nota yfirleitt samsung panela og það er að þessir skjáir eru notaðir í atvinnuskyni.

Þess má líka geta að flestir skjáir koma ekki litréttir beint úr kassanum og þú þarft litgreini til að stilla skjáinn fyrir framleiðslu/sýningu. (kostar 15+ þús). Getur keypt t.d. Colorvision Spyder.

Ég á 244T , 245BW , 225BW og 226BW. Ég veit nákvæmlega í hvað aukapeningurinn fyrir 8-bita S-PVA skjá fór í þegar ég læt einhvern skjá við hliðiná 244T skjánum.

Annars er bara spyrjast fyrir um 244T eða 245T í öllum tölvubúðum, bókað til einhversstaðar.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 17. Mar 2008 18:10

mind skrifaði:Hver sá sem segir þér að 245T hafi ekki staðið undir væntingum vann bara ekki heimavinnuna sína. Það er ástæða fyrir því að Dell, Apple og HP nota yfirleitt samsung panela og það er að þessir skjáir eru notaðir í atvinnuskyni.


Vildi nú ekkert vera með leiðindi varðandi þetta en það hefur bara átt að selja henni eitthvað sem var til, og því hefur þetta komment líklega orðið til.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Pósturaf mind » Þri 18. Mar 2008 09:50

Það er að öllum líkindum til rétt hjá þér Yank.
Því miður er það svo að algengt er að upplýsingar sem maður fær í tölvuverslunum eru rangar eða ófullnægandi. Ég myndi vilja að einhver léti mig vita ef það væri verið að "blása reyk uppí rassinn á mér" svo ég reyni að láta aðra vita ef mig grunar að verið sé að reyna gera það við þá.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 18. Mar 2008 10:24

mind :

Ekki gleyma að lang stærsti hlutinn af þeim sem koma hingað á vaktina eru ekki að leita sér að professional skjá og dugar því hitt alveg meira en næginlega í leiki og aðra hefðbundna vinnslu ;)

En hitt er vissulega rétt hjá þér.

Ég er sjálfur með Samsung 226BW og er himinnlifandi með hann og nota hann mikið í Photoshop vinnslu alveg ó kalibreitaðann og það hefur komið bara mjög vel út.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
SJ
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 09:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf SJ » Fim 20. Mar 2008 23:27

Málið er að ég fékk þessi svör með 245T hjá Tölvutek og þeir áttu skjáinn til og hann var töluvert dýrari en sá sem ég endaði á, en sögðust vera að hætta að panta hann út af "bladibla" sem ég man ekki ennþá :)
En annað mál.
Ég er nú ekki alltaf heppin, en er búin að vera að versla "tölvudót" í síðustu viku og vá! Engar smá hækkanir búnar að eiga sér stað á undanförnum dögum. Það eru fleiri þúsund sem munar núna og í síðustu viku, ég var samt ekki að kaupa fyrir neinar milljónir, úff!



Skjámynd

HaftorS
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Lau 16. Feb 2008 20:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf HaftorS » Fös 21. Mar 2008 01:37

SJ skrifaði:Málið er að ég fékk þessi svör með 245T hjá Tölvutek og þeir áttu skjáinn til og hann var töluvert dýrari en sá sem ég endaði á, en sögðust vera að hætta að panta hann út af "bladibla" sem ég man ekki ennþá :)
En annað mál.
Ég er nú ekki alltaf heppin, en er búin að vera að versla "tölvudót" í síðustu viku og vá! Engar smá hækkanir búnar að eiga sér stað á undanförnum dögum. Það eru fleiri þúsund sem munar núna og í síðustu viku, ég var samt ekki að kaupa fyrir neinar milljónir, úff!


Enda góð ástæða fyrir því.

Gengishækkunin er búin að vera allveg uppúr öllu valdi, búin að hækka um 25-30% ca. síðan um áramótin. Krónan að falla, dollarinn að styrkjast og evran sömuleiðis, þó ekki jafn mikið.
Laaaang flestar tölvuverslanir (ef ekki allar) versla með dollara og evru svo innkaupaverð hækka hjá verslununum og fyrir vikið virðast mánaðarlaunin þín miklu minna virði en áður :P

Ég vona svo sannarlega að það fari að sjá fyrir endann á þessu, sömuleiðis öll lán (sérstaklega í erlendri mynt) eru að hækka upp úr öllu, mjög heimskulegt að taka lán núna eins og staðan er í dag, gætir endað með eitt auka núll á lokaupphæðinni, þótt ekki sé nema lítið bílalán.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Fös 21. Mar 2008 12:28

HaftorS skrifaði:Ég vona svo sannarlega að það fari að sjá fyrir endann á þessu, sömuleiðis öll lán (sérstaklega í erlendri mynt) eru að hækka upp úr öllu, mjög heimskulegt að taka lán núna eins og staðan er í dag, gætir endað með eitt auka núll á lokaupphæðinni, þótt ekki sé nema lítið bílalán.
Það er reyndar mjög gáfulegt að taka lán í erlendri mynt núna, því að ástandið eins og það er núna er ekki eðlilegt og þetta mun ganga til baka á endanum og þá mun höfuðstóllinn lækka.

Þetta er meira að segja svo sniðugt að bankarnir eru ekki að bjóða fólki erlend lán lengur samkvæmt því sem ég hef heyrt...


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

HaftorS
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Lau 16. Feb 2008 20:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf HaftorS » Fös 21. Mar 2008 15:09

beatmaster skrifaði:
HaftorS skrifaði:Ég vona svo sannarlega að það fari að sjá fyrir endann á þessu, sömuleiðis öll lán (sérstaklega í erlendri mynt) eru að hækka upp úr öllu, mjög heimskulegt að taka lán núna eins og staðan er í dag, gætir endað með eitt auka núll á lokaupphæðinni, þótt ekki sé nema lítið bílalán.
Það er reyndar mjög gáfulegt að taka lán í erlendri mynt núna, því að ástandið eins og það er núna er ekki eðlilegt og þetta mun ganga til baka á endanum og þá mun höfuðstóllinn lækka.

Þetta er meira að segja svo sniðugt að bankarnir eru ekki að bjóða fólki erlend lán lengur samkvæmt því sem ég hef heyrt...


Þetta er eitthvað annað en ég hef heyrt :)
Nei, ég hef ekkert verið að kynna mér þetta til ýtrustu en t.d. er einn félagi minn með bílalán, helming í erlendri og helming í íslenskri en lánið hans er búið að hækka um ca 400 þúsund núna á mjög stuttum tíma. Engin leið fyrir hann að selja núna enda miðað við uppleiðina á þessu láni er enginn sem vill taka við því.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Fös 21. Mar 2008 16:47

beatmaster skrifaði:Það er reyndar mjög gáfulegt að taka lán í erlendri mynt núna


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Mar 2008 16:51

beatmaster skrifaði:
beatmaster skrifaði:Það er reyndar mjög gáfulegt að taka lán í erlendri mynt núna

Þú færð ekkert erlent lán núna!
Bankarnir sitja að því öllu.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Fös 21. Mar 2008 19:08

beatmaster skrifaði:Þetta er meira að segja svo sniðugt að bankarnir eru ekki að bjóða fólki erlend lán lengur samkvæmt því sem ég hef heyrt...


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.