Kem til með að nota skjáinn aðallega við myndvinnslu, þ.e. kvikmyndaklippingar. Nota hann sem aðalskjá og svo gamlan 20" apple sem hliðar skjá.
Ég er frekar pirruð hvað mér reynist erfitt að komast að því hvaða panell er á þessum skjáum, sem og misvísandi upplýsingar um hitt og þetta.
Hef ekkert vit á þessu en er búin að lesa mér til í heila viku og verð bara ruglaðri og ruglaðri
![Confused :?](./images/smilies/icon_confused.gif)
Vantar bara góðan skjá! Er alveg til í að fara upp ca. 55þús en þá verður hann líka að vera góður.
Einnig spurning um hvaða tengi er gott að hafa?
Endilega, þið sem meira vit hafið á þessu, gefið mér ábendingar.
Takk