Háskerpa á Digital Ísland
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Háskerpa á Digital Ísland
Þar sem ég er nú forfallinn HD og fótboltasjúklingur gat ég ekki annað en kíkt á þetta þannig að ég fór og fékk háskerpumyndlykil hjá Vodafone í gær.
Ég verð að segja að þetta kom mér velá óvart. Ég var strax í svartsýni minni búinn að gera ráð fyrir að Digital Ísland myndu nú einhvernveginn klúðra þessu með annaðhvort ömurlegu bitratei og/eða ömurlegum codecum (ég hafði heyrt MPEG2-HD einhversstaðar.. ojjj).
Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að útsendingin er send út í 1080i (1920x1088) og er send út í H264 sem er án ef besti HD codecinn (ásamt VC1). Discovery HD leit frábærlega út á HD sjónvarpinu mínu (sem er 32" 720P Philips tæki).
Einnig er ég ánægður með að SD rásirnar koma betur út á þessu myndlykli en gamla gráa draslinu frá Digital Ísland. Skýrari mynd (ekkert HD samt), betri litir og er það sennilega að þakka að ég get notað HDMI outputtið á afruglaranum en á gamla varð ég að notast við Composite (gat ekki notað SCART vegna þess að heimabíómagnarinn minn tekur ekki við því).
Ég skal svara spurningum ef þið hafið einhverjar sérstakar. Annars get ég ekki annað en sagt að ég sé mjög sáttur við þetta (hafði ekki háar væntingar þar sem þetta er hálfgerð frumraun á íslandi). Get ekki beðið eftir að sjá boltann í þessu
Ég verð að segja að þetta kom mér velá óvart. Ég var strax í svartsýni minni búinn að gera ráð fyrir að Digital Ísland myndu nú einhvernveginn klúðra þessu með annaðhvort ömurlegu bitratei og/eða ömurlegum codecum (ég hafði heyrt MPEG2-HD einhversstaðar.. ojjj).
Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að útsendingin er send út í 1080i (1920x1088) og er send út í H264 sem er án ef besti HD codecinn (ásamt VC1). Discovery HD leit frábærlega út á HD sjónvarpinu mínu (sem er 32" 720P Philips tæki).
Einnig er ég ánægður með að SD rásirnar koma betur út á þessu myndlykli en gamla gráa draslinu frá Digital Ísland. Skýrari mynd (ekkert HD samt), betri litir og er það sennilega að þakka að ég get notað HDMI outputtið á afruglaranum en á gamla varð ég að notast við Composite (gat ekki notað SCART vegna þess að heimabíómagnarinn minn tekur ekki við því).
Ég skal svara spurningum ef þið hafið einhverjar sérstakar. Annars get ég ekki annað en sagt að ég sé mjög sáttur við þetta (hafði ekki háar væntingar þar sem þetta er hálfgerð frumraun á íslandi). Get ekki beðið eftir að sjá boltann í þessu
-
- Vaktari
- Póstar: 2542
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 43
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Vill benda þér á að útsendingin er ekki send út native í 1080i heldur uppsköluð í 1080i
En já þetta kemur asskoti vel út.
Og fótboltinn er bara öskrandi snilld í HD
En já þetta kemur asskoti vel út.
Og fótboltinn er bara öskrandi snilld í HD
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
ÓmarSmith skrifaði:Vill benda þér á að útsendingin er ekki send út native í 1080i heldur uppsköluð í 1080i
En já þetta kemur asskoti vel út.
Og fótboltinn er bara öskrandi snilld í HD
Takk fyrir upplýsingarnar. Þetta eru semsagt 720p útsendingar sendar út í 1080i.. meikar svosem sens þar sem 1080p tæki eru sífellt að lækka í verði. Ekki það að ég myndi samt nokkurntímann sjá mun á 1080i og 720p í 32" tæki
En já, ég hlakka hrikalega til að sjá boltann
Líka annar plús, að þessi nýji afrugalari rebootar sér ekki á tveggja tíma fresti eins og hitt helvítis draslið sem þeir voru með. Maður þorði varla að snerta fjarstýringuna meðan á leik stóð því maður gat allt eins átt von á að fá grænan skjá og svo reboot frá draslinu.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
faraldur skrifaði:Varst líklega að fá of sterkt merki inná gamla, hefði lagast ef þú hefðir verið með deyfilið sem fæst hjá þessum helstu sjónvarpsverslunum eins og Sjónvarpsmiðstöðinni, Heimilistækum o.fl.
WTF.... of sterkt merki my ass. Gerðist í báðum íbúðunum sem ég hef verið með hann í og í þeirri fyrri var sjónvarpsmerkið ekki upp á marga fiska. Þetta hefur þá verið að plaga ansi marga þar sem ég veit ekki um neinn sem hefur aldrei átt í vandræðum með gamla Digital Ísland myndlykilsdraslið.
Hvernig stendur á því að þessi afruglari er eina tækið sem höndlar þetta ekki. Eitthvað segir mér að það að kenna of sterku merki um sé að kenna vitlausu atriði um vandann.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:faraldur skrifaði:Varst líklega að fá of sterkt merki inná gamla, hefði lagast ef þú hefðir verið með deyfilið sem fæst hjá þessum helstu sjónvarpsverslunum eins og Sjónvarpsmiðstöðinni, Heimilistækum o.fl.
WTF.... of sterkt merki my ass. Gerðist í báðum íbúðunum sem ég hef verið með hann í og í þeirri fyrri var sjónvarpsmerkið ekki upp á marga fiska. Þetta hefur þá verið að plaga ansi marga þar sem ég veit ekki um neinn sem hefur aldrei átt í vandræðum með gamla Digital Ísland myndlykilsdraslið.
Hvernig stendur á því að þessi afruglari er eina tækið sem höndlar þetta ekki. Eitthvað segir mér að það að kenna of sterku merki um sé að kenna vitlausu atriði um vandann.
var þannig hjá mér, var með 100% merki inn og það var basicly of mikið fyrir þetta drasl til að höndla, vertu bara sáttur að þurfa ekki að standa í skítamixum eins og ég er að standa í núna
Starfsmaður @ IOD
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
faraldur skrifaði:var þannig hjá mér, var með 100% merki inn og það var basicly of mikið fyrir þetta drasl til að höndla, vertu bara sáttur að þurfa ekki að standa í skítamixum eins og ég er að standa í núna
Believe me, ég er meira en sáttur við nýja afruglarann. Minna snúruflóð (nammi HDMI) og töluvert betri mynd og engin reboot.
Félagi minn fékk sér háskerpugaurinn bara til að losna við þessi reboots og leiðindi. Hann er ennþá með túbusjónvarp (ætlar að upgradea í HD snemma á næsta ári).
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
gumol skrifaði:Stebet skrifaði:(nammi HDMI)
Óneitanlega mjög lítið og nett. Verst hvaða áhrif það mun hafa þegar margir verða komnir með þetta.
Útgefendur hafa alltof mikla stjórn á afþreiingarefninu núþegar.
Hvaða stjórn ættu þeir að hafa með HDCP aðra en að þetta er encrypted merki?
Athugaðu líka að HDMI er ekki sama og HDCP. Það eru fullt af tækjum með HDMI sem supporta ekki HDCP.
Þetta er nú ekki meiri stjórn en það að þú getur ekki "sniffað" digital merkið af kaplinum.
Ef þú vilt endilega geta kóperað dótari af HDMI þá er hægt að fá HDMI -> Component breytir sem inniheldur HDCP chip . Þá ertu að vísu að converta úr digital í analog og grabba þannig en það er samt hægt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:gumol skrifaði:Stebet skrifaði:(nammi HDMI)
Óneitanlega mjög lítið og nett. Verst hvaða áhrif það mun hafa þegar margir verða komnir með þetta.
Útgefendur hafa alltof mikla stjórn á afþreiingarefninu núþegar.
Hvaða stjórn ættu þeir að hafa með HDCP aðra en að þetta er encrypted merki?
Athugaðu líka að HDMI er ekki sama og HDCP. Það eru fullt af tækjum með HDMI sem supporta ekki HDCP.
Þetta er nú ekki meiri stjórn en það að þú getur ekki "sniffað" digital merkið af kaplinum.
Ef þú vilt endilega geta kóperað dótari af HDMI þá er hægt að fá HDMI -> Component breytir sem inniheldur HDCP chip . Þá ertu að vísu að converta úr digital í analog og grabba þannig en það er samt hægt.
Hann er, held ég, að tala um markaðsráðandi stöður framleiðendur þáttanna.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Stebet:
Geturðu nokkuð kannað fyrir mig hvort afruglarinn geti sent út í gegnum HDMI og Component tengin á sama tíma?
Ég náði mér í svona í dag, en get ekki prufað þetta þar sem sjónvarpið mitt er bara með component, en skjávarpinn er með HDMI en ég á ekki 10 metra langa HDMI snúru til að tengja hann við afruglarann
Langar að fá á hreint hvort ég geti þá haft sjónvarpið tengt við hann með component og varpann með HDMI og að það virki án þess að ég þurfi alltaf að fara í eitthvað setup og skipta á milli :S
Geturðu nokkuð kannað fyrir mig hvort afruglarinn geti sent út í gegnum HDMI og Component tengin á sama tíma?
Ég náði mér í svona í dag, en get ekki prufað þetta þar sem sjónvarpið mitt er bara með component, en skjávarpinn er með HDMI en ég á ekki 10 metra langa HDMI snúru til að tengja hann við afruglarann
Langar að fá á hreint hvort ég geti þá haft sjónvarpið tengt við hann með component og varpann með HDMI og að það virki án þess að ég þurfi alltaf að fara í eitthvað setup og skipta á milli :S
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
hagur skrifaði:Stebet:
Geturðu nokkuð kannað fyrir mig hvort afruglarinn geti sent út í gegnum HDMI og Component tengin á sama tíma?
Ég náði mér í svona í dag, en get ekki prufað þetta þar sem sjónvarpið mitt er bara með component, en skjávarpinn er með HDMI en ég á ekki 10 metra langa HDMI snúru til að tengja hann við afruglarann
Langar að fá á hreint hvort ég geti þá haft sjónvarpið tengt við hann með component og varpann með HDMI og að það virki án þess að ég þurfi alltaf að fara í eitthvað setup og skipta á milli :S
Hmm.. ég er nokkuð viss um að hann geti það. Hef ekki prófað samt. Allavega sá ég ekki neitt svona output-selection dótarí í menuinu á honum og HDMI virkaði bara out-of-the-box. Þurfti ekki að stilla neitt.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
CendenZ skrifaði:Stebet skrifaði:CendenZ skrifaði:Hann er, held ég, að tala um markaðsráðandi stöður framleiðendur þáttanna.
Gæti verið. Ég skil bara ekki hvernig það tengist á nokkurn hátt við HDMI....
Þú ert líka bara end user
Heheh. Samt sem áður skil ég ekki hvað hann er að fara. HDMI kemur framleiðslu á efni ekki nokkrun skapaðann hlut við
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:hagur skrifaði:Stebet:
Geturðu nokkuð kannað fyrir mig hvort afruglarinn geti sent út í gegnum HDMI og Component tengin á sama tíma?
Ég náði mér í svona í dag, en get ekki prufað þetta þar sem sjónvarpið mitt er bara með component, en skjávarpinn er með HDMI en ég á ekki 10 metra langa HDMI snúru til að tengja hann við afruglarann
Langar að fá á hreint hvort ég geti þá haft sjónvarpið tengt við hann með component og varpann með HDMI og að það virki án þess að ég þurfi alltaf að fara í eitthvað setup og skipta á milli :S
Hmm.. ég er nokkuð viss um að hann geti það. Hef ekki prófað samt. Allavega sá ég ekki neitt svona output-selection dótarí í menuinu á honum og HDMI virkaði bara out-of-the-box. Þurfti ekki að stilla neitt.
Já, þá virkar þetta pottþétt, því að component virkaði "out-of the box" hjá mér, og ég sá einmitt engar slíkar stillingar heldur
Takk fyrir þetta.
Þá er næsta skref bara þetta http://www.hataekni.is/vorur/hljomtaeki ... ar/pnr/600
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
emmi skrifaði:Hvað kostar leigan á mánuði á þessum lykli miðað við þennan gamla?
Þessi kostar 990 krónur á mánuði fram að 5. des minnir mig og þá færðu Discovery HD innifalið með. Eftir það kostar þetta 1199 minnir mig.
Svo geturðu líka borgað 1490 ef ég man rétt og fengið DiscoveryHD + Sýn 2 HD (Ef þú ert áskrifandi af Sýn 2).
Mér persónulega finnst þetta ekki svo dýrt, þar sem ég var nú þegar að leigja upptökumyndlykil af þeim fyrir 990 kall á mánuði, en aðallega vegna þess að hann var með S-Video out sem ég þurfti til að tengja við skjávarpann.
Svo skilaði ég honum, fékk HD afruglara í staðinn og tvær HD stöðvar og get notið þess að vera með HDMI í varpann og component í sjónvarpið, fyrir nánast sama pening og ég var að borga áður, þannig að ég persónulega kvarta ekki.
Svo er ég ekki frá því að það sé rétt sem Stebet sagði, SD rásirnar virka heldur skýrari og betri í þessum afruglara m.v. þá gömlu. Hvort sem það sé minni þjöppun að þakka eða því að núna er ég með component í staðinn fyrir S-video og SCART-RGB skal ég ekki segja. Þar að auki er nýi myndlykillinn mun flottari í útliti en sá gamli.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:Heheh. Samt sem áður skil ég ekki hvað hann er að fara. HDMI kemur framleiðslu á efni ekki nokkrun skapaðann hlut við
Getur vel verið að ég sé að misskilja þetta, en ég skil þetta allavega þannig að Stöð 2 geti td. stillt þetta þannig að þeir sendi merkið bara út í fullri upplausn útúr afruglaranum ef það þekkir tækið sem tekur við merkinu og getur treyst því að það sé ekki hægt að nota það til að td. taka upp það sem verið er að spila ef Stöð 2 stillir útsendinguna þannig. Þá myndi það líka minka gæðin á öðrum portum og þú yrðir að nota HDMI portið með samþykktu tæki ef þú vildir sjá útsendinguna í fullum gæðum.
Ég er ekki að segja að þetta muni verða svona strax, þvert á móti myndi þetta ekki vera gert fyrr en sem flestir væru búnir að fjárfesta í svona. Þá gæti td. útgefandi myndar krafist þess að Stöð 2 gerði það að verkum að það væri ómögulegt að taka upp kvikmynd, þátt eða hvaðeina þegar þeir sendu það út, að öðrum kosti fengu þeir það ekki.
En eins og ég sagði getur vel verið að ég sé að rugla einhverju saman og að þetta sé alls ekki möguleiki þegar þú ert að nota svona afruglara, en ég er nokkuð viss um að þetta eigi við um HD-DVD og Blueray spilara.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
gumol skrifaði:Stebet skrifaði:Heheh. Samt sem áður skil ég ekki hvað hann er að fara. HDMI kemur framleiðslu á efni ekki nokkrun skapaðann hlut við
Getur vel verið að ég sé að misskilja þetta, en ég skil þetta allavega þannig að Stöð 2 geti td. stillt þetta þannig að þeir sendi merkið bara út í fullri upplausn útúr afruglaranum ef það þekkir tækið sem tekur við merkinu og getur treyst því að það sé ekki hægt að nota það til að td. taka upp það sem verið er að spila ef Stöð 2 stillir útsendinguna þannig. Þá myndi það líka minka gæðin á öðrum portum og þú yrðir að nota HDMI portið með samþykktu tæki ef þú vildir sjá útsendinguna í fullum gæðum.
Ég er ekki að segja að þetta muni verða svona strax, þvert á móti myndi þetta ekki vera gert fyrr en sem flestir væru búnir að fjárfesta í svona. Þá gæti td. útgefandi myndar krafist þess að Stöð 2 gerði það að verkum að það væri ómögulegt að taka upp kvikmynd, þátt eða hvaðeina þegar þeir sendu það út, að öðrum kosti fengu þeir það ekki.
En eins og ég sagði getur vel verið að ég sé að rugla einhverju saman og að þetta sé alls ekki möguleiki þegar þú ert að nota svona afruglara, en ég er nokkuð viss um að þetta eigi við um HD-DVD og Blueray spilara.
Þú ert að misskilja
Það sem þú ert að tala um er þessi víðfrægi ICT (Image Constraint Token). Hann er hlutu af AACS sem er copy-protectionið schemeið á Blu-Ray og HD DVD en kemur HDMI lítið við annað en að hann treystir HDMI því það er "encrypted path" og er því ekki í gildi á HDMI tengingum
ICT er b.t.w ekki notaður á neinum HD DVD eða Blu Ray diskum ennþá að mér skilst. í Blu-Ray og HD DVD speccunum segir að ef þessi ICT token sé til staðar verði að "downscalea" ef merkið fer yfir non-HDCP tengingu. Hins-vegar MÁ senda út í fullri uplausn ef þessi token er ekki til staðar en pappakassar eins og Power DVD og WinDVD kjósa að spila ekki ef það er ekki HDCP alla leið sem er ótrúlega heimskulegt því bara frekar nýlegir skjáir eru með HDCP.
Held ég geti fullyrt að flestir standalone HD DVD og Blu-Ray spilarar downscalea ekki neitt sama hvort spilað er yfir HDMI eða Component.
Það er til svipaður token fyrir digital útsendingar sem á að banna tækjum að taka upp efni sem er sent út með þeim token (einhver copy protection bit) en það er hluti af digital útsendingartækninni en kemur HDMI lítið við.
HDMI er lítið annað en DVI-D + digital audio + encryption
Annars skil ég vel að menn verði ruglaðir á þessu. Bæði er búið að bulla svo mikið um þetta á netinu og svo eru þetta grilljón skammstafanir og tækniatriði sem virðast renna saman í eitt.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Núna held ég að þú sért aðeins að misskilja það sem ég sagði.
Ég var ekki að meina að þessi tækni sé búin til og eigi sér stað eingöngu í kaplinum sjálfum, heldur er ég að segja að tilvist kapallsins gerir það að verkum að það verður hægt að nota hana, ef hann væri ekki til væri þetta ekki hægt. Auðvitað er þetta algjörlega fáránleg röksemdafærsla ef við værum að tala um að það ætti að banna þessa kapla, og vafasamt að nota hana til að mæla með því að fólk kaupi eitthvað annað, mér finnst bara mikilvægt að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa.
Útgefendur hafa ekki sett takmörkunina á þarsem tæknin er ekki orðin það útrbreidd ennþá, þeir sjá ekki fram á að geta hagnast eins mikið á sölu diska sem virka bara á "traustverðum" kerfum. En það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það um leið og þeir telja sig geta það án þess að salan minki of mikið.
Ég var ekki að meina að þessi tækni sé búin til og eigi sér stað eingöngu í kaplinum sjálfum, heldur er ég að segja að tilvist kapallsins gerir það að verkum að það verður hægt að nota hana, ef hann væri ekki til væri þetta ekki hægt. Auðvitað er þetta algjörlega fáránleg röksemdafærsla ef við værum að tala um að það ætti að banna þessa kapla, og vafasamt að nota hana til að mæla með því að fólk kaupi eitthvað annað, mér finnst bara mikilvægt að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa.
Útgefendur hafa ekki sett takmörkunina á þarsem tæknin er ekki orðin það útrbreidd ennþá, þeir sjá ekki fram á að geta hagnast eins mikið á sölu diska sem virka bara á "traustverðum" kerfum. En það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það um leið og þeir telja sig geta það án þess að salan minki of mikið.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 424
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
gumol skrifaði:Núna held ég að þú sért aðeins að misskilja það sem ég sagði.
Ég var ekki að meina að þessi tækni sé búin til og eigi sér stað eingöngu í kaplinum sjálfum, heldur er ég að segja að tilvist kapallsins gerir það að verkum að það verður hægt að nota hana, ef hann væri ekki til væri þetta ekki hægt. Auðvitað er þetta algjörlega fáránleg röksemdafærsla ef við værum að tala um að það ætti að banna þessa kapla, og vafasamt að nota hana til að mæla með því að fólk kaupi eitthvað annað, mér finnst bara mikilvægt að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa.
Útgefendur hafa ekki sett takmörkunina á þarsem tæknin er ekki orðin það útrbreidd ennþá, þeir sjá ekki fram á að geta hagnast eins mikið á sölu diska sem virka bara á "traustverðum" kerfum. En það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það um leið og þeir telja sig geta það án þess að salan minki of mikið.
Verð að segja að ég er ekki að ná þessari röksemdafærslu. Það er enginn munur á að nýta þennan kapal í þetta og að notast við ljósleiðara eða whatever og senda encrypted merki yfir digital snúru.
HDMI er eins og ég sagði, ekkert annað en DVI-D + meiri bandvídd en áður fyrir Digital Audio (allt upp í að höndla 8 rása PCM hljóð).
Meðan það eru til digital kaplar þá verður alltaf hægt að senda encrypted merki yfir þá á einn hátt eða annann. HDMI einn og sér kemur copy protectioni ekkert við.
Þetta er eins og að kenna póstinum um að leyniskjöl fari milli aðila með ábyrgðarpósti.
Ég hins vegar leyfi mér að efast um að þessi ICT token verði settur í gang. Miðað við lætin sem eru í gangi gagnvart nánast öllu DRMi þessa dagna og að menn séu að taka upp unprotected sölu á hljóði (AAC og mp3) þá mun það bitna allsvakalega á sölu þeirra sem verða fyrstir að setja þetta á.