Ég verð að segja að þetta kom mér velá óvart. Ég var strax í svartsýni minni búinn að gera ráð fyrir að Digital Ísland myndu nú einhvernveginn klúðra þessu með annaðhvort ömurlegu bitratei og/eða ömurlegum codecum (ég hafði heyrt MPEG2-HD einhversstaðar.. ojjj).
Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að útsendingin er send út í 1080i (1920x1088) og er send út í H264 sem er án ef besti HD codecinn (ásamt VC1). Discovery HD leit frábærlega út á HD sjónvarpinu mínu (sem er 32" 720P Philips tæki).
Einnig er ég ánægður með að SD rásirnar koma betur út á þessu myndlykli en gamla gráa draslinu frá Digital Ísland. Skýrari mynd (ekkert HD samt), betri litir og er það sennilega að þakka að ég get notað HDMI outputtið á afruglaranum en á gamla varð ég að notast við Composite (gat ekki notað SCART vegna þess að heimabíómagnarinn minn tekur ekki við því).
Ég skal svara spurningum ef þið hafið einhverjar sérstakar. Annars get ég ekki annað en sagt að ég sé mjög sáttur við þetta (hafði ekki háar væntingar þar sem þetta er hálfgerð frumraun á íslandi). Get ekki beðið eftir að sjá boltann í þessu
