Torrent.is að ganga of langt?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Torrent.is að ganga of langt?

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Okt 2007 22:55

Hvað finnst ykkur um þetta?
Eru þeir ekki að gefa rétthöfum höggstað á sér? Með því að selja aðgang að höfundavörðu efni??

Svo finnst mér þessi klaus svoltið spes...
Það kostar 60þúsund á ári að "fá forgang"...

Síðan er í boði pakki sem kallast “Áhyggjulaus mánuður” en innifalið í honum er varan “Engið bið”, ótakmarkaður hólfafjöldi og síðan munu hlutföllin standa í stað. Þessi pakki er á 5.000 krónur á mánuði !!!!.
Viðhengi
istorrent.jpg
istorrent.jpg (501.39 KiB) Skoðað 3280 sinnum




andrig
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 14. Júl 2004 21:33
Reputation: 0
Staðsetning: Ártún
Staða: Ótengdur

Pósturaf andrig » Mið 03. Okt 2007 22:57

alveg fáranlegt, maður borgar ekki fyrir að nota torrent, það er ástæðan fyrir því að maður notar torrent.


email: andrig@gmail.com

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Mið 03. Okt 2007 23:05

rosalega gráðugir.

ég borga uþb. 30 dollara á ári fyrir torrent síður, stóru síðurnar..


800 kbsec.. sem ég hef aldrei fengið á þessu istorrent rugli.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 03. Okt 2007 23:05

Alveg hreint fáranlegt og hverjum dettur í hug að borga 5000kr fyrir svona lagað.
Finnst fínt þegar síður eru að biðja kannski um donations uppá 10-15 dollara en allt yfir það er alltof mikið og á engan rétt á sér.

Mjög hlyntur því að gefa fólki pening sem gefur út top-notch open source eða frí forrit.




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 03. Okt 2007 23:09

Maður fær kjánahroll við að lesa þetta. :lol:

Verð samt að hrósa stjórnendum Istorrent fyrir að sjá sér leik á borði og ætla að moka inn peningum án þess þó að drepa niður torrent samfélagið á Íslandi. :twisted:

Let's face it, það eru amk 15.000 notendur skráðir á vefinn (kannski helmingur þeirra virkur, ef svo mikið), einhver hluti þeirra bara hlýtur að vilja borga fyrir þessa „þjónustu“.

En annars er Istorrent ekkert að gefa rétthöfum meiri höggstað á sér en þeir hafa gefið, þar sem þeir eru ekki að selja efnið (né aðgang að því), heldur bara forréttindi á vefnum (sem er ekkert endilega ætlaður höfundarréttarvörðu efni, eða allavega opinberlega).




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 03. Okt 2007 23:49

Ég er algjörlega á móti þessu.. ég meina vá það er ekki erfitt að ná upp buffer á istorrent afhverju að kaupa deilimagn?
Og það að nú sé ekki lengur bannað heldur fær maður bara lengri bið tíma.. get ég semsagt núna byrjað að svindla á fullu og svo keypt mér bara styttri biðtíma og þá er alltí k ?
Þetta er nú meira ruglið

og Candez, hvaða síðu ertu að borga 30$ á ári fyrir? sct?



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fim 04. Okt 2007 00:28

Úff, eins og istorrent hafi ekki verið nógu slöpp fyrir.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 04. Okt 2007 00:47

Það er enginn neyddur til að kaupa þessa þjónustu. Þeir þurfa bara ekki styrkina jafnmikið lengur svo þeir ætla að gefa fólki frekar eitthvað í staðinn fyrir peninginn sem það gefur, því VIP staðan sem hlaust upphaflega með styrk var orðinn frekar gagnslaus.

Annars er ég sammála því að þetta er á gráu svæði.


count von count


hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 04. Okt 2007 00:49

CendenZ skrifaði:rosalega gráðugir.

ég borga uþb. 30 dollara á ári fyrir torrent síður, stóru síðurnar..


800 kbsec.. sem ég hef aldrei fengið á þessu istorrent rugli.


og já, ef það eru í kringum 200-300 deilendur eða fleiri þá ég alla vega frekar auðvelt með að fá 800 ksec, og ég þekki aðra sem að taka undir þetta. Þetta á yfirleitt við um vinsælustu þættina eins og Prison Break og Heroes og fleiri. Mesti hraði sem ég hef fengið var rétt yfir 1 mb/s


count von count

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fim 04. Okt 2007 09:47

hallihg skrifaði:
CendenZ skrifaði:rosalega gráðugir.

ég borga uþb. 30 dollara á ári fyrir torrent síður, stóru síðurnar..


800 kbsec.. sem ég hef aldrei fengið á þessu istorrent rugli.


og já, ef það eru í kringum 200-300 deilendur eða fleiri þá ég alla vega frekar auðvelt með að fá 800 ksec, og ég þekki aðra sem að taka undir þetta. Þetta á yfirleitt við um vinsælustu þættina eins og Prison Break og Heroes og fleiri. Mesti hraði sem ég hef fengið var rétt yfir 1 mb/s


metið mitt er 1.2mb/s á istorrent og ég er búinn að vera í ca. viku að leecha þarna. Vinsæl torrent gefa meiri hraða oftast :)


Starfsmaður @ IOD


elfmund
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 08. Sep 2006 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf elfmund » Fim 04. Okt 2007 13:53

jæja.... þar fór istorrent yfir strikið

getið kvatt þessa síðu núna :)




wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Fim 04. Okt 2007 14:58

Þetta er tómt rugl síðurnar úti eru þúsund sinnum betri og þar
er nóg að gefa bara donations öðru hvoru og hafa gott ratio :)




Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Pósturaf Haddi » Fim 04. Okt 2007 15:12

Þetta er nú meira ruglið..




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Okt 2007 16:30

Ég sé ekki alveg hvað er að þessu? Þetta hefur engin áhrif flesta. Þetta er það dýrt að það mun enginn vera með þetta mánuð eftir mánuð.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 04. Okt 2007 16:50

Held að mesta áhættan sé, að nú er hann kominn með "fyrirtæki", "rekstur", "hagnað" inn í dæmið. Honum hefur tekist að halda torrent.is undir radarnum með útúrsnúningum og tilvísun til laganna, um sönnunarbyrði þess sem þykist eiga höfundarrétt á því efni sem er dreift. Það fer þó ekki á milli mála að torrent.is starfar á 100% ólöglegum forsendum. En nú þegar peningar eru komnir inn í dæmið, eins og alltaf þegar peningar eru á borðinu, þá munu hagsmunaaðilar (SMÁÍS, Stef, Microsoft etc.) ekki hika við að negla vefinn, nú þegar peningar geta farið að rúlla inn beinlínis og eingöngu vegna dreifingu á stolnu efni.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Okt 2007 17:07

Er hægt að sýna fram á að Istorrent starfi á ólöglegum forsendum? Hvað eru þeir að gera rangt?

Þeir eru ekki að dreifa neinu "ólöglegu efni" sjálfir, notendurnir gera það. Þeir eru ekki að gera kröfur um að notendurnir dreifi "ólöglegu efni", það er hægt að nota þetta með "löglegu efni".

Hvaða lög og lagagreinar er Istorrent að brjóta?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Fim 04. Okt 2007 17:20

Nákvæmlega sömu útúrsnúningar og Kjarrval hjá torrent.is beitir ;-) Þegar peningar eru beinlínis í húfi þá eru ágætis líkur á að lögfræðingar hakki þetta í sig.

Það er ekki að ástæðulausu sem thepiratebay, oink og fleiri neyddust á endanum til að flytja sig um setur. Við sjáum hvað gerist.




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Fim 04. Okt 2007 17:22

Málið er samt að það er enginn að borga fyrir aðgang að ólöglegu efni, heldur einungis „hærri status“ á síðu sem er ekki endilega gerð fyrir ólöglegt efni (alls ekki gerð fyrir ólöglegt efni ef Kjartan er að tala við saksóknara). :D




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Okt 2007 17:23

kiddi skrifaði:Þegar peningar eru beinlínis í húfi þá eru ágætis líkur á að lögfræðingar hakki þetta í sig.

Þeir verða að geta sýnt fram á að þetta sé anstætt lögum eða ekki í lagi samkvæmt öðrum réttarheimildum til að svo sé, verður gaman að fylgjast með því ef þeir fara í mál.

Ég held það sé ekki ennþá búið að ákæra í DC málinu. Afhverju ætli það sé?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 04. Okt 2007 17:30

gumol skrifaði:Ég held það sé ekki ennþá búið að ákæra í DC málinu. Afhverju ætli það sé?

Kannski af því að þar voru ekki peningar í spilinu???
Og því ekki hægt að sýna fram á ásetning í hagnaðarskyni.

Annars er útilokað að vita hvernig þetta fer...en ég er nokkuð viss að þetta hreyfir við fólki...
Og það eru pottþétt hagsmunamenn búnir að lesa þessa þræði okkar og farnir að spá i næsta útspil.




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 04. Okt 2007 23:48

Kjarrval er í góðu sambandi við sína lögfræðinga held ég..


count von count


cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Fös 05. Okt 2007 02:04

Það er alveg með ólíkindum hvað það þarf að breyta lögunum lítið til þess að Torrent.is sé jafn ólögleg og að stela geisladisk í Skífunni.

Núna getur SMÁÍS sett málið upp þannig að það sé beilínis verið að selja framhjá þeim sem gera tónlistina/myndirnar á mikið lægra verði.

Þetta rústar öllu fyrir komandi torrent samfélögum, ekki bara Torrent.is.
Síðast breytt af cue á Fös 05. Okt 2007 12:45, breytt samtals 1 sinni.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 05. Okt 2007 08:40

Þetta er sorglegt.

Nánast jafn sorglegt og Stjórnendur á Torrent.is


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Fös 05. Okt 2007 13:40

Ég vil taka það fram að ég er ekki hlyntur því að neita afraksturs einhverrar vinnu án þess að borga fyrir hana. Kaupi alla mína tónlist á vefum eins og iTunes, djdownload.com etc. Nota torrent eingögngu til að nálgast eitthvað sem mainstream verzlanir eru ekki með.

Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að það er álíka gáfulegt að kenna istorrent um ólöglegt niðurhal og Vodafone. Torrent er tækni fyrir "fast and efficient filesharing"....file sharing ekkert bara mp3 sharing... hefur ekkert með ólöglegt niðurhal á tónlist að gera. Ef istorrent sem er samfélag sem "útfærir" (for a lack of a better word) tæknina og gerir hana aðgengilega fyrir almennan notanda afhverju er þá fyrirtæki eins og Vodafone og Hive ekkert kært fyrir það að starfrækja routera sem miðla umferðinni sem er einn mikilvægur hlekkur í þessu öllu saman. Álíka gáfulegt að kenna byssu um morð en ekki manninum sem tók í gikkinn.

Hvort að istorrent gaurarnir hafi hinsvegar sett þetta upp til þess eins að græða ólöglegu tónlistarniðurhali en ekki bara gera torrent tæknina "publicly available" er allt annar handleggur....en afar erfitt að sanna held ég.

Almennt er ég þó þeirrar skoðunnar að tilkoma ólöglegs niðurhals er afturhaldssemi og græðgi í stóru plötuútgefendunum/dreifingaraðilum sem neita að sætta sig við nýja tíma þar sem þeir stjórna öllu frá a til ö. Eins og kvikmyndafyrirtækin sem vilja ennþá að þetta sé þannig að 1) mynd kemur í bíó 2) 6 mánuðum seinna á videoleigur 3) 6 mánuðum seinna til sölu 4) 12 mán seinna í sjónvarp osfrv.

Með tilkomu nýrrar tækni (t.d. torrent) þá er almenningur bara ekki að kaupa þetta, vill frekar "content on-demand" og ég er þeirrar skoðunar að þessi fyrirtæki ættu frekar að koma sér upp nýjum leiðum til að afla tekna í ljósi nýrra tíma. En þetta er önnur umræða.

En hver sá sem heldur að hann eigi bara að fá að downloda tónlist frítt....bara af því bara....hann er bara sillí í mínum augum.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Okt 2007 14:50

djjason góðir punktar...
Rökin með virkar og rökin á mótii líka, auðvitað má spyrja sig hvort þeir sem selja tengingarnar séu þá ekki sekir líka...
Og svo eins og þú nefnir með þá sem öllu vilja ráða...þegar það kostar orðið fimm þúsund krónur að fara í sunnudagsbíó með börnin og kaupa popp og kók þá er eitthvað að.
Spurning hvort það sé ekki hin eiginlega glæpastarfsemi?