corflame skrifaði:Haddi, rólegur á attitudeinu, komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
Ef þú ert kurteis við hina, en þeir ekki við þig, þá sést strax hver hefur hvað til síns máls.
Annars eiga allir sína slæmu daga, þá er bara að segja það svo menn geti tekið tillit til þess.
Ég hef ekki gert neitt annað en reynt að koma vel fram við notendur síðunnar. Og mér þykir mjög leitt hvernig sumir túlka það..
Í þann tíma sem ég hef setið sem stjórnandi vaktarinnar hef ég eytt heilu dögunum í að gera hana að betri stað. Kannski hef ég gert eitthvað sem aðrir stjórnendur vildu ekki gera vegna þess að þeir vissu að áhorfið væri neikvætt. En ég get ekki alveg verið sammála um að vaktin hafi farið aftur á þessum tíma, hún fór verulega aftarlega þegar spamflóðið setti strik í reikninginn hérna um daginn.
Þar sem ég er ekki lengur stjórnandi vaktarinnar hef ég engin völd til þess að skipta mér að gangi mála á vaktinni en ég rétt vona að nú geti notendur andað rólega. Sjálfur hef ég ekkert á móti ábendingum og ályktunum á verkum mínum á vaktinni en mér finnst leiðinlegt að fá skítaköst í minn garð án nokkurra ábendinga. Mér finnst alveg réttlátt að "öldungar" fái að hafa eitthvað um málið að segja en mér finnst að það eigi að fara fram á stjórnarspjallinu og svo má byrja með því að benda mér á það, ekki henda skítaköstum á mig.
Fyrsta kommentið eftir að ég lagfærði reglurnar (sem hefur verið á dagskrá í allnokkurn tíma) :
Birkir skrifaði:Engin leiðindi..
En nennirðu að hætta að skipta um notendanafn eins og nærbuxur?
Og annað.. Þú segir að reglurnar hafi verið bæði skrifaðar og samþykktar, þá reikna ég með því að þú hafir skrifað þær, en hver var það svo sem samþykkti þær (og væntanlega yfirfór þær)?
Mér sárnaði að lesa þetta..
En over and out.