Ég er með Sparkle GeForce MX440 (úr Tölvuvirkni - snilldarverslun). Það er lítil vifta á kortinu. Málið er að þetta litla kvikindi gefur frá sér leiðinda suð, sem ég heyri það vel því tölvan er að öðru leyti hljóðlaus (svo til).
Hefur einhver hugmynd um hver hitinn má vera á þessu? Ég er með hitamæli tengdan við heatsink-ið (sem er í minna lagi - svipað og var á 486 örrunum hérna í gamla daga ca.). Er málið bara að kippa þessu úr sambandi og sjá?
Ég er ekki að keyra neina 3D leiki, mest að horfa á myndir og kannski smá sjónvarp. Einstaka AutoCAD verkefni.
Allar upplýsingar vel þegnar.
Vifta úr sambandi - má það?
-
- Nörd
- Póstar: 148
- Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
- Reputation: 0
- Staðsetning: rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
ég sleit viftuna af mínu msi geforce 440mx korti fyrir sirka mánuði síðan, tölvan hefur verið svo að segja í gangi síðan, engin vandræði. það eina sem blæs lofti úr kassanum er psu-ið en ég tók samt session á kassanum og lokaði fyrir öll göt nema þau sem eru nálægt HD og skjákortinu í von um að lofti sogist þar inn...
skjákortið mitt er með tv-in og tv-out og ég horfi töluvert á tv-in og bíómyndir í henni og skjákortið virðist alveg höndla þetta - heatsinkið er samt frekar heitt, ég get ekki haldið fingrinum við það nema í nokkrar sek.
skjákortið mitt er með tv-in og tv-out og ég horfi töluvert á tv-in og bíómyndir í henni og skjákortið virðist alveg höndla þetta - heatsinkið er samt frekar heitt, ég get ekki haldið fingrinum við það nema í nokkrar sek.
coffee2code conversion
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 81
- Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
°°gummi°° skrifaði:ég sleit viftuna af mínu msi geforce 440mx korti
Þú tókst viftuna semsagt af? Væntanlega ekki það sniðugasta að hafa hana á - hár hiti og plast fara víst illa saman hef ég heyrt.
Btw. Kannski henda því með hérna, er einhver sem hefur skipt um hliðarviftuna á Dragon kassa? Er málið að nota afl eða er einhver tækni betri en önnur?
enypha
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár