Verðþróun á diskum...


Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Verðþróun á diskum...

Pósturaf FrankC » Þri 10. Apr 2007 17:57

Sælir...

Ég man þegar 300gb voru stærstu diskarnir á markaðnum, og kostuðu yfir 30þús. Núna eru 750gb diskarnir í þessu sæti. Þróunin virðist alltaf vera þannig að stærstu diskarnir eru næstum 2x dýrari en næstu fyrir neðan, og eru yfirleitt í kringum 30þús (af því sem ég hef séð amk)...

Vill einhver koma með gisk um hvenær 1tb diskarnir koma á markað, og hversu fljótt eftir það 750gb fara undir 20 þús.

Mig vantar disk á morgun, og tími ekki að borga 2x verðið á 500gb fyrir 750gb, svo ég tek bara 500gb núna, en ég væri til í að geta keypt 2x750 diska í sumar á e-ð vel undir 20þús, er það raunhæft?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Apr 2007 18:47

1Tb er til.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Pósturaf Cikster » Þri 10. Apr 2007 19:14

Capacity: 1 TB (With paired 500 GB drives, preconfigured as a RAID 0)

Þannig að þetta er ekki beint 1 TB diskur :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Apr 2007 19:28

Cikster skrifaði:Capacity: 1 TB (With paired 500 GB drives, preconfigured as a RAID 0)

Þannig að þetta er ekki beint 1 TB diskur :)

Ég vissi að einhver myndi reka augun í þetta og skemma stemninguna :D



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Þri 10. Apr 2007 20:05

GuðjónR skrifaði:1Tb er til.

Já það er Til 1TB drif þótt það sé ekki alveg komið í almenna sölu hægt er að lesa um það Hér! Grein síðan 19. mars 2007
Bæði Hitachi og svo er Seagate líka að koma með 1TB (1000.2GB) harða diska.




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Þri 10. Apr 2007 20:46

Já það er víst hægt að velja þessi 1tb drif sem möguleika þegar maður kaupir ákveðnar Dell desktop vélar. Það sem ég átti frekar við var hvort einhver vildi koma með rökstutt gisk um hvenær þeir kæmu í sölu á Íslandi, og hvernig verð á öðrum diskum myndi þróast í kjölfar þess...




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mið 11. Apr 2007 00:21

Þú ert ekki að fara að fá 2x750gb, hvorki vel né lítið undir 20þús kallinum í sumar, 1x320gb er á um 8500 kall ódýrast (Western Digital, 8mb buffer) og það mun ekkert fara neðar en það. Þú munt ekki fá 2x750gb undir 20þús kall í sumar eða þegar 1TB kemur, það er alveg bókað mál.




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 11. Apr 2007 03:02

goldfinger skrifaði:Þú munt ekki fá 2x750gb undir 20þús kall í sumar eða þegar 1TB kemur, það er alveg bókað mál.


Ég var ekki að tala um að fá þá báða saman á undir 20þús, heldur undir 20þús stykkið :D Ég get kannski gert mér vonir um að fá þá báða á undir 20 þús eftir 2 ár...

Það er bókað mál að þessir diskar fara undir 20þús kallinn, bara spurning um hvenær, og líklegast að það gerist þegar 1tb diskar eru búnir að vera á íslenskum markaði í nokkra mánuði...




Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Þri 24. Apr 2007 14:09

FrankC skrifaði:
goldfinger skrifaði:Þú munt ekki fá 2x750gb undir 20þús kall í sumar eða þegar 1TB kemur, það er alveg bókað mál.


Ég var ekki að tala um að fá þá báða saman á undir 20þús, heldur undir 20þús stykkið :D Ég get kannski gert mér vonir um að fá þá báða á undir 20 þús eftir 2 ár...

Það er bókað mál að þessir diskar fara undir 20þús kallinn, bara spurning um hvenær, og líklegast að það gerist þegar 1tb diskar eru búnir að vera á íslenskum markaði í nokkra mánuði...



Getur alveg búist við þessu á árinu en kannski fullsnemmt í lok sumars...

(hef þú engar heimildir eða slíkt, bara tilfinning fyrir markaðnum).
-enda kannski engar heimildir hægt að fá fyrir þessu.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS