Val á milli Plasma eða LCD

Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Val á milli Plasma eða LCD

Pósturaf MuGGz » Fös 12. Jan 2007 15:40

Sælir,

Veit ekki hvort þetta sé réttistaðurinn enn ég fann eiginlega bara engan stað fyrir þetta þannig ég skelli þessu hér..

Ég er að fara fá mér nýtt sjónvarp og ætla að gera það bara almennilega og fá mér annahvort LCD eða Plasma 40-42".

Ég hef verið að skoða nýju Hantarex tækin í EJS og ég mæli með að fólk fari og skoði þau því þau eru alveg geggjuð :!:

Enn ég er samt sem áður alveg lost hvað ég á að gera, einhver tæki sem fólk mælir sérstaklega með ?

verðið er svona 150-250k fyrir tæki ..



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fös 12. Jan 2007 16:17

Elko er með Philips 42" LCD á 200k. Veit ekki um gæðin né tengimöguleika, en skaðar ekki að tjékka.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 12. Jan 2007 16:25

LCD endast víst lengur en plasma dótið.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 12. Jan 2007 16:32

ekki nokkur spurning. LCD

Ert alltaf að fá meiri gæði í LCD nema þú takir Plasma með Pixel plus 2 eða 3 og upplausn upp á 1280 eða hærra en þá kostar það orðið alveg handlegg.


Ég mæli með Philips alveg út í gegn, færð fínt philips tæki í dag 32" á um 140.000 kall.

Annars var tilboð í Ormsson um daginn á Samsung 40" geðsjúku tæki á 249.000 eða 259.000

Sick monster tæki.


Annars máttu kaupa mitt á 120.000 - keypt í sumar


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Pósturaf MuGGz » Fös 12. Jan 2007 16:34

ég ætla að fá mér 40-42" tæki þannig 32" skoða ég ekki :wink:

jáá ég ætla að fara kíkja um helgina aðeins á tæki




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 12. Jan 2007 16:38

Farðu í Sjónvarpsmiðstöðina og Ormsson. Ekki spurning.

Mæli sérstaklega með http://www.sm.is


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Pósturaf MuGGz » Fös 12. Jan 2007 17:21

hefuru farið niðrí EJS ómar og skoðað hantarex tækin ?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 12. Jan 2007 19:48

Ekki falla í þá gryfju að kaupa ódýrt drasl.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Fös 12. Jan 2007 20:57

LCD --> Samsung

Plasmi --> Panasonic eða Pioneer.


Electronic and Computer Engineer


gunnargolf
Ofur-Nörd
Póstar: 235
Skráði sig: Þri 07. Mar 2006 13:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gunnargolf » Fös 12. Jan 2007 21:41

Ég hef heyrt að Plasm endist bara í kannski 2-4 ár og sé svo bara ónýtt, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég veit allavega að LCD endist lengur þannig að það er án efa betri langtímafjárfesting. Svo auðvitað á ekkert að vera að spara í svona málum. Frekar að kaupa gæðavöru og eiga hana í 10 ár en að kaupa t.d. eitthvað án HD stuðnings eða með lélegum tengjum og þurfa svo að skipta eftir nokkra mánuði eða ár. Oft er ódýrara að kaupa dýrt :P



Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Pósturaf MuGGz » Fös 12. Jan 2007 22:14

enda er ég ekki að fara kaupa neitt ódýrt

http://extranet.ejs.is/extranet/Product ... D=03400080

og

http://extranet.ejs.is/extranet/Product ... D=05426440

finnst þau bæði alveg rosalega flott

er svo að fara rúnt á morgun í sm og ormsson



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 12. Jan 2007 23:39

ef ég væri þú, þá myndi ég sleppa því algjörlega að skoða þetta 480p plasma drasl. Það er bara kjánaskapur að taka eitthvað undir 720p í dag. Sérstaklega þegar þú ert að eyða svona miklu í þetta.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

FilippoBeRio
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 02:56
Reputation: 0
Staðsetning: Uppá Fjalli
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf FilippoBeRio » Fös 12. Jan 2007 23:58

Kíktu við í MAX Garðarbæ

Góð tæki þar :wink:



Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Pósturaf MuGGz » Lau 13. Jan 2007 00:24

mér líst nú helv.. vel á þessi tæki hér

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=37PF9631D

og

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PF7621D

Reyndar aðeins hærri upphæð enn ég ætlaði í enn myndi halda að þetta væri alveg þess virði ..



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Lau 13. Jan 2007 01:39

Ég segi plasma I got both and the plasma is way better. Eins og Panasonic segir 42" and over choose Plasma. Þetta með að þau endast lengur er þvæla endast svipað lengi ogLCD þegar plasminn verður farið að dofna þá verðuru búinn að henda því út auk þess að viewing anglið á plasmanum er betra og Xbox360 er draumur í því. Plasma sjónvörpin hafa líka þann kost að þau blæða ekki eins og LCD.
flest Plasma eru með 50.000hr þangað til 50% brightness reduction



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 13. Jan 2007 11:15

Pandemic skrifaði:Ég segi plasma I got both and the plasma is way better. Eins og Panasonic segir 42" and over choose Plasma. Þetta með að þau endast lengur er þvæla endast svipað lengi ogLCD þegar plasminn verður farið að dofna þá verðuru búinn að henda því út auk þess að viewing anglið á plasmanum er betra og Xbox360 er draumur í því. Plasma sjónvörpin hafa líka þann kost að þau blæða ekki eins og LCD.
flest Plasma eru með 50.000hr þangað til 50% brightness reduction

Athyglisvert, gott að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af báðum tækjunum.
Þannig að plasminn þarf að vera í gangi 24/7 í 5 til 6 ár til að birtan falli um 50%.
En nú dettur birtan ekki niður um 50% á einum degi eftir þessi fimm ár, þetta dofnar smám saman, t.d. eftir mikla notkun í 3 ár þá er hugsanlegt að birtan sé um 70% af því sem hún var upphaflega.
Hversu miklu máli skiptir birtan? Er þá ekki málið að kaupa "extra bjartan plasma" ?
Ég er mikið búinn að velta þessum plasma vs lcd fyrir mér, enda sjálfur með 55" projector TV sem tekur hálfa stofuna.




OrkaX
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mán 08. Jan 2007 08:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf OrkaX » Lau 13. Jan 2007 11:45

Ég veit allavega hvað mér þykir lang best en ég læt ekki það sem ég heyri hafa áhrif heldur það sem ég sé.

http://www.pioneer.eu/eur/campaign/products/flatScreen.html
http://www.tomshardware.com/2005/03/09/lcd_or_plasma_/

Kv. OrkaX



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 13. Jan 2007 13:30




Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Lau 13. Jan 2007 14:51

http://www.plasma-lcd-facts.eu/
Góð síða sem ber saman báðar tæknirnar.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Lau 13. Jan 2007 15:18

Tja, til hvers ætlaðu að nota tækið? Ef það er fyrir myndefni og leiki þá er plasma með miklu betri myndgæði, og það er fyrst og fremst vegna þess að LCD tækni er byggð á því að ljósi sé beint í gegnum LCD filmu sem gerir svartan lit ómögulegan.

Annars eru grilljón atriði sem þú þarft að hafa í huga, t.d. hvort er með betri scaler (báðar tæknir eru 'fixed resolution' s.s. með ákveðið marga pixla) sem hefur áhrif á hvernig t.d. 480p mynd er sköluð upp í 'native' upplausn tækisins. Lélegur scaler getur hreinlega rústað myndgæðunum (gerist á mínu tæki; Xbox360 lítur hryllilega út í 720p, en ef ég nota VGA kapal í 1360x768 er það gullfallegt því það er svo góður scaler í Xbox360. Sama gildir um moddaða Xboxið mitt, sem lítur hræðilega út á mínu tæki, en er gullfallegt á 480p plasma tækinu hans pabba, og meira að segja 720p efni lítur betur út á plasmanum).

M.ö.o., ef þú ætlar að tengja t.d. Wii, Xbox, eða DVD spilara með component tengjum, og valið stendur milli ódýrs 480p plasma eða ódýrs 1360x768 LCD, þá myndi ég taka plasma án þess að hika. Einu skiptin sem ég tæki LCD fram yfir plasma er ef þú ætlar að senda 'native' upplausn í tækið, t.d. með því að tengja Xbox360 eða PC vél í gegnum VGA.

Ef þú ert bara að hugsa um venjulegar sjónvarpsútsendingar/Playstation2/Gamecube í gegnum SCART... keyptu þér þá gamaldags CRT tæki. 480i efni lítur hrottalega illa út á plasma/LCD.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Sun 14. Jan 2007 00:17

Já hérna..

allir sölumenn sem ég hef talað við segja allir LCD. ´Til að vera með sambærileg gæði í Plasma þarftu að borga miklu meira . Plasma tækin eru iðulega með 1024 í upplausn eða 1280 x 768 og þá betri týpurnar.

Plasminn er líka alltaf með stærri punkta sem gerir það að verkum að það er einfaldlega ekki jafn skýrt og LCD tækið sem flest öll eru tæp 1400 x 800 sirka, en betri og stærri tækin eru kominn í 1920 x 1200 sem er miiklu meiri upplausn en Plasmi býður upp á nema þú borgir 400k eða meira.

TD prufaði ég XBOX360 um daignn í Philips tæki 1024 pixel plus og HD ready og það var nánast óskýrt við hliðina á mínu " Mainstream LCD tæki.


Mér finnst líka spes ef að allir sölumenn sem ég hef komist í benda á LCD þegar maður hefur tekið fram að verð skipti ekki máli.


Ég styð LCD og þegið þið svo bara :8)


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 14. Jan 2007 01:47

Þetta með upplausnina er að verða eins og eitthvað Ghz fiesko.
Finndubara það sem þér finnst flottast og best og prófaðu,skoðaðu,dæmdu og kauptu.
Farðu bara niður í SM eða Ormsson og álíka verslanir og skoðaðu Plasma og LCD hlið við hlið án þess að pæla í hvað sölumaður,ég og aðrir segja og verslaðu út frá því. Þetta er eins og með föt, þér líður betur í fötum sem þú velur sjálfur sjálfstætt.

Orðinn persónuleg þreyttur á þessu fanboy rugli eftir að hafa séð OF marga commenta á panasonic diggið á digg.com




Ripper
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Fös 03. Mar 2006 22:54
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ripper » Sun 14. Jan 2007 10:22

Það er rétt upplausnin segir ekki allt. Ég verslaði mér Philips 37" LCD með Pixel Plus fyrir ca ári síðan og er mjög sáttur. Það kom best út þegar ég skoðaði tækin hlið við hlið!

MAX er með gott úrval til sýnis og flest tækin eru í sömu lengjunni þannig að ég myndi kíkja þangað og bera saman :8)




The Flying Dutchman
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Sun 13. Ágú 2006 22:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf The Flying Dutchman » Mán 15. Jan 2007 02:54

Eftir ad hafa átt 2 LCD sjónvorp verd ég ad segja ad LCD er enn langt frá thí ad vera med naegilega skerpu og lita fjolda.

OK fínt ef thú hefur lélega sjón thá er thad gott mál, thau eru nógu gód fyrir thig en thad er ótholandi ad thad séu ekki til alvöru svartir litir í theim, nei sama hvad sumt fólk segir, sama hversu high end taeki thú kaupir thá verda thau ekkert betri og ef thú faerd thér staerra en 32'' thá versnar thad enn meira.

Ef thú hefur peningana fyrir alvöru high def plasma thá er thad málid thótt thau endist ekki eins lengi og LCD, thá verdur taeknin búin ad thróast naestu árin og thú getur kanski fengid thér almennilegt OLED taeki eda hvad sem verdur í tísku thá.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 15. Jan 2007 07:47

Það væri nú gaman að sjá svipinn á ykkur þegar LaserTV og SED kemur á markað eftir circa ár.. :lol:


"Give what you can, take what you need."