GrimurD skrifaði:Allar breytingarnar hjá vodafone komnar inná http://www.vodafone.is/breytingar
EDIT: Var að taka eftir þessari skilmálabreytingu:
Fari viðskiptavinur yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali,
allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna
aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja
aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni.
Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur
Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.
Kvóta kærustuna mína, komment (sem ég er 110% sammála) sem hún setti inn á vegginn á Facebook síðu Vodafone:
Nú get ég ekki setið á mér. Ég get ekki lýst því hversu óánægður og svekktur viðskiptavinur ég er yfir því að þið séuð að fara 'Tal' leiðina í viðbótargagnamagninu. Verðhækkanir skil ég. Að mæla erlent upload skil ég líka, þetta er allt traffík í gegnum sæstrengi og ég veit það vel að sú traffík er ekki ókeypis fyrir fjarskiptafyrirtæki. En að þið séuð að gefa ykkur það bessaleyfi að bæta við niðurhali hjá mér, ekki einu sinni, ekki í tvígang - heldur í þrígang, og þar með skapa þann möguleika að nær tvöfalda þá mánaðarlegu greiðslu sem ég er búinn að skrá mig fyrir, er svo langt út fyrir öll velsæmismörk að mér fallast hendur. Þetta er eins nálægt því að féfletta fólk löglega(?) og það gerist. Verði þetta aggressíva viðbótarniðurhal ekki valkvæmt, mun ég bæði leita álits neytendastofu og PFS, sem og hiklaust færa mig og mínar þjónustur annað.