Kassi fyrir Dual Xeon mobo


Höfundur
MikkiRefur
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 17:09
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kassi fyrir Dual Xeon mobo

Pósturaf MikkiRefur » Fös 08. Ágú 2003 13:52

Getið þið leiðbeint mér um val á tölvukassa fyrir Dual Xeon vinnustöð sem í senn er hljóðlátur, rúmgóður og cool. Ekki væri verra ef hann væri á góðu verði.

Spekkarnir eru þessir: Iwill DPI533 mobo m/ Dual Xeon 2,4GHz CPU, 1GB RAM, ATI Radeon9700Pro, 4x120GB HDD m/ RAID, DVD skrifari, CD-ROM o.fl.
Mobo framleiðandinn mælir m/ 430watta PSU. Stærð á mobo er ATX. Síðar meir vildi ég hafa þann möguleika að bæta við 2-4 diskum.

MikkiRefur



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Pósturaf odinnn » Fös 08. Ágú 2003 15:54

er cs nokkuð að lagga hjá þér? hehe :lol: en hvað ertu annas að nota tölvuna í? myndvinnslu? eða klippa myndir?

annas eru eiginlega allir kassar sem eru fyrir ATX móðurborð þannig að þú getur valið þér hvern sem er. fynndu þér einhver kassa sem þér fynnst flottur og skoðaðu hvort hann standist kröfurnar þínar.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 08. Ágú 2003 16:03

http://www.tomshardware.com var með case review um daginn, tjekkaðu á því




Höfundur
MikkiRefur
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 17:09
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Dual Xeon kassi

Pósturaf MikkiRefur » Fös 08. Ágú 2003 16:08

Takk fyrir svarið ODINNN.

Fyrirgefðu hvað þýðir "CS"?

Jú það var meiningin að ráðast í að klippa DV og rendera video. Ef þú ert að spá í hvort svona vél er "overkill" fyrir flesta vinnslu, þá má segja að þetta verði minn Ferrari. Ferrari á íslenskum vegum er "overkill".

Spurningin var eiginlega þessi: flestir turnkassar eru m/ 360watta PSU - er það ekki of lítið fyrir svona verkfæri eins og ég er að smíða? Af kössum m/ PSU sem ég hef skoðað sýnist mér Antec m/ 430watta true power PSU henta best.

MikkiRefur




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dual Xeon kassi

Pósturaf gumol » Fös 08. Ágú 2003 16:40

MikkiRefur skrifaði:Fyrirgefðu hvað þýðir "CS"?

:lol:
CS = Counter-Strike (sem er vinsælasti netleikur í heimi ever)



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dual Xeon kassi

Pósturaf Voffinn » Fös 08. Ágú 2003 17:45

MikkiRefur skrifaði:Spurningin var eiginlega þessi: flestir turnkassar eru m/ 360watta PSU - er það ekki of lítið fyrir svona verkfæri eins og ég er að smíða? Af kössum m/ PSU sem ég hef skoðað sýnist mér Antec m/ 430watta true power PSU henta best.


Kaupir þér kassa, rífur PSU úr honum (fjórar skrúfur) og kaupir þér eþtta Antec ef þér líst vel á það... Er ég að svara spuringu þinni nógu vel ?


Voffinn has left the building..


Höfundur
MikkiRefur
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 17:09
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dual Xeon kassi

Pósturaf MikkiRefur » Fös 08. Ágú 2003 20:39

Kaupir þér kassa, rífur PSU úr honum (fjórar skrúfur) og kaupir þér eþtta Antec ef þér líst vel á það... Er ég að svara spuringu þinni nógu vel?


Capice! :8)

MikkiRefur



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

h

Pósturaf ICM » Fös 08. Ágú 2003 21:01

Hvað er þetta með fólk og alltaf að tala um counter strike eða quake3, það er engin sjáanlegur munur í performance á sæmilegum tölvum í þeim, þetta eru eldgamlir leikir byggðir á eldgamalli tækni sérstaklega CS auðvitað.



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: h

Pósturaf halanegri » Fös 08. Ágú 2003 21:03

IceCaveman skrifaði:Hvað er þetta með fólk og alltaf að tala um counter strike eða quake3, það er engin sjáanlegur munur í performance á sæmilegum tölvum í þeim, þetta eru eldgamlir leikir byggðir á eldgamalli tækni sérstaklega CS auðvitað.


Því að hann er svo vinsæll, þá er gott að vita hvað hann spilast vel :8)



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Lau 09. Ágú 2003 09:43

Þú getur keypt þér kassa án PSU. Task.is er með nokkra flotta kassa aflgjafalausa, svo veluru þér bara hentugt PSU. :)




Höfundur
MikkiRefur
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 17:09
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Coolermaster, Enermax, Enlight og Lion Li kassar á Íslandi?

Pósturaf MikkiRefur » Sun 10. Ágú 2003 16:00

Takk fyrir allar ábendingarnar.

Fann fróðlegar greinar hjá http://www.tomshardware.com
Sjá:
http://www.tomshardware.com/howto/20020521/index.html
http://www.tomshardware.com/howto/20030211/index.html
http://www.tomshardware.com/howto/20030428/index.html

Veit einhver hvor og hvar ATCS, Coolermaster, Enermax, Enlight og Lion Li kassar fást á Íslandi?

MikkiRefur



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Sun 10. Ágú 2003 17:41

http://www.nytt.is/ er með 2 Lian Li Kassa, ég hef ekki séð þetta hjá öðrum, gæti samt verið að einhverjir aðrir séu með svona.


Voffinn has left the building..