Ég rakst á skemmtilega grein á Arstechnica sem segir frá því að Wal-Mart verslunarkeðjan í Bandaríkjunum sé að selja nýjar tölvur á $199 til dæmis! Þeir leyfa sér þetta meðal annars með því að bjóða tölvurnar án stýrikerfis, með Lindows eða Linux. Snillingar! Þessar tölvur eru ekki beint þær hraðskreiðustu eða bestu, en þær seljast víst eins og heitar lummur. Þetta eru tölvur með VIA C3 800mhz örgjörvum. Mér finnst þetta svolítið sniðugt, þessar tölvur henta vel sem litlir vefþjónar, eldveggur, MP3 þjónn o.s.frv o.s.frv, sérstaklega þar sem mér skilst að VIA örgjörvarnir þurfi ekki á viftu að halda þá eru þær mjög hljóðlátar. Allavega, eigum við að gera samanburð á verði?
Ein tölvan sem Wal-Mart selur á $199 er VIA C3 800mhz, 10GB HDD, 128MB Ram, 52x CDROM drif, innbyggt hljóð, skjákort og netkort, lyklaborð mús og stereo hátalarar. ATH. Enginn skjár né floppy drif.
Ég ætla að gera samanburð miðað við computer.is, úr því að þeir eru með mesta úrvalið og oftast á tíðum bestu verðin.
Örgjörvi:
VIA C3 866mhz: 4.655 kr (hann er ódýrari en 800mhz!)
Móðurborð:
Jetway J630TCF: 9.405 kr
Þetta móðurborð er á lista VIA yfir samhæfð móðurborð, það inniheldur innbyggt netkort, hljóðkort og 64MB skjástýringu
Vinnsluminni:
Samsung 128MB PC-133 SDRAM: 1.890
Harður diskur:
Maxtor 30GB 5400RPM ATA133: 9.405 kr
(Því miður var ekkert minna til en 20GB, og miðað við aðeins mun uppá einhverjar krónur þótti mér skynsamlegra að velja 30GB í stað 20GB)
Geisladrif:
Samsung 52X IDE CD-ROM: 4.655 kr
(Það voru mörg drif til boða, öll á sama verði, valdi því að handahófi.)
Tölvukassi:
Target miðturn ATX T4-AH með 300w spennugjafa: 5.605 kr
Lyklaborð:
Silitek SK-1689 PS/2: 1.606 kr
Tölvumús:
AOpen Netmús: 1.140 kr
(Þeir eiga til mús á 475 kr, en mús er ekki mús án skrunhjóls!!)
Hátalarapar:
JNC-45(CS) Venus 8U (60W): 1.520 kr
--- Samtals: 42.881 kr - Rúmlega 150% hærra en verðið úti miðað við gengi í dag.
Það er eflaust hægt að pína þetta niður um einhverjar krónur, ... þekkið þið einhvern sem er að fara til Bandaríkjanna um jólin?
Auðvitað verður maður að gera sér grein fyrir að þessi tölva sem Wal-Mart voru svo sniðugir að setja saman, er gerð úr hlutum sem margir hverjir eru orðnir úreldir, maður getur varla ímyndað sér hvað það eru til dæmis margir 10GB HDD'ar sem liggja rykfallnir í hillum í verslunum úti sem bíða þess að verða hent. Mér finnst þetta svolítið lýsandi fyrir erlendan og íslenskan viðskiptaheim, ég er ekki frá því að margir ef ekki flestir íslenskir kaupmenn henda frekar vörum, frekar en að gera kaupendum það til geðs að selja þær undir kostnaðarverði í þeim eina tilgangi að losa sig við vöruna. Allavega er ég alveg viss um að við hér á klakanum ættum að geta átt kost á svona vél ef einhverjir verslunarmenn myndu leggja höfuðið í bleyti (og ekki blotna mikið við það).
Ný tölva á 20þús í Bandaríkjunum? Come again?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ný tölva á 20þús í Bandaríkjunum? Come again?
Síðast breytt af kiddi á Mið 11. Des 2002 06:32, breytt samtals 2 sinnum.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 955
- Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
- Reputation: 0
- Staðsetning: Err Vaff Ká
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva á 20þús í Bandaríkjunum? Come again?
kiddi skrifaði:Ein tölvan sem Wal-Mart selur á $199 er VIA C3 800mhz, 10GB HDD, 128MB Ram, 52x CDROM drif, innbyggt hljóð, skjákort og netkort, lyklaborð mús og stereo hátalarar. ATH. Enginn skjár né floppy drif.
nei, ég meina af hverju þarf Wal-Mart tölvan að hafa hátalara ef þetta er server sem er ekki einu sinni með skjá? og hví þarf maður lyklaborð og mús ef það er enginn skjár?
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Fólk skiptir ekki nærri því eins oft um skjái og það skiptir um tölvur, oftast á tíðum lifa skjáirnir af heilu kynslóðirnar af tölvum. Þessar tölvur eru fyrst og fremst hugsaðar sem uppfærslur fyrir fólk sem er á traktorum og traböntum, fólk sem líklegast á fyrir skjá, lyklaborð og mús. Hvað hátalarana varðar, veit ekki, kannski fengu þeir mega-díl á þeim og datt í hug að bæta í pakkann fyrir slikk til þess að gera hann meira "hot"
-
- spjallið.is
- Póstar: 435
- Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
ég á ennþá minn gamla Compaq skjá sem ég fékk þegar ég keypti Compaq Presario með 266mhz celeron örgjörva og er búin að nota hann stanslaust síðan ég keypti þetta (1998). Ég á meira segja tölvuna ennþá alveg heil nema minnið er farið, hd er farin og módemið annars gengur tölvan alveg fínt með 128mb minni núna og ekki ein einasta vifta inní og er hin fullkomni server
kv,
Castrate
Castrate