Oooooook, það er alveg ógeðslega mikið af info þarna úti núna um tölvuna og ætla aðeins að reyna að þjappa þessu á einn stað.
Hardware: speccinn í fyrsta póstinum í þessum þræði standast, sama með Live. Það verður ein útgáfa af vélinni, með 20GB hörðum disk sem verður síðar hægt að uppfæra, ekki vitað hvernig verður staðið nákvæmlega að því. Það verður webcam til sölu sem tengist í USB2 port. Einnig á að vera hægt að tengja aðrar myndavélar, mp3 spilara (sem er hægt að spila beint af í leikjum!) og fleira í portin. Controllers eru þráðlausir, fylgja ekki með batterí en það er hægt að hlaða þá í gegnum USB kapal (og spila með þá þannig tengda). Hægt að slökkva á vélinni með controllernum (í Dashboard/Guide).
Örgjörvarnir eru vatnskældir (AWW HELL YEAH) sem þýðir náttúrulega lítinn hávaða! Vélin mun líka slökkva á ýmsum hlutum þegar þú ert að horfa á DVD mynd til að minnka hávaða enn frekar (btw hægt að spila DVD out of the box, engin fjarstýring nauðsynleg). Engin HD-DVD eða Bluray afspilun, bara plain old DVD (12 hraða drif). Innbyggt ethernet, og innbyggt þráðlaust en það þarf samt eitthvað auka hardware til að nýta það, sennilega loftnet eða eitthvað. Það er ekkert búið að minnast á að hún geti spilað gömlu Xbox leikina, reyndar er ennþá orðrómur að það sé verið að vinna í því en það ætti að koma í ljós á E3.
Í upprunalega póstinum stóð að það væri:
48-way parallel floating-point shader pipeline. Hvað þýðir þetta? Þetta eru nefninlega ekki pixel pipelines eins og við þekkjum á skjákortum í dag, heldur eru þetta unified pipelines sem processa bæði pixels og vertices (polygons). Mun meira um Unified Shader Architecture í
þessari grein á TeamXbox, auk þess sem við munum örugglega heyra meira um þetta á komandi vikum og mánuðum.
Software: Það er hægt að vera með eigin tónlist í öllum leikjum (sem er rippuð á harða diskinn) og allir leikir eru Live Aware (vita að þú ert tengdur). Stóri silfraði takkinn með lógóinu á controllernum tekur mann aftur í interfacið þar sem maður getur sett á tónlist, sent msg á vini og video chattað, downloadað borðum, keypt borð og fleira.
Leikir: Það er alveg hellingur af leikjum sem er verið að tala um, ég nenni ekki að taka hvern fyrir sig, en þið getið séð trailera á
GameTrailers. Mæli sérstaklega með Full Auto
Ef þið viljið sjá örstutt clips úr leikjum blandað saman við graut af rugli, þá er MTV þátturinn
hér. Ég mæli frekar með Our Colony vídjóinu sem var linkað á fyrri síðu,
annar linkur til hægindaauka. Miklu meira og betra info um hardware í þessu vídjói en MTV dæminu.
Útgáfa: Holiday Season 2005. Sem þýðir væntanlega 15. nóvember í USA, talað um viku seinna í Evrópu. Kemur í ljós á E3. Einnig má búast við MIKLU meira footage af leikjunum á E3. Flestir publishers eru að halda í sér þangað til þá.
Meiri upplýsingar:
Eurogamer með frábæra yfirlitsgrein.
TeamXbox með alveg haug af info og screens.
Þangað til næst, later!