Sorgarsaga sem mér langar að deila með ykkur
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Sorgarsaga sem mér langar að deila með ykkur
Mér langar til að deila með ykkur sorgarsögu minni.
Þannig er mál með vexti að ég fór til Hollands fyrir stuttu og keypti mér 19° Sony SDM-HS95P ská sem kostar 75 þús hérna heima, ég keypti hann á rétt rúmar 50 þús úti og fékk 10% skatt endurgreiddann.
Ég þurfti meira að segja að kaupa mér stærri tösku fyrir hann svo ég þyrfti ekki að vera með hann í handfarangri.
Þegar ég kom til Íslands og kem með töskuna mína þá bendir tollarinn á mig og segir mér að setja töskuna í gegnum xray dótið og sendir mig svo inní hliðarherbergi. Þar er allt tekið uppúr töskunni og skjárinn þar á meðal, þeir spyrja mig hvað hann kostar og ég segi 20 þús svona til að reyna sleppa við að borga toll. Þá heypur einhver til og kíkir á netið og sér auðvitað að skjárinn er mikið dýrari. Skjárinn var hirtur af mér og sendur til Sýslumannsins í Keflavík. Ég fékk ekkert tækifæri til að borga tollinn. Nú þarf ég að bíða í viku eftir að fá skjáinn og fæ sekt og hvaðeina.
Mér finnst þetta persónulega orðið fulllangt gengið, mér var tekið eins og hverjum öðrum glæpamanni, tekið síni fyrir fíkniefnum af höndum (sem ég hef aldrei notað) og taskan tekin í gegn, ég beið bara eftir latexhönskunum.
Ekki hafði ég hugmynd um að maður þyrfti að tilkynna þetta eitthvað sérstaklega, allavega hélt ég að ég gæti bara borgað tollinn og tekið skjáinn. Þeir eru allavega ekkert að auglýsa þetta. Kannski að löglært fólk þekki þetta.
Hugsið ykkur allavega tvisvar um áður en þið smyglið einhverju dýrara en 23 þús þegar þið komið til landsins.
Þannig er mál með vexti að ég fór til Hollands fyrir stuttu og keypti mér 19° Sony SDM-HS95P ská sem kostar 75 þús hérna heima, ég keypti hann á rétt rúmar 50 þús úti og fékk 10% skatt endurgreiddann.
Ég þurfti meira að segja að kaupa mér stærri tösku fyrir hann svo ég þyrfti ekki að vera með hann í handfarangri.
Þegar ég kom til Íslands og kem með töskuna mína þá bendir tollarinn á mig og segir mér að setja töskuna í gegnum xray dótið og sendir mig svo inní hliðarherbergi. Þar er allt tekið uppúr töskunni og skjárinn þar á meðal, þeir spyrja mig hvað hann kostar og ég segi 20 þús svona til að reyna sleppa við að borga toll. Þá heypur einhver til og kíkir á netið og sér auðvitað að skjárinn er mikið dýrari. Skjárinn var hirtur af mér og sendur til Sýslumannsins í Keflavík. Ég fékk ekkert tækifæri til að borga tollinn. Nú þarf ég að bíða í viku eftir að fá skjáinn og fæ sekt og hvaðeina.
Mér finnst þetta persónulega orðið fulllangt gengið, mér var tekið eins og hverjum öðrum glæpamanni, tekið síni fyrir fíkniefnum af höndum (sem ég hef aldrei notað) og taskan tekin í gegn, ég beið bara eftir latexhönskunum.
Ekki hafði ég hugmynd um að maður þyrfti að tilkynna þetta eitthvað sérstaklega, allavega hélt ég að ég gæti bara borgað tollinn og tekið skjáinn. Þeir eru allavega ekkert að auglýsa þetta. Kannski að löglært fólk þekki þetta.
Hugsið ykkur allavega tvisvar um áður en þið smyglið einhverju dýrara en 23 þús þegar þið komið til landsins.
-
- has spoken...
- Póstar: 163
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
- Reputation: 0
- Staðsetning: otherside
- Staða: Ótengdur
Hrikalegt þegar eitthvað svona gerist og er ég oft með hnút í maganum þegar ég labba þarna í gegn þegar ég er með mikið af eitthverjum vörum.
Síðast þegar ég fór þarna fór ég í gegn með: Nýja myndavél, prentara, prentarapappír, ferðatölvu, harðadiska, tóma geisladiska og helling af dvd myndum
--- Ég var að koma frá BNA
Síðast þegar ég fór þarna fór ég í gegn með: Nýja myndavél, prentara, prentarapappír, ferðatölvu, harðadiska, tóma geisladiska og helling af dvd myndum
--- Ég var að koma frá BNA
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Maður kannast við þetta... Þar sem báðir foreldar mínir búa erlendis og ekki í sama landinu og ég fer nú oft að hitta þau og kem auðvita með full loaded töskur af allskins tölvu varningi en hef verið mjög heppinn að komast í gegnum þetta blessaða "toll hlið", aðeins einu sinni verið stoppaður og það var þegar ég var í 5daga úti og var ekki með meira en 25k í töskuni og það slapp allveg ... En þú varst ótrúlega óheppinn
Væri gaman að sjá Hahall pósta hingað, ég held að faðir hans vinni í tollinum
Væri gaman að sjá Hahall pósta hingað, ég held að faðir hans vinni í tollinum
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hollandsfarar
Ég hef það á tilfinningunni að Hollandsfarar séu teknir fyrir.
Allavega er alltaf meira skoðað þegar ég kem þaðan en t.d. þegar ég fór til Prag.
Systir mín býr úti þannig að ég fer oft þanngað, hef farið 4 sinnum og alltaf er taskan skönnuð.
Þegar ég fór til Prag labbaði ég beint í gegn.
Allavega er alltaf meira skoðað þegar ég kem þaðan en t.d. þegar ég fór til Prag.
Systir mín býr úti þannig að ég fer oft þanngað, hef farið 4 sinnum og alltaf er taskan skönnuð.
Þegar ég fór til Prag labbaði ég beint í gegn.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sorgarsaga sem mér langar að deila með ykkur
vedder skrifaði:Mér langar til að deila með ykkur sorgarsögu minni.
Þannig er mál með vexti að ég fór til Hollands fyrir stuttu og keypti mér 19° Sony SDM-HS95P ská sem kostar 75 þús hérna heima, ég keypti hann á rétt rúmar 50 þús úti og fékk 10% skatt endurgreiddann.
Ég þurfti meira að segja að kaupa mér stærri tösku fyrir hann svo ég þyrfti ekki að vera með hann í handfarangri.
Þegar ég kom til Íslands og kem með töskuna mína þá bendir tollarinn á mig og segir mér að setja töskuna í gegnum xray dótið og sendir mig svo inní hliðarherbergi. Þar er allt tekið uppúr töskunni og skjárinn þar á meðal, þeir spyrja mig hvað hann kostar og ég segi 20 þús svona til að reyna sleppa við að borga toll. Þá heypur einhver til og kíkir á netið og sér auðvitað að skjárinn er mikið dýrari. Skjárinn var hirtur af mér og sendur til Sýslumannsins í Keflavík. Ég fékk ekkert tækifæri til að borga tollinn. Nú þarf ég að bíða í viku eftir að fá skjáinn og fæ sekt og hvaðeina.
Mér finnst þetta persónulega orðið fulllangt gengið, mér var tekið eins og hverjum öðrum glæpamanni, tekið síni fyrir fíkniefnum af höndum (sem ég hef aldrei notað) og taskan tekin í gegn, ég beið bara eftir latexhönskunum.
Ekki hafði ég hugmynd um að maður þyrfti að tilkynna þetta eitthvað sérstaklega, allavega hélt ég að ég gæti bara borgað tollinn og tekið skjáinn. Þeir eru allavega ekkert að auglýsa þetta. Kannski að löglært fólk þekki þetta.
Hugsið ykkur allavega tvisvar um áður en þið smyglið einhverju dýrara en 23 þús þegar þið komið til landsins.
uhhh þú reynir að komast undan því að borga toll af þessu og kvartar svo yfir því að þér sé tekið einsog glæpa manni...
ég hugsa nú að ef þú hefðir bara sagt rétt verð á skjánum þá hefði þér verið gefinn kostur á því að borga toll af þessu...
en já reyndar hugsa ég að þetta hefði verið ekkert mál hefðiru komið annars staðar frá en frá hollandi
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Viðurkenni mistök
Ég viðurkenni það að auðvitað hefði ég átt að fara og segja að ég væri með tollskyldan varning en mér fannst óþarfi að taka skjáinn af mér.
Það hefði verið hægt að leysa þetta með því að rukka mig um tollinn.
Það hefði verið hægt að leysa þetta með því að rukka mig um tollinn.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ef ég hefði sagt rétt verð
Það er víst ekki hægt að komast hjá þessu, ég spurði þá og þeir sögðu að þeir væru undir myndavélaeftirliti og gætu ekki sektað.
Þeir hafa víst ekki tilskilin réttindi sem tollverðir og hefðu verið kærðir og þess vegna þarf að senda þetta til Sýslumannssins.
Þeir sögðu að svona mál hefðu verið afgreidd á staðnum undanfarin 40 ár en einhver kærði þá sögðu þeir mér.
Það er þá mesti ansi í Íslandssögunni sem hefur kært þetta.
Þeir hafa víst ekki tilskilin réttindi sem tollverðir og hefðu verið kærðir og þess vegna þarf að senda þetta til Sýslumannssins.
Þeir sögðu að svona mál hefðu verið afgreidd á staðnum undanfarin 40 ár en einhver kærði þá sögðu þeir mér.
Það er þá mesti ansi í Íslandssögunni sem hefur kært þetta.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2852
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
dutyfree.is
Við komu til landsins mega ferðamenn, sem búsettir eru á Íslandi, hafa með sér tollfrjálst þann farangur, t.d. fatnað og annan ferðabúnað, sem þeir fóru með til útlanda.
Ferðamenn mega ennfremur hafa meðferðis tollfrjálst varning sem fenginn er í ferðinni eða í tollfrjálsri verslun hér á landi (við brottför eða heimkomu) fyrir allt að 46.000 kr. miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Verðmæti hvers hlutar má þó ekki vera meira en 23.000 kr.; sé verðmæti hlutar meira en 23.000 kr., getur viðkomandi notið tollfríðinda miðað við þá fjárhæð og greitt innflutningsgjöld miðað við verðmæti sem umfram er.
Hvað meinaru, þetta stendur þarna skýrt
en já, þetta er ekki tekið fram í flugvélinni í landið eða út úr landinu.
og þetta ætti að vera upp að 200 þús kr. því það er smá munur núna en árið 1982 þegar þessi lög voru sett, eða voru þau samþykkt seinna?
Ha? Mér sýnist einmitt að gott tækifæri til að borga tollinn hafi „runnið þér úr greipum“. Hefirðu ekki fengið að borga tollinn (eða allavega sloppið við sekt) ef að þú hefðir ekki logið að embættismönnun framkvæmdarvaldsins?vedder skrifaði:Þar er allt tekið uppúr töskunni og skjárinn þar á meðal, þeir spyrja mig hvað hann kostar og ég segi 20 þús svona til að reyna sleppa við að borga toll. Þá heypur einhver til og kíkir á netið og sér auðvitað að skjárinn er mikið dýrari. Skjárinn var hirtur af mér og sendur til Sýslumannsins í Keflavík. Ég fékk ekkert tækifæri til að borga tollinn. Nú þarf ég að bíða í viku eftir að fá skjáinn og fæ sekt og hvaðeina.
Þér finnst kannski að þjófar ættu að fá að sleppa á staðnum ef þeir skila draslinu sem þeir ætluðu að stela?
Ef að það væri enginn refsing fyrir því að svíkja undan skatti, önnur en sú að þurfa að borga skattinn, afhverju ætti þá ekki allir að reyna það?
Síðast breytt af MezzUp á Þri 10. Maí 2005 00:41, breytt samtals 1 sinni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2852
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
MezzUp skrifaði:Þér finnst þá kannski líka að þjófar ættu að fá að sleppa á staðnum ef þeir skila draslinu sem þeir ætluðu að stela?
Ef að það væri enginn refsing fyrir því að svíkja undan skatti, önnur en sú að þurfa að borga skattinn, afhverju ætti þá ekki allir að reyna það?
En finnst þér ekki að það ætti að hækka þessi mörk ?
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 51
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 12:59
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
23000
23 þús er alltof lítil upphæð, hvað fær maður fyrir 23 þús í dag nema low buget myndavélar t.d.
Annað í sambandi við hvort ég hefði ekki átt að sleppa því að ljúga að lögregluríkinu, svarið er auðvitað en ég vissi bara ekki betur.
Veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði sýnt þeim reikninginn.
Allavega þá fór ég útí sögusagnir að þetta hafði verið gjöf til að byrja með svo kúlið var löngu farið þegar ég fór að segja þeim hvað þetta myndi líklega kosta.
Það er örugglega mjög auðvelt að standa á hliðarlínunni og segja þú hefðir átt að gera þetta og hitt en það er erfiðara þegar maður er í strangri yfirheyrslu.
Ég var allavega með þá hugmynd að maður fengi tækifæri til að borga tolinn, veit ekki hvaða hugmyndir þið eruð með, hvað hélduð þið?
Annað í sambandi við hvort ég hefði ekki átt að sleppa því að ljúga að lögregluríkinu, svarið er auðvitað en ég vissi bara ekki betur.
Veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði sýnt þeim reikninginn.
Allavega þá fór ég útí sögusagnir að þetta hafði verið gjöf til að byrja með svo kúlið var löngu farið þegar ég fór að segja þeim hvað þetta myndi líklega kosta.
Það er örugglega mjög auðvelt að standa á hliðarlínunni og segja þú hefðir átt að gera þetta og hitt en það er erfiðara þegar maður er í strangri yfirheyrslu.
Ég var allavega með þá hugmynd að maður fengi tækifæri til að borga tolinn, veit ekki hvaða hugmyndir þið eruð með, hvað hélduð þið?
Re: 23000
Því trúi ég vel, og ég hefði líklega brugðist við svipað og þú. En að koma síðan á netið og væla um það hefði ég ekki gert.vedder skrifaði:Það er örugglega mjög auðvelt að standa á hliðarlínunni og segja þú hefðir átt að gera þetta og hitt en það er erfiðara þegar maður er í strangri yfirheyrslu.
Hefirðu ekki fengið að gera það ef að þú hefðir sagt sannleikann? Þetta var náttúrulega annað mál ef að þú hefðir ekki vitað betur(þótt að fáfræði sé ekki afsökun), og t.d. haldið að maður myndi borga toll með því að fylla út eyðublað á netinu þegar maður kæmi heim. En þegar þú vísvitandi laugst að fulltrúum laganna(gaman að nota stór orð ) finnst mér þú missa allan rétt á því að kvarta undan endalokunum á þessu máli.vedder skrifaði:Ég var allavega með þá hugmynd að maður fengi tækifæri til að borga tolinn, veit ekki hvaða hugmyndir þið eruð með, hvað hélduð þið?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
CraZy skrifaði:óheppin
annars þegar við fjölskildan vorum að koma frá miniappolis þá komumst við með ferðatölvu,myndavel,veiðistöng og 6 * 6hjóla dekk
+ fullt af litlu drasli
uhhh meinaru þá 6 dekk á farartækið sexhjól (einsog fjórhjól nema með 6 dekkjum) ef ekki þá WHAT THE HELL R U TALKING ABOUT ???
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég hef komist með 110.000kr tölvuturn til landsins án þess að borga toll. Reyndar voru aðstæður dálítið undarlegar, ég hafði flutt erlendis í hálft ár og tekið tölvuna mína með, en póstinum tókst að týna henni og ég fékk hana endurgreidda eftir dálítið moð, keypti nýja úti og kom síðan með hana heim. Útskýrði málið bara fyrir tollvörðunum og þeir hleyptu mér í gegn í ljósi aðstæðna. Það er ekki eins og þetta séu vondir menn.
Að reyna að fremja lögbrot og verða síðan fúll yfir því að vera gripinn glóðvolgur er eitthvað það aumasta sem ég veit. Hvort sem það er að keyra of hratt, reyna að smygla hlutum inn í landið án þess að borga toll/vsk eða eitthvert annað lögbrot þá eiga menn bara að kyngja því. Ef menn eru óánægðir með að vera teknir þá hefðu þeir átt að hafa það hugfast áður en þeir frömdu afbrotið.
Ég ætla ekki að núa salti frekar í sárin en ég ætla að benda mönnum á að vera ekki að hvetja til lögbrota hér á vaktinni eða gera góðan róm af því.
Að reyna að fremja lögbrot og verða síðan fúll yfir því að vera gripinn glóðvolgur er eitthvað það aumasta sem ég veit. Hvort sem það er að keyra of hratt, reyna að smygla hlutum inn í landið án þess að borga toll/vsk eða eitthvert annað lögbrot þá eiga menn bara að kyngja því. Ef menn eru óánægðir með að vera teknir þá hefðu þeir átt að hafa það hugfast áður en þeir frömdu afbrotið.
Ég ætla ekki að núa salti frekar í sárin en ég ætla að benda mönnum á að vera ekki að hvetja til lögbrota hér á vaktinni eða gera góðan róm af því.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég skil ekki að þú sért að kvarta. Auðvitað áttu skilið refsingu þegar þú bæði ert að smygla vörum inn til landsins og lýgur ennfremur að tollvörðunum. Hreint fáránlegt hjá þér að halda því fram að það sé í lagi að ljúga að tollvörðunum án þess að nokkuð eigi að gerast!
Annars eru nokkur atriði sem mig langar að minnast á:
a) Þú mátt koma með vörur fyrir allt að 46þ. kr. til landsins án þess að borga toll og skatt en hver hlutur má ekki kosta meira en 23þ. kr.
b) Ef maður flytur inn dýrari hlut en sem nemur 23þ. kr. þarf ekki að borga toll/skatt af fyrstu 23 þúsundunum, einungis því sem er umfram.
c) Ef við horfum bara framhjá lagalegu og siðferðislegu hliðum málsins að þá mynd ég segja að það borgi sig sjaldnast að reyna að smygla vörum inn til landsins nema það sé líka tollur, en ekki bara virðisaukaskattur, lagður á vörurnar. Tökum sem dæmi þitt tilvik, þarna hefðir þú í raun átt að borga virðisaukaskatt af sirka 30.000 kr. sem myndi einungis vera um 7000 krónur. Heldur lítið til að leggja alla þessa áhættu á sig, ef þú spyrð mig.
d) Með því að smygla inn vörum og sleppa að borga toll og virðisaukaskatt (og með því að stunda nótulaus viðskipti o.s.frv.) ertu í raun að velta þínum hluta af kostnaðinum við að halda uppi samfélaginu yfir á samborgara þína sem þurfa þá að borga hærri skatta og gjöld. Því er ekki nema eðlilegt að ef það kemst upp um smygl að viðkomandi skuli þurfa að sæta smávegis sektum því slíkt hefur mjög fælandi áhrif á aðra mögulega smyglara.
Annars myndi ég bara kalla þig heppinn. Einn sem ég kannast við var gripinn af tollinum við að flytja inn myndavél o.þ.h. uppá kannski 150.000 kr. Ekki nóg með að hann þyrfti að borga skatt og talsverða sekt heldur var myndavélin líka gerð upptæk og hann fékk hana aldrei aftur!
Annars eru nokkur atriði sem mig langar að minnast á:
a) Þú mátt koma með vörur fyrir allt að 46þ. kr. til landsins án þess að borga toll og skatt en hver hlutur má ekki kosta meira en 23þ. kr.
b) Ef maður flytur inn dýrari hlut en sem nemur 23þ. kr. þarf ekki að borga toll/skatt af fyrstu 23 þúsundunum, einungis því sem er umfram.
c) Ef við horfum bara framhjá lagalegu og siðferðislegu hliðum málsins að þá mynd ég segja að það borgi sig sjaldnast að reyna að smygla vörum inn til landsins nema það sé líka tollur, en ekki bara virðisaukaskattur, lagður á vörurnar. Tökum sem dæmi þitt tilvik, þarna hefðir þú í raun átt að borga virðisaukaskatt af sirka 30.000 kr. sem myndi einungis vera um 7000 krónur. Heldur lítið til að leggja alla þessa áhættu á sig, ef þú spyrð mig.
d) Með því að smygla inn vörum og sleppa að borga toll og virðisaukaskatt (og með því að stunda nótulaus viðskipti o.s.frv.) ertu í raun að velta þínum hluta af kostnaðinum við að halda uppi samfélaginu yfir á samborgara þína sem þurfa þá að borga hærri skatta og gjöld. Því er ekki nema eðlilegt að ef það kemst upp um smygl að viðkomandi skuli þurfa að sæta smávegis sektum því slíkt hefur mjög fælandi áhrif á aðra mögulega smyglara.
Annars myndi ég bara kalla þig heppinn. Einn sem ég kannast við var gripinn af tollinum við að flytja inn myndavél o.þ.h. uppá kannski 150.000 kr. Ekki nóg með að hann þyrfti að borga skatt og talsverða sekt heldur var myndavélin líka gerð upptæk og hann fékk hana aldrei aftur!
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
satt er það.. veit um eina litla frænku sem var með í töskunni sinni fartölvu, myndavél og dvd fyrir um 200þúsundDoRi- skrifaði:ég er með gott ráð, taktu með þér einhvern ungan krakka og la´ttu hann halda á töskunni, en ekki hafa það nitt voða áberandi (þegar ég kom heim frá london (11ára) þá virkaði þetta)
þeir leita ekki á litlum krökkum
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 241
- Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: Gaflari
- Staða: Ótengdur
hmmmm var í öryggisgæslunni í leifsstöð á sínum tíma og staðreyndin er sú að vélar frá sumum stöðum eru teknar sérstaklega fyrir.
virðisaukinn er svo lítil upphæð að þarna hefði margborgað sig að gefa sig fram við tollinn strax
tollarar mega innheimta virðisauka og tolgjöld en ekki sektir vegna brota á tollalögum þessvegna fór þetta til sýslumanns (öll afbrot fara hvort eð er til sýslumanns tollverðir eru ekki lögregla)
if you can´t do the time
don´t do the crime
virðisaukinn er svo lítil upphæð að þarna hefði margborgað sig að gefa sig fram við tollinn strax
tollarar mega innheimta virðisauka og tolgjöld en ekki sektir vegna brota á tollalögum þessvegna fór þetta til sýslumanns (öll afbrot fara hvort eð er til sýslumanns tollverðir eru ekki lögregla)
if you can´t do the time
don´t do the crime
Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
kaktus skrifaði:hmmmm var í öryggisgæslunni í leifsstöð á sínum tíma og staðreyndin er sú að vélar frá sumum stöðum eru teknar sérstaklega fyrir.
virðisaukinn er svo lítil upphæð að þarna hefði margborgað sig að gefa sig fram við tollinn strax
tollarar mega innheimta virðisauka og tolgjöld en ekki sektir vegna brota á tollalögum þessvegna fór þetta til sýslumanns (öll afbrot fara hvort eð er til sýslumanns tollverðir eru ekki lögregla)
if you can´t do the time
don´t do the crime
Maður vissi það svosem að einnhverjar ákveðnar vélar séu teknar meira fyrir en aðrar, en það er öruglega mikið um að fólk sem með miklu meira en leyfilegt er að taka með sér sem kemur frá USA (íslendingar að versla) því dollarinn er svo lár
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.