Ég er að fara bæta við minni í fartölvunni, er með 512mb 333mhz og var að spá í að kaupa 512mb 400mhz.
Myndi það vinna á 333mhz og þar með sóa 66mhz eða er hægt að hafa 2 minni með mismunandi hraða yfir höfuð?
Það er alveg hægt að hafa minni með mismunandi hraða en þá vinnur það á minninu sem er með lægri hraðann, í þessu tilfelli myndi þá nýja minnið þá vinna á 330mhz en ekki 400mhz.