Headphones ?


Höfundur
Skuggasveinn
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 18:19
Reputation: 1
Staðsetning: Norðan Alpafjalla
Staða: Ótengdur

Headphones ?

Pósturaf Skuggasveinn » Mið 20. Apr 2005 12:59

Sælir, ég er að leita mér að headphone-um. Aðallega fyrir gaming en líka fyrir mp3 (þið þekkið þennan pakka). Ég myndi helst kjósa að headphone-inn væri með mic (svipað og headset). Þetta ættu að vera "lokuð" (þannig að þeir nái alveg yfir eyrun).
Endilega bendið mér á headphone review síður og bara þá sem þið mælið með! ;)




vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Reputation: 0
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Pósturaf vldimir » Mið 20. Apr 2005 13:28

http://www.icepads.com

Icemat sibera heyrnatólin eru rosaleg, frábært sound, flott útlit, og með mic mæli eindregið með þeim - líka frí heimsendingarþjónusta.




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Mið 20. Apr 2005 16:57

Ég mæli með Sennheiser headphonum, hef góða reynslu af þeim.




vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Reputation: 0
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Pósturaf vldimir » Mið 20. Apr 2005 17:29

Já - Ég á sjálfur Sennheiser HD590 eins og mjög margir frábær heyrnartól en þau eru ekki með mic og þ.a.l. mæli ég með Siberia heyrnartólunum.

Annars fást Sennheiser í pfaff og fríhöfninni - eru mun ódýrari í fríhöfninni.

Það er hætt að framleiða HD590 en 595 eru mjög svipuð.




Grobbi
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 26. Maí 2004 18:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Grobbi » Mið 20. Apr 2005 18:13

Sennheiser og Hafðu bara borð mic




gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1616
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gutti » Mið 20. Apr 2005 18:33

Sennheiser eða zalman 5.1 svo er til líka zalman 6.1 með mic




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mið 20. Apr 2005 18:35

hahahaha
NiP HeatoN lætur þá ekki læðast upp að sér með Icemat Siberia heyrnartól!!
þetta er af icepads.com þetta er með því sorglegra sölutricki sem ég hef séð "vá marr, nú ætla ég að kaupa mér svona headphone því að hítón á svona marr" HAHAH!




Xen0litH
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 12. Jún 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xen0litH » Mið 20. Apr 2005 20:17

Snorrmund skrifaði:hahahaha
NiP HeatoN lætur þá ekki læðast upp að sér með Icemat Siberia heyrnartól!!
þetta er af icepads.com þetta er með því sorglegra sölutricki sem ég hef séð "vá maður, nú ætla ég að kaupa mér svona headphone því að hítón á svona maður" HAHAH!


Efast ekki um að þetta "trick" virki á all nokkra Counter spilara, svona 13 ára drengi sem eru frekar ofdekraðir.. ef þú veist hvað ég á við ;)

Annars mæli ég með Sennheiser.. hafa reynst mér vel uppá síðkastið :)




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mið 20. Apr 2005 22:50

fáðu þér Sennheiser HD 650 :twisted:




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mið 20. Apr 2005 23:24

Xen0litH skrifaði:
Snorrmund skrifaði:hahahaha
NiP HeatoN lætur þá ekki læðast upp að sér með Icemat Siberia heyrnartól!!
þetta er af icepads.com þetta er með því sorglegra sölutricki sem ég hef séð "vá maður, nú ætla ég að kaupa mér svona headphone því að hítón á svona maður" HAHAH!


Efast ekki um að þetta "trick" virki á all nokkra Counter spilara, svona 13 ára drengi sem eru frekar ofdekraðir.. ef þú veist hvað ég á við ;)

Annars mæli ég með Sennheiser.. hafa reynst mér vel uppá síðkastið :)
hehe ég skil alveg hvað þú átt við og þetta svar hjá mér var frekar að gagnrýna síðuna frekar en spilarana :) annars finnst mér! mjög sorglegt þegar að fólk er með músarmottur, mús og headphones fyrir 20-30 þúsund og kvartar svo yfir fpsi því að tölvan þeirra er svo léleg :) hef prufað margar mottur(dkt eða eitthvað, func, og eitthvað razor..) og ég segji bara eitt enginn munur á kúk og skít.. þið verðið ekkert betri í hinum eða þessum leikjum útaf mismunandi mottum og headphonum.. þegar ég kíki í cs á 2-3 mánaða fresti þá gengur mér bara vel með gamla MX500 mús og akkurat 6 ára gamla músarmottu :)(hún var keypt þegar ég var 8 ) :) og enginn headphones :) annars er alltaf skemmtilegra að vera með headphones..



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 20. Apr 2005 23:52

vldimir skrifaði:Já - Ég á sjálfur Sennheiser HD590 eins og mjög margir frábær heyrnartól en þau eru ekki með mic og þ.a.l. mæli ég með Siberia heyrnartólunum.

Annars fást Sennheiser í pfaff og fríhöfninni - eru mun ódýrari í fríhöfninni.

Það er hætt að framleiða HD590 en 595 eru mjög svipuð.


HD590 og HD595 eru opin headphone.

595 tóku við af 590, og eru ekkert annað en endurbætt útgáfa af 590.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Pósturaf ponzer » Fim 21. Apr 2005 00:53

Fékk mér Sennheiser HD 555 á einnhvern 6 eða 7 þús í fríhöfnini um daginn:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... cts_id=833

sem eru btw mjög góð finnst mér :D


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Xen0litH
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 12. Jún 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xen0litH » Fim 21. Apr 2005 12:33

Snorrmund skrifaði: hehe ég skil alveg hvað þú átt við og þetta svar hjá mér var frekar að gagnrýna síðuna frekar en spilarana :) annars finnst mér! mjög sorglegt þegar að fólk er með músarmottur, mús og headphones fyrir 20-30 þúsund og kvartar svo yfir fpsi því að tölvan þeirra er svo léleg :) hef prufað margar mottur(dkt eða eitthvað, func, og eitthvað razor..) og ég segji bara eitt enginn munur á kúk og skít.. þið verðið ekkert betri í hinum eða þessum leikjum útaf mismunandi mottum og headphonum.. þegar ég kíki í cs á 2-3 mánaða fresti þá gengur mér bara vel með gamla MX500 mús og akkurat 6 ára gamla músarmottu :)(hún var keypt þegar ég var 8 ) :) og enginn headphones :) annars er alltaf skemmtilegra að vera með headphones..


Jámm, ég spila Counter og er með svona 200 kall mús og hringlaga appelsínugula músarmottu á 50 kall frá Ikea.. og þó ég segi sjálfur frá er ég skítsæmilegur þrátt fyrir þetta :D




vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Reputation: 0
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Pósturaf vldimir » Fim 21. Apr 2005 13:29

Ég spila einnig cs og haldiði að það sé bara tilviljun að allir bestu cs spilararnir hvar sem er í heiminum séu allir á geðveikum tölvum, með rándýr headphones, nýjustu músina og "bestu" músamottuna?

Það er margsannað að tölvan og allt hitt skiptir líka máli. Og þeir sem hafa efni á því að fá sér dýr heyrnatól og þeim langar í þau, afhverju ekki að fá sér þau?

Eins og HD-590 eru sennilega algengustu leikjaheyrnartólin á landinu, þau kostuðu um 18.000 krónur nema í fríhöfninni. Það er bara trend að eiga alltaf það besta.

Afhverju kaupir fólk sér nýrri og betri bíla ef það á ennþá bíl sem virkar alveg og kemur þeim frá A til B?

Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar fólk segir að það sé sorglegt að eiga eitthvað sem er nýtt & best. Ef fólki langar í þetta, og eins og með margt þá er ákveðið "trend" að eiga ákveðna hluti og þ.a.l. kaupir þessi ákveðna manneskja bestu vöruna. Hvað er þá verið að segja að það sé sorglegt?

Þetta af jafn andskoti fáránlegt og segja ;djöfull er sorglegt þegar fólk eyðir pening í það sem það hefur áhuga á;

Ég hef líka prófað allar músamotturnar sem hafa komið á leikjamarkaðinn. Ég er eins og sumir, elti bara trendið. Fyrst komu fuNc motturnar og þá keyptu ALLIR þær, maður átti pening afhverju ekki að prófa? Þetta var nú einu sinni fyrir áhugamálið mans. Svo komu næstu mottur og þarnæstu og þannig heldur þetta bara áfram.

Þú segir "enginn munur á kúk og skít" fyrir þá sem hafa áhuga á tölvum t.d. þá finna þeir greinilega þennan mun á "kúk og skít" eins og þú orðar það þegar það kemur að músum / músamottum. Finnst mér ekkert sorglegt við það að fólk sé að eyða helling af pening í eitthvað sem það vil eyða í, áhugamálið þeirra.

:!:




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 21. Apr 2005 13:36

vldimir skrifaði:Ég spila einnig cs og haldiði að það sé bara tilviljun að allir bestu cs spilararnir hvar sem er í heiminum séu allir á geðveikum tölvum, með rándýr headphones, nýjustu músina og "bestu" músamottuna?

Það er margsannað að tölvan og allt hitt skiptir líka máli. Og þeir sem hafa efni á því að fá sér dýr heyrnatól og þeim langar í þau, afhverju ekki að fá sér þau?

Eins og HD-590 eru sennilega algengustu leikjaheyrnartólin á landinu, þau kostuðu um 18.000 krónur nema í fríhöfninni. Það er bara trend að eiga alltaf það besta.

Afhverju kaupir fólk sér nýrri og betri bíla ef það á ennþá bíl sem virkar alveg og kemur þeim frá A til B?

Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar fólk segir að það sé sorglegt að eiga eitthvað sem er nýtt & best. Ef fólki langar í þetta, og eins og með margt þá er ákveðið "trend" að eiga ákveðna hluti og þ.a.l. kaupir þessi ákveðna manneskja bestu vöruna. Hvað er þá verið að segja að það sé sorglegt?

Þetta af jafn andskoti fáránlegt og segja ;djöfull er sorglegt þegar fólk eyðir pening í það sem það hefur áhuga á;

Ég hef líka prófað allar músamotturnar sem hafa komið á leikjamarkaðinn. Ég er eins og sumir, elti bara trendið. Fyrst komu fuNc motturnar og þá keyptu ALLIR þær, maður átti pening afhverju ekki að prófa? Þetta var nú einu sinni fyrir áhugamálið mans. Svo komu næstu mottur og þarnæstu og þannig heldur þetta bara áfram.

Þú segir "enginn munur á kúk og skít" fyrir þá sem hafa áhuga á tölvum t.d. þá finna þeir greinilega þennan mun á "kúk og skít" eins og þú orðar það þegar það kemur að músum / músamottum. Finnst mér ekkert sorglegt við það að fólk sé að eyða helling af pening í eitthvað sem það vil eyða í, áhugamálið þeirra.

:!:
Ekkert að því að eiga það nýjasta og besta.. mér hefur bara alltaf fundist þetta musarmottu/músaræði alltaf heimskulegt.. en headphones.. ég hef alls ekkert á móti góðum headðphonum.. :) var bara að segja að öllu má ofgera.. ætli ég sé ekki bara að segja þetta því að það hefur alltaf pirrað mig þetta fólk sem er "pro" í tölvuleik :D




Zkari
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zkari » Fim 21. Apr 2005 14:23

Hahahah Snorrmund, undirskriftin

BTW, hef bara lesið góð reviews um Siberia heyrnartólin




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 21. Apr 2005 15:52

Mynd

. . . .og málið er dautt




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Fim 21. Apr 2005 16:02

ég er með fUnc, mx500 og eitthvað svoleiðis, borgaði allt sem tengist tölvunni minn 97,5% sjálfur, bara skjákortsvifta sem bróðir minn gaf mér í jóla gjöf

en 2 af mínum fjölmörgu frændum fá allt sem þeir vilja gefins

annar þeirra spurði mömmu sína um nýja mús útaf hann hennti sinni í vegg, og fékk nýja.fékk líka 60000kr skjá gefins frá mömmu sinni bara útaf engu,

hinn fékk x800xt, 1gb ram,amd 64 3500+ í shuttle xpc útaf móbó-ið hjáhonum brann yfir, og pabbi hans borgaði 180,000 fyrir


þoli ekki svona


btw þeir spila ba´ðir cs eins og 12ára gaurar :D




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 21. Apr 2005 16:04

Fékkst þú ekki fullt þegar þú varst 12 ára :?




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 21. Apr 2005 18:30

hahallur skrifaði:Fékkst þú ekki fullt þegar þú varst 12 ára :?
Ég fekk fullt þegar ég var tólf ára.. En það var kannski 30 þúsund króna virði.. og mest allt af því keypti ég sjálfur eða fékk gefið..(s.s. jólagjöf..) Mér finnst RUGL þegar foreldrar eru að gefa krökkunum sínum afmælisgjafir fyrir fleiri tugir þúsunda.. mér finnst tildæmis ekkert smá rugl að systir mín fékk pstwo í afmælis og sumargjöf..(á afmæli 23 apr) og mér finnst það einum of dýrt.. 13 þúsund..