Sælir/ar
Ég er í smá vandræðum.
Ég fjárfesti í dag í Sparkle 6600 GT 128 MB skjákorti og smellti því í tölvuna.
Eftir að ég var búinn að setja upp drivera og restarta tölvunni þá kemur melding um að skjákortið sé ekki að fá nægt afl og er ekki að keyra á fullum aföstum.
Ég í minni fávisku hélt samt áfram að nota nota tölvuna og ætlaði svo að kaupa nýjan aflgjafa eftir helgi.
Svo þurfti ég að slökka á tölvunni til að vesenast aðeins í hörðu diskunum en þegar ég ætlaði að starta henni upp aftur þá gerist ekkert, engar viftur eða harðir diskar í gang og bara eins og enginn straumur sé á vélinni.
Það er lítil díóða á móðurborðinu sem sýnir hvort það sé straumur á vélinni og það var kveikt á henni sem þýðir að einhvert afl hlýtur hún að vera að fá.
Ég hef prófað að taka allt úr sambandi en enn er allt steindautt nema þetta litla ljós á móðurborðinu
Mig grunar að þetta sé psu-ið sem er í einhverjum vandræðum en áður en ég rýk út og kaupi nýtt þá væri gaman að vita hvort þið hafið einhverjar hugmyndir hvort eitthvað annað gæti verið að og hvernig ég gæti einangrað vandamálið.
Þetta er bara 300W psu sem ég er með og er að keyra 3 HDD´s, 1 DVD-R , 2 kassaviftur, skjákortið og auðvitað móðurborðið.
Tölvan startar sér ekki
-
- FanBoy
- Póstar: 720
- Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Prófaðu að taka psuið úr sambandi í svona 2-3 mín og láta svo aftur í samband, virkar alltaf fyrir mig þegar ekkert fer af stað.
Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR
Er búinn að skoða psu hjá nokkrum verslunum.
Er ekki vel að mér í hvað er best þannig að ég set hérna þá sem mér líst vel á og svo væri gaman að fá comment um hvað ykkur líst vel á af þeim (eða öðrum á svipuðu verði).
OCZ Modstream 450W = 7.490 kr.
400w Fortron = 7.990 kr.
Thermaltake W0009R 420 W = 7.900 kr.
Miðað við þetta er OCZ psu-inn frá task.is bestu kaupin (út frá verð/afl).
Er ekki vel að mér í hvað er best þannig að ég set hérna þá sem mér líst vel á og svo væri gaman að fá comment um hvað ykkur líst vel á af þeim (eða öðrum á svipuðu verði).
OCZ Modstream 450W = 7.490 kr.
400w Fortron = 7.990 kr.
Thermaltake W0009R 420 W = 7.900 kr.
Miðað við þetta er OCZ psu-inn frá task.is bestu kaupin (út frá verð/afl).