Router fyrir aftan Hive routerinn


Höfundur
mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Router fyrir aftan Hive routerinn

Pósturaf mbh » Þri 12. Apr 2005 18:04

Jæja er búinn að fá nóg af að geta ekki stjórnað mínu eigin neti. Er búinn að fjárfesta í Linksys wireless router WRT54G v2.0 (Fékk hann á góðu verði) :wink:

Þar sem ég er alger byrjandi í að setja svona dót upp, er maður ekki alveg með á hreinu hvernig þetta er gert, þeir hjá Hive sögðu mér bara að velja IP tölu frá 192.168.1.2 til 50 en það er sama hvar ég set þessa fj...... IP tölu í router setupinu, ekkert gerist!! Var bara að velta fyrir mér hvort hér leyndust einhverjir snillingar, með lausnir á færibandi. Eða hvort einhver hafi gert þetta.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Þri 12. Apr 2005 19:02

Nú velti ég fyrir mér, þú segist vera alger nýliði í uppsetningu á netkerfum, afhverju viltu þá hafa þinn eigin router MEÐ Hive routerinum?

Annars skil ég ekki spurninguna þína alveg. Hvar viltu setja ip tölu og á hvaða tæki er þessi ip tala? Finnur þinn router ekki Hive routerinn? Finnur tölvan þín ekki Linksys routerinn?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 13. Apr 2005 07:57

láttu linksysinn vera með 192.168.1.2 hringdu svo í hive og segðu þeim að forwarda ÖLLUM portum í 192.168.1.2. svo stilliru bara það sem þú vilt í nýja routernum :)


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mbh » Mið 13. Apr 2005 12:12

Ég vil ráða hvaða port eru opin, og hvenær sumar tölvur fá aðgang. Tölva unglingsinns fær T.D ekki aðgang nema part úr degi, ekkert mál að stilla það í Linksys routernum. Meðan að lappinn minn er aftur á móti með fullan aðgang o.s.f.

Linksys Routerinn finnur ekki Hive routerinn.

Ég ættla prufa þetta Gnarr, takk fyrir.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 13. Apr 2005 12:41

mbh skrifaði:Ég vil ráða hvaða port eru opin, og hvenær sumar tölvur fá aðgang. Tölva unglingsinns fær T.D ekki aðgang nema part úr degi

Ef ég mætti nú spyrja af hverju?



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mið 13. Apr 2005 12:42

Pandemic skrifaði:
mbh skrifaði:Ég vil ráða hvaða port eru opin, og hvenær sumar tölvur fá aðgang. Tölva unglingsinns fær T.D ekki aðgang nema part úr degi

Ef ég mætti nú spyrja af hverju?


fjölskyldumál... þarf maður nokkuð að blanda sér í þau?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 13. Apr 2005 12:48

Nei svosem ekki ég er bara unglingur sjálfur og finnst það stundum vera óþarfa ofverndun í gangi hjá sumum foreldrum.
Annars back-on-topic
Er hægt að stilla aðganga á Linksys t.d þetta með að gefa tölvum aðgang að netinu.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 13. Apr 2005 13:30

samræmdu prófin kanski?
ég þyrfti sjálfur að fara að læra...
Síðast breytt af CraZy á Mið 13. Apr 2005 13:59, breytt samtals 1 sinni.




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Mið 13. Apr 2005 13:33

Rétt er það, þyrfti :lol:


« andrifannar»


CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 13. Apr 2005 13:59

haha sucka í stafsettningu




Höfundur
mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mbh » Mið 13. Apr 2005 14:31

Maður er bara aðeins að takmarka tímann á netinu, sem er kannski betur varið í lærdóm. Engin ofverndun í gangi, unglingurinn fær svo sannarlega nægan tíma til að hanga á netinu, en ég dreg línurnar við miðnætti, eftir það er algert netbann í gangi, nema kannski um helgar. Það er bara svolítið grátlegt að sjá suma unglinga (minn T.D) í dag sem nota tölvurnar engöngu í MSN chat, ekki það að MSN sé eitthvað slæmt. Bara hægt að nota netið í svo margt annað.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 13. Apr 2005 17:59

Ég ætla ekki að fara að skipta mér að uppeldinu hjá þér (ég er ekki að gagnrýna þig, bara hef ekkert vit á uppeldi) en ég alveg sammála þér að það er sorglegt hvað margir sem nota tölvur nokkið mikið kunna lítið á þær. En er það nokkuð skrítið? Í skólunum er maður í tölvum þar sem er lokað fyrir allt. Maður getur varla skemmt neitt og ef maður gerir það lagar kennarinn það. Hvar á "venjulegt" fólk að læra þetta?

Afhverju er ekki hægt að kenna krökkum á grunnhluti tölvunnar, td. að tengja hana, setja upp forrit, halda við vírusvörn o.s.frv. Það eina sem var kennt þegar ég var í grunnskóla var fingrasetningin (svo tók ég Ritvinnslu, fjölmiðlun og forritun í val og lærði ekkert). Þetta er alltof lítið.




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Mið 13. Apr 2005 18:08

Like spoken from my heart :?


« andrifannar»


CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 13. Apr 2005 18:13

einmitt,samt nokkrir skemmtilegir hlutir sem við erum í núna (tölvufræði2 10bekkur) td. photoshop og flash :) annars hefur þetta alltaf verið það sama,heimasíðugerð og fíngrasettningar :?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Mið 13. Apr 2005 18:19

Gaman að fara off topic.

Mín skoðun er sú að kunnáttan á vélbúnað tölvunar (taka hana sundur og saman s.s.) hafa voðalega lítið með það að gera hversu vel maður getur nýtt sér tölvuna sjálfa. Kennslan á tölvur mætti aftur á móti líklega vera betri, kynna börnum og unglingum þá möguleika sem tölvan býður uppá og þá ekki bara til ritvinnslu.
Það að kunna að laga tölvur og stýrikerfi er ekki það sama og að kunna á tölvur, en eins og er þá virðist þetta allt of oft eiga samleið. Hér má kenna um stýrikerfi vélarinnar sem hamlar þér við þína "framleiðni" en hjálpar þér ekki.
Eitthvað sem ég gæti séð fyrir mér í framtíðinni sem myndi bæta ástandið væru t.d. það að harðir diskar (eða eitthvað þannig) kæmu með uppsettum stýrkerfum og einhverskonar "notendapakka". Stýrikerfi sem sæi þá alfarið um samskiptin við vélbúnaðinn svo þú gætir einbeitt þér að því sem þú ætlar að nota tölvuna í. Auðvitað er gaman að grúska í tölvum, en það má samt ekki hamla hinum almenna notanda við að geta nýtt sér tölvuna og kosti hennar.

Afsakið þetta bull, hefði kannski bara átt að vera sér topic?




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mið 13. Apr 2005 18:52

gumol skrifaði:Ég ætla ekki að fara að skipta mér að uppeldinu hjá þér (ég er ekki að gagnrýna þig, bara hef ekkert vit á uppeldi) en ég alveg sammála þér að það er sorglegt hvað margir sem nota tölvur nokkið mikið kunna lítið á þær. En er það nokkuð skrítið? Í skólunum er maður í tölvum þar sem er lokað fyrir allt. Maður getur varla skemmt neitt og ef maður gerir það lagar kennarinn það. Hvar á "venjulegt" fólk að læra þetta?

Afhverju er ekki hægt að kenna krökkum á grunnhluti tölvunnar, td. að tengja hana, setja upp forrit, halda við vírusvörn o.s.frv. Það eina sem var kennt þegar ég var í grunnskóla var fingrasetningin (svo tók ég Ritvinnslu, fjölmiðlun og forritun í val og lærði ekkert). Þetta er alltof lítið.
Hjá okkur kenndi kennarinn okkur einusinni að tengja svona.. kenndi mér og nokkrum öðrum á norton ghost.. kenndi mér að overclocka "the old way"(með switchum á móðurborði :)) Svo renndi hann yfir helstu stýrikerfi og kosti og galla og margt margt fleira.. við lærðum MJÖG mikið semsagt "notlegt" en miklu meira af "ónotlegu" eða tilgangslausu :)




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 13. Apr 2005 18:54

mer langar i tölvu kennarann þinn..




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 13. Apr 2005 19:14

Það er alveg hægt að kunna á tölvu án þess að þekkja vélbúnaðinn. Ég er bara að tala um grunnþekkingu til að halda einkatölvunni sinni gangandi.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 13. Apr 2005 19:15

Ég var einu sinni með kvennkennara og ég var byrjaður að kenna henni :S
Annars er ég kominn með nýjan sem kenndi hvernig gif,jpg,bmp og compression virkar og hann var einu sinni með kennslu í hvernig ætti að setja örgjörva,kort í tölvur.




zream
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fim 01. Apr 2004 15:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Staða: Ótengdur

Pósturaf zream » Mið 13. Apr 2005 19:22

Já, ég er með kennara sem er að kenna miklu meira en tölvur og kann ekkert á tölvur. Skil ekki afhverju er ekki hægt að setja fólk sem kann allavegar smá á tölvur, bara verið að kenna okkur á word eitthvað þannig núna.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mið 13. Apr 2005 19:26

Pandemic skrifaði:Ég var einu sinni með kvennkennara og ég var byrjaður að kenna henni :S
Annars er ég kominn með nýjan sem kenndi hvernig gif,jpg,bmp og compression virkar og hann var einu sinni með kennslu í hvernig ætti að setja örgjörva,kort í tölvur.
ég er nú með karlkennara sem er líka kerfistjórinn(hinn kennarinn var fyrrverandi kerfistjóri) hjá skólanum og ég kann MIKIÐ meira en hann á tölvur.. en það er eitt svið sem að hann kann allt meira en ég og það er allt sem tengist neti.. hann er algjör netsnillingur..




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 13. Apr 2005 19:41

jamm eg og 2 adrir erum lika byrjadir ad kenna tölvukennaranum minum ýmislegt,en hún veit samt helling um kerfisstjórn og þannig vesen sem við höfum ekkert vit á :/



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Mið 13. Apr 2005 19:42

gumol skrifaði:Það er alveg hægt að kunna á tölvu án þess að þekkja vélbúnaðinn. Ég er bara að tala um grunnþekkingu til að halda einkatölvunni sinni gangandi.

Og það sem ég er að tala um er að þú átt ekki að þurfa að hafa neina þekkingu til að halda henni gangadi, hún á bara að virka.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 14. Apr 2005 02:06

Það getur alveg verið að þér finnist það en það er ekki þannig og mun ekki verða þannig. (ok, aldrei segja aldrei en ég sé það amk. ekki gerast í nánustu framtíð)

Það er sama hvaða tæki við erum að tala um, það er alltaf eitthvað viðhald. Tölva er mjög mjög flókið tæki og þessvegna kemur það ekkert svakalega á óvart að það er flókið að halda henni við. Það geta ekki allir lært það bara með því að fikta eins og flestir okkar.

Alveg eins með bíla, þú verður að kunna helling til að halda bílnum þínum við, það ætti ekki að vera þannig en það er þannig. Í ökuskólanum er manni kennt í meginatriðum það sem maður verður að gera eða sjá til að sé gert og það ætti að vera þannig í tölvum líka (í grunnskólum og framhaldsskólum)




Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Reputation: 0
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Emizter » Fim 14. Apr 2005 09:17

Hefði ekki verið lang sniðugast að kaupa bara annan ADSL2+ router, og vera bara með hann? :) Eða myndu þeir neita að gefa upp user og pass á netið?