Lyklaborð og mýs

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2875
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Jan 2026 10:22

halldorjonz skrifaði:Eftir mina reynslu af razer musum þa se eg ekki afhverju eg myndi fara i það aftur hef bara ekkert nema goða reynslu af logitech og nuna er eg með superlight x

Her er version 2 af henni sem er aðeins betri eg færi alltaf i hana
Mjog gott verð, sambandi við snurna eg var þar alltaf lika og hafði mera segja minu þraðlausu oft i sambandi, en svo eftir eg vandist henni án snuru sem tok nokkra daga
Þa fer eg aldrei i snúrumús aftur :megasmile

https://www.coolshop.is/vara/logitech-g ... se/23GT7R/


Yub, i have been warned. Ætla samt í Razer deathadder v3 :)

Ég elska logitech sem vörumerki, en ég fýla ekki mýsnar hjá þeim. Annaðhvort er músin hönnuð fyrir bæði vinstri/hægri eða það eru eh spaceaðir vængir.

Ég vill mús sem er hönnuð fyrir hægri hendi. Án vængs.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2875
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Jan 2026 10:23

ChopTheDoggie skrifaði:Ég er bara búinn að vera voða sáttur með Razer Huntsman Tournament Edition (eini gallinn ekkert hot-swap) + Razer Basilisk mýs línuna (byrjaði á Hyper, v2 og nú á v3). Það eina sem ég hef til að segja þér er að vertu bara tilbúinn að kaupa aðra mús eftir 2 - 4 ár ef þú ætlar í Razer nema þú lendir í lukkupotnum annars er ekkert að Razer imo :megasmile

Ég er ekki alveg viss sjálfur með sérsmíða takka, ég trúi það væri erfitt að finna svona keycaps set með íslenskum stöfum en Ducky hefur gert lyklaborð með íslenska stafi með ljóslýsingu (ekki límmiðar) svo það væri kannski þess virði að henda á þeim línu og mögulega fá sent nokkur íslenska Cherry takka.
WASDKeyboards gerðu það einu sinni en þeir eru ekki lengur til.
https://diykeycap.com/pages/custom-keycaps Þetta er eitthvað til líka, hægt að setja íslenska stafi en þeir verða eitthvað mjóir vs venjulegir stafir svo ekki viss hvernig þetta myndi koma út.


Flott lyklaborð en sýnist það ekki vera í sölu lengur hérna.




TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 254
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf TheAdder » Mán 26. Jan 2026 11:06

Moldvarpan skrifaði:Ég vill mús sem er hönnuð fyrir hægri hendi. Án vængs.

Akkúrat eins og þessa? :D
https://www.logitech.com/en-us/shop/p/g ... 910-005638


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2875
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Jan 2026 11:22

TheAdder skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég vill mús sem er hönnuð fyrir hægri hendi. Án vængs.

Akkúrat eins og þessa? :D
https://www.logitech.com/en-us/shop/p/g ... 910-005638


Var búinn að sjá hana, fannst asnalegt að það sé enginn að selja hana hérna heima.

En, mér finnst hliðartakkinn fáranlega stór, finnst eins og maður gæti óvart ýtt á hann við að nota músina.

Kannski að ég taki hana í gegnum amazon... hmm hún er soldill hlunkur, 107gr

ooooog þá sá ég Razer DeathAdder V4 Pro Wireless.... daamn. langar núna í hana hahhahaha

Jæja ætla fara setja duronaut á strix... wish me luck :D
Síðast breytt af Moldvarpan á Mán 26. Jan 2026 11:36, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2519
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 242
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf GullMoli » Mán 26. Jan 2026 14:37

Ég er búinn að gefast upp á Logitech lyklaborðum. Lyklaborð nr tvö núna sem fer að tví til þrí rita stafi eða ekki að nema snertingu á þeim. Bæði hafa enst í 2-3 ár.

Skilst að Razor séu ekkert skárri. Prufa eitthvað en þessi stóru merki núna :D


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Mazi!
+EH l33T M@$TEr
Póstar: 1337
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 4
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Mazi! » Mið 28. Jan 2026 16:30

Ég er með Razer Deathadder v3 pro músina og gæti ekki verið ánægðari með eina mús, góð í hendi, ekki of mikið af tökkum á henni, fislétt og bara fullkomin í alla staði að mínu mati.


| ASRock B850M-X WiFi R2.0 | Ryzen 5 8400F | G.Skill Ripjaws 2x16GB 6000Mhz | 9060XT 8GB OC | 1TB WD Black M.2 NVMe SSD | Gamemax GM-700 - 700W | Sharkoon VK3 Black |


Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 44
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Gemini » Mið 28. Jan 2026 16:45

Mazi! skrifaði:Ég er með Razer Deathadder v3 pro músina og gæti ekki verið ánægðari með eina mús, góð í hendi, ekki of mikið af tökkum á henni, fislétt og bara fullkomin í alla staði að mínu mati.


Já þetta er svona old school Intellimouse Explorer 3.0 feelið sem við gamlingjarnir viljum ennþá. Nýja Logitech superlight 2 DEX er líka þannig.

Ég var alltaf ánægður með Razer alveg þar til þær byrjuðu að tvíklikka oftast eða eitthvað klikkað í þeim sem tók oftast ekki einu sinni 2 ár :/
Superlight seinasta hjá Logitech þoldi mig í 3 ár en þá fór scrollið.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2875
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Mið 28. Jan 2026 18:16

Gemini skrifaði:
Mazi! skrifaði:Ég er með Razer Deathadder v3 pro músina og gæti ekki verið ánægðari með eina mús, góð í hendi, ekki of mikið af tökkum á henni, fislétt og bara fullkomin í alla staði að mínu mati.


Já þetta er svona old school Intellimouse Explorer 3.0 feelið sem við gamlingjarnir viljum ennþá. Nýja Logitech superlight 2 DEX er líka þannig.

Ég var alltaf ánægður með Razer alveg þar til þær byrjuðu að tvíklikka oftast eða eitthvað klikkað í þeim sem tók oftast ekki einu sinni 2 ár :/
Superlight seinasta hjá Logitech þoldi mig í 3 ár en þá fór scrollið.


Jáá algjörlega, ég var búinn að gleyma nafninu.. Ég átti þó nokkrar af þeim í CS á sínum tíma haha

Eftir allt hringlið framm og tilbaka, þá gat ég ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að eyða 30-60k í flottasta lyklaborð og músarsetup sem mig langaði í.
Ég endaði á að kaupa mér ódýrt lyklaborð og mús, saman á um 15k. Ég varð að prófa það fyrst,,, þar sem ég er frekar nægjusamur.

Búinn að vera taka gott run í BF6 og bara mjög ánægður, töluvert betra en það sem ég var með. Læt þetta duga í bili, ætla láta drauminn bíða aðeins.
Viðhengi
a3.jpg
a3.jpg (697.13 KiB) Skoðað 406 sinnum




arnarpumba
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 11. Feb 2018 18:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf arnarpumba » Fös 30. Jan 2026 12:14

Moldvarpan skrifaði:Ég er búinn að ákveða mig

Ætla taka Razer Deathadder V3, samkvæmt öllu sem ég les, þá er búið að laga hana mikið frá upprunalegri útgáfu.
Og ætla hafa hana bara snúrutengda. Mér finnst þetta lag á mús þægilegt, hef átt margar í þessu lagi í gegnum tíðina.

Og lyklaborðið, ég ætla panta mér Lemokey P3 HE.

En með að sérsmíða takka, er einhver sem þið gætuð bent á? Myndi vilja Æ Þ Ð takkana ef hægt væri að búa þá til einhversstaðar.


Myndi taka v4.. bara útaf húðunini sem er meira eins og á logitech.. ef ég man rétt er v3 bara svona semi hrjúft leiðinlegt plast



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf GuðjónR » Fös 30. Jan 2026 12:54

Viljiði léttar mýs? Ég byrja alltaf á því að þyngja þær með lóðunum sem fylgja, að því gefnu að það fylgi lóð með þeim.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 378
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Henjo » Fös 30. Jan 2026 13:09

GuðjónR skrifaði:Viljiði léttar mýs? Ég byrja alltaf á því að þyngja þær með lóðunum sem fylgja, að því gefnu að það fylgi lóð með þeim.


2x þarna.

Nota núna bara ódýra 1500kr M90 logitech eftir að hafa gefist upp á öllu öðru, mús á að duga í 10 ár lágmark. Það er algjörlega óásætanlegt að allt þetta drasl er mest megnis ónýtt eftir bara 2-3 ára notkun eða minna.

Þannig á tveggja ára fresti fer ég uppí skáp og sækji nýja óopnaða (keypti svona sex stykki á black friday útsölu á svona 700kr/stk) og fyrsta sem ég geri er að ég opna hana, sem er mjög auðvelt því ólíkt öllum öðrum algjörlega drasl rusl ömurlegum anti-human mús sem eru á markaðinum, þá er ekkert mál að opna hana. Bara ein aðgengileg skrúfa sem er ekki falinn undir límiða eða skaut, tekur 10 sekondur. Anyway, síðan fylli ég hana af allskyns drasli til að hafa góða þyngd.
Síðast breytt af Henjo á Fös 30. Jan 2026 13:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2875
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Fös 30. Jan 2026 16:52

GuðjónR skrifaði:Viljiði léttar mýs? Ég byrja alltaf á því að þyngja þær með lóðunum sem fylgja, að því gefnu að það fylgi lóð með þeim.


Ég á Logitech M500s músina, hún er um 115gr.

Svo keypti ég mér Corsair Harpoon, sem er um 82gr... og vá, þvílíkur munur. Hún glide-ar yfir músarmottuna mikið meira smooth.
Ég hef ekki keypt mér dýra mús í mjög langan tíma... sennnilega síðast þegar maður var að LANA :D

https://tl.is/corsair-harpoon-rgb-pro-svort-leikjamus.html Googlast illa.
Síðast breytt af Moldvarpan á Fös 30. Jan 2026 16:54, breytt samtals 1 sinni.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 781
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Hausinn » Fös 30. Jan 2026 17:28

Hafið þið prufað mýsnar frá BenQ Zowie? Er sjálfur að nota eina þráðlausa með þeirra "extended receiver" og er mjög ánægður með hana. Þær eru frekar dýrar miðað við hvað er innifalið en þetta eru góðar mýs sem eru ekki yfirhannaðar og þurfa ekkert app drasl.