Router fyrir ljósleiðara


Höfundur
dedd10
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Fös 18. Des 2009 21:27
Reputation: 4
Staða: Tengdur

Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf dedd10 » Lau 06. Des 2025 22:54

Við erum að spá í að kaupa eigin router fyrir heimanet á ljósleiðara.

Einhver sem getur mælt með fínum router í svoleiðis?

Ekkert álag Á netinu, bara streymisveitur og vafr.

Er eitthvað vit í þessum td?
https://elko.is/vorur/tp-link-archer-ax ... 3/TLAX1800



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17177
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2354
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf GuðjónR » Lau 06. Des 2025 23:33

Þessi er WiFi6 þú ferð í WiFi7 ekki spurning.




ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1604
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 99
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf ColdIce » Sun 07. Des 2025 07:20



Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 17 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

kornelius
FanBoy
Póstar: 730
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf kornelius » Sun 07. Des 2025 15:20

Mundi ráðleggja þér að kaupa TRI-BAND wifi 7 router.

Að kaupa dual band wifi 7 router er nánast engin ávinningur fram yfir wifi 6E

Skoðaðu: "GL.iNet GL-BE9300 (Flint 3) First Tri-band Wi-Fi 7 Home Router" hann fæst á innann við 30k hjá Ali frænda.

K.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf Gunnar » Sun 07. Des 2025 17:04

https://tl.is/acer-wave-7-wifi-7-mesh-r ... takur.html

wifi 7. frekar clean look. 15þkr á tilboði til miðnætis í dag.
var að kaupa einn svona nuna í staðinn fyrir leigurouter heima hjá mömmu.
ef einhver hér er með leigurouter þá ertu 15 mánuði að borga af honum og svo ertu ekki að borga lengur. í staðinn fyrir 990kr ish að eilífu.




arnarpumba
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 11. Feb 2018 18:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf arnarpumba » Sun 21. Des 2025 00:30

sorry að ég vekji þráðinn en afhverju wifi 7? og tri band? er í sömu pælingu og er í 125 fm íbúð, ein tölva tengt með snúru nokkrir símar og sjónvarp þarf maður ekki bara router á 15k með wifi 6e?




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 598
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 182
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 21. Des 2025 02:21

arnarpumba skrifaði:sorry að ég vekji þráðinn en afhverju wifi 7? og tri band? er í sömu pælingu og er í 125 fm íbúð, ein tölva tengt með snúru nokkrir símar og sjónvarp þarf maður ekki bara router á 15k með wifi 6e?


Það er nkl enginn ástæða til að taka WiFi 7 rúter núna. Bara dýrustu símar styðja þetta og hverju bætir þessi auka tugþúsunda kostnaður við lífsgæði á íslensku heimili í dag? Kannski smá fyrir einhvern á 20. þúsundasta heimili ... fyrir hina núll og nákvæmlega nix. Eftir þrjúr ár verður þetta standard alls staðar (og án þess að heimilisbúar upplifi nein aukin gæði þá). Kauptu bara notaðann góðan 11ac eða 11ax rúter fyrir nokkra þúsundkalla.

Ekki hlusta á þetta: þú ferð auðvitað í WiFi 7. Mitt svar er: Bjóddu frekar fjölskyldunni í góðan dinner.

Ég á nokkra svona rútera (11ac & 11ax) sem þú getur fengið fyrir 3-5K. Eftir þrjú-fimm ár kaupirðu eitthvað annað en þú ert ekki að fara sjá neinn minnsta mun, nema í veskinu auðvitað. Jú, það er einn og einn þar sem þetta skiptir máli og þetta er þannig séð "framtíðin", en einhverjir tíuþúsundkallar hér eru ekki að fara að bæta einum þúsundasta aur í lífsgæði ~ 99.9999999% landsmanna.

Júskeisinn í þessu snúast alltaf meira um fjarskiptaveitendur / símafélög en um þig, amk að því marki sem hægt er að tosa fleiri þúsundkalla úr þínu veski. Dæminu er stillt upp sem þér sérstaklega í hag en miskunarlaust dráp 3G segir allt sem segja þarf. 4G er nefnilega ekki tilbúið í almenna símaþjónustu á þann hátt sem 3G er / var. Boltanum, staðlinum, samræmingunni var klúðrað með glæsibrag og sum okkar, ekki öll, en bráðum öll erum að fara að komast að því.

Sum fyrirtæki geta notað þetta, sum svo um munar en við pöbbullinn: NEI!

Hverju erum við að fara að komast að?

Jú, þegar 3G er drepið minnkar sambandsöryggi til muna (jafnvel stórkostlega). Ha? Af hverju er það? Af því að staðlaráð símafélaga og ríkisstjórna hafa eins og svo oft áður klúðrar dæminu. NB. Ég og að því er virðist margir hafa þegar upplifað þetta.

Það er miklu verra að þú náir ekki sambandi í farsímasamtali en að símafélagið reyni að telja þér trú um að það sé að starfa alveg sérstaklega í þína þágu á sama tíma og félagið slátrar sambandinu þínu.


Mig langar að benda á að (síma)liðið sem öllu klúðrar alltaf var ábyrgt fyrir ~ 10 ára töf á Internetinu í Evrópu.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Sun 21. Des 2025 07:04, breytt samtals 2 sinnum.




oon
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Router fyrir ljósleiðara

Pósturaf oon » Sun 21. Des 2025 10:17

Tek undir með Sinnumtveir.

Það skiptir einnig máli hvernig milliveggirnir í húsinu eru hjá þér. Í mínu eru steyptir veggir, gjarnan múraðir á hænsnanet, sem mig grunar að virki eins og faraday búr á WiFi bylgjur. Þar eiga hærri tíðnisviðin í 5, 6 & 7 mun erfiðara um vik og ég myndi sjálfur alltaf taka stöðugt samband á símum/tölvum fram yfir hraða.

Annað sem ég myndi líklega alltaf forgangsraða í router er örgjörvi og pakkabandvíddin sem hann ræður við. Þ.e. fram yfir hraða á WiFi aðgangspunkti.
Síðast breytt af oon á Sun 21. Des 2025 10:18, breytt samtals 1 sinni.