Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf cocacola123 » Mið 26. Nóv 2025 10:18

Halló,

Nú eru allar græjur sem ég nota frá Apple eða Valve og núna vantar mig stundum Windows fyrir námið.

Ég hef verið að gæla við það að fá mér temmilega ódýra windows tölvu sem væri bara í skáp LAN tengd við ráderinn.
Myndi þá nota hana sem plex server, 1080p/60fps stream leikjatölvu og windows í mac stream þegar ég þarf windows forrit.

Hefur einhver sett svona upp? Er þetta nothæft/raunhæft? Hvaða forrit eru best og þægilegust?


Drekkist kalt!


oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 13
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf oskarom » Mið 26. Nóv 2025 11:33

Ekki alveg viss hvað þú ætlar að reyna að ná fram en hérna er það sem ég nota.

Venjulegt remote desktop: Rusty Desk, virkar mjög vel með öllu nema HDR, ég slekk bara á HDR ef ég þarf að nota það.

Low latency leikja streaming: Apollo (sunshine forkur) + Moonlight, virkar frábærlega, hef prófað að streyma leikjum frá Windows vélinni minni á bæði MacBook, Apple Tv og iPhone, virkar mjög vel, er smá fiff að finna útúr þessu.

Hef prófað ýmislegt annað, Parsec, Steam Link og það hefur ekki virkað jafnvel og Apollo + Moonlight.

Fyrir Plex þá er kannski einn punktur en eingöngu ef það eru aðrir notendur en þú sem þurfa transcoding, fá sér auka GPU, getur verið mjög ódýrt kort, sem myndi þá höndla transcoding og leyfa aðal skjákortinu að vera laust fyrir leiki.



Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf cocacola123 » Mið 26. Nóv 2025 12:09

Þetta er akkúrat svarið sem ég var að leita af held ég.
Eftir smá rannsókn lítur þetta allt mjög vel út fyrir það sem ég vill gera.

Takk!


Drekkist kalt!

Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 203
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf russi » Mið 26. Nóv 2025 12:58

cocacola123 skrifaði:Þetta er akkúrat svarið sem ég var að leita af held ég.
Eftir smá rannsókn lítur þetta allt mjög vel út fyrir það sem ég vill gera.

Takk!

Það er ekki einu sinni þörf á ser GPU korti fyrir transcode, ef þú ert með intel örgjörva sem er með GPU (sem eru langflestir) þá er Intel Qsync feikinóg í flestum tilfellum



Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf cocacola123 » Mið 26. Nóv 2025 13:27

russi skrifaði:Það er ekki einu sinni þörf á ser GPU korti fyrir transcode, ef þú ert með intel örgjörva sem er með GPU (sem eru langflestir) þá er Intel Qsync feikinóg í flestum tilfellum


Nú þekki ég mjög lítið inn á Plex server pælingar.
En ég hef alltaf bara stillt allt á að spila á native gæðum og hef aldrei lent í veseni.
Er með Plex media server forrit í macbook og hef aldrei lent í neinu laggi eða veseni alveg sama hvort ég sé að horfa á 720p barnaefni eða 60gb 4k mynd á Apple tv í stofunni.
Þarf ég þá ekki að spá í þessu GPU transcode dæmi ef ég er með Plexið alltaf á Native quality?


Drekkist kalt!

Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 203
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf russi » Mið 26. Nóv 2025 17:37

cocacola123 skrifaði:Nú þekki ég mjög lítið inn á Plex server pælingar.
En ég hef alltaf bara stillt allt á að spila á native gæðum og hef aldrei lent í veseni.
Er með Plex media server forrit í macbook og hef aldrei lent í neinu laggi eða veseni alveg sama hvort ég sé að horfa á 720p barnaefni eða 60gb 4k mynd á Apple tv í stofunni.
Þarf ég þá ekki að spá í þessu GPU transcode dæmi ef ég er með Plexið alltaf á Native quality?


Þá ertu í raun góður, það eru einhver tilfelli þar sem spilari skilur ekki native skránna, þa helst eldri skrár og mögulega AV1 skrár.

Þetta á kannski meira við ef þú ert að tengjast að utan og hefur ekki stjórn á hraðanum og slíkt



Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Streyma Windows pc í apple/valve græjur

Pósturaf dabbihall » Fim 27. Nóv 2025 11:34

ég hef verið að nota parsec yfir á plex þjóninn og það virkar mjög vel og er einfalt í uppsetningu.

hef einnig verið að nota sunshine + moonlight á steam deck til þess að spila leiki í gegnum netið af og hefur það virkað mjög vel. myndi eflaust líka virka vel í þínu tilfelli, aðeins fleiri skref en parsec uppsetningin. setur upp sunshine á windows vélinni og moonlight á linux/mac vélinni og linkar þær saman

ekki prófað parsec á steamdeckinu


5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg c3 42' oled | Valve Index