Netflix að endurskrifa söguna?

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:10

Þeir þreytast ekki á því hjá Netflix að endurskrifa söguna með því kynþáttabreyta raunverulegu fólki úr mannkynssögunni. Nýjasta dæmið er að Gústav III Svíakonungur orðin arabi í nýrri period drama seríu.

https://cosmicbook.news/netflix-casts-a ... i-backlash

Hvers vegna?

Látið kynþátt sögulegra persóna vera, mér er nokkuð sama um uppskáldaðar persónur. Ég vil ekki sjá hvítan Nelson Mandela á sjónvarpsskjáinn frekar en arabískan svíakonung.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2124
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 179
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf DJOli » Lau 27. Sep 2025 00:18

...Er það samt að hann sé orðinn Arabi vegna þess að leikarinn sé Arabi?
Varðstu fyrir sömu vonbrigðum með Hamilton söngleikinn?


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2749
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf SolidFeather » Lau 27. Sep 2025 00:21

Þér væri samt alveg pottþétt sama þótt að Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random tv þætti. Myndir allaveganna ekki gera þráð um það hér.

6-7




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:24

SolidFeather skrifaði:Þér væri samt alveg pottþétt sama þótt að Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random tv þætti. Myndir allaveganna ekki gera þráð um það hér.

6-7
Ég held að þú ættir að læra að lesa áður en þú svarar.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2749
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf SolidFeather » Lau 27. Sep 2025 00:27

falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Þér væri samt alveg pottþétt sama þótt að Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random tv þætti. Myndir allaveganna ekki gera þráð um það hér.

6-7
Ég held að þú ættir að læra að lesa áður en þú svarar.


Já, hvað var ég að misskilja?




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:33

DJOli skrifaði:...Er það samt að hann sé orðinn Arabi vegna þess að leikarinn sé Arabi?
Varðstu fyrir sömu vonbrigðum með Hamilton söngleikinn?

Hef ekki séð þennan söngleik sem þú ert að vísa í.

Margt fólk (sérstaklega yngra fólkið) trúir því sem það sér í sjónvarpi þegar það er undir formerkjum þess að fjalla um sögulega atburði/persónur, þess vegna er það slæmt þegar sagan og umhverfið er falsað. Í mörgum period drama þáttum er lagt upp úr að hafa klæðnað og slíkt sem mest "authentic", en það virðist vera í lagi að skipta um kynþætti á sögupersónunum.

Ég þoli ekki heldur þegar svona söguleg drama víkja langt frá raunverulegum atburðum. Búið þá til nýjar persónur og atburði, ekki falsa söguna!




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:33

SolidFeather skrifaði:
falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Þér væri samt alveg pottþétt sama þótt að Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random tv þætti. Myndir allaveganna ekki gera þráð um það hér.

6-7
Ég held að þú ættir að læra að lesa áður en þú svarar.


Já, hvað var ég að misskilja?

"Ég vil ekki sjá hvítan Nelson Mandela á sjónvarpsskjáinn frekar en arabískan svíakonung."



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2749
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf SolidFeather » Lau 27. Sep 2025 00:36

falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Þér væri samt alveg pottþétt sama þótt að Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random tv þætti. Myndir allaveganna ekki gera þráð um það hér.

6-7
Ég held að þú ættir að læra að lesa áður en þú svarar.


Já, hvað var ég að misskilja?

"Ég vil ekki sjá hvítan Nelson Mandela á sjónvarpsskjáinn frekar en arabískan svíakonung."


Já ég las þetta og skrifaði það sem ég skrifaði. Þú hefðir ekki búið til þennan póst ef Nelson Mandela væri hvítur í einhverjum random þætti.




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:43

Hmm.. jú, ég hefði nú bara allt eins verið líklegur til þess. Það væri jafn heimskuleg ákvörðun hjá Netflix að vera með hvítan Nelson Mandela og araba sem svíakonung, jafnvel enn heimskari þar sem það er ekki svo langt síðan að Mandela lést.

En þú veist greinilega allt best, jafnvel um fólk sem þú þekkir ekki neitt.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2749
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf SolidFeather » Lau 27. Sep 2025 00:47

Já það er frekar einfalt að lesa fólk eins og þig.




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 00:55

Shit hvað þú ert ruglaður. Þér finnst í lagi að kvikmyndafyrirtæki og streymisveitur séu að stunda sögufalsanir?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5826
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1088
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf appel » Lau 27. Sep 2025 01:05

Ekkert nýtt, Netflix er auðvitað í bandaríkjunum og woke-menningin hefur tröllriðið öllu þar síðustu ár.

Ekki langt síðan þetta var:

Egyptians complain over Netflix depiction of Cleopatra as black
https://www.bbc.com/news/world-middle-east-65322821


Reyndar hefur verið til eitthvað sem kallast "white-washing" sem er alveg til,

‘Gods of Egypt’ director, Lionsgate apologize for predominantly white cast
https://edition.cnn.com/2015/11/28/ente ... ology-feat

Svo við tölum nú ekki um mun eldri kvikmyndir, Ben Hur, Cleopatra með Elizabeth Taylor, allt hvítir vestrænir leikarar. En tímarnir aðrir um 1960 en núna, og ástæðurnar og hvatarnir aðrir.

Og auðvitað Thor myndin með Idris Elba sem Heimdallur
https://www.reuters.com/article/lifesty ... TRE7270JB/
deila má um hvort norrænu guðirnir hafi verið hvítir haha, eða hvað, kannski bláir eða grænir. Guðir, ímyndaðir, held menn hafi skáldsagnaleyfi þar á bæ.


En held að það sé annar hvati hjá Netflix að baki. Auðvitað vita þeir að þessi konungur var hvítur svíi, það eru til myndir af honum greinilega, þannig að ég veit ekki hvaða hvatar búa þarna á baki nema auðvitað woke dæmi, fjölmenningarklisjan.
Hver veit nema þeir endurgeri "The Crown" með asískri leikkonu sem drottningu sem Elizabeth II.

Var ekki Baltasar Kormákur sekur um þetta í nýjustu þáttaröðinni sinni? Vera með svarta leikara á tíma þegar engir svartir voru á svæðinu.


En svo er auðvitað hin hliðin á peningnum sú að ... má aðeins fatlaður leikari leika fatlaðan einstakling? Má aðeins dvergur leika dverg? Má aðeins þroskaheftur leika þroskaheftan? Blindur leikari blindan karakter? Nei. Auðvitað ekki. Held að Forrest Gump yrði þá ekki leyfð í dag.

Annars er még skítsama um þetta. Netflix er bara fyrirtæki sem getur gert það sem þeim sýnist, þetta er ekki ríkisfyrirtæki rekið fyrir skattfé sem hefur hlutverk að vera sagnfræðilega rétt, þetta er í einkaeigu og geta gert hvað sem þeir vilja, búið til hvað sem þeir vilja.

Þannig að frelsi Netflix er fullkomið til að gera hvað sem þeir vilja. Það er bara bottomline í þessari umræðu allri, allir mega gera hvað sem er, jafnvel móðgast, þú hefur rétt til að móðgast. Svíar þurfa ekki einu sinni að horfa á þetta.

Svo er alveg áhugavert að hugsa um þetta hluti eftir að hafa lesið þetta:
https://www.oscars.org/awards/represent ... -standards
Netflix er líklega bara að uppfylla þessar reglur til að þáttaröðin geti verið íhuguð fyrir tilnefningar.
Síðast breytt af appel á Lau 27. Sep 2025 01:09, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 01:19

En þetta eru að vissu leyti vörusvik. Þeir markaðsetja einhverja seríu sem byggða á raunverulegum sögupersónum og/eða atburðum en afbaka algjörlega söguna. Með tímanum fer fólk að trúa því að afbakaða sagan sé raunverulega rétt.

Þótt þetta hafi verið gert fyrir 50+ árum síðan, réttlætir það ekki að gera það í dag.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5826
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1088
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf appel » Lau 27. Sep 2025 01:32

falcon1 skrifaði:En þetta eru að vissu leyti vörusvik. Þeir markaðsetja einhverja seríu sem byggða á raunverulegum sögupersónum og/eða atburðum en afbaka algjörlega söguna. Með tímanum fer fólk að trúa því að afbakaða sagan sé raunverulega rétt.

Þótt þetta hafi verið gert fyrir 50+ árum síðan, réttlætir það ekki að gera það í dag.


Truflar mig ekki neitt, horfi ekki á neitt á Netflix né amerískt sjónvarpsefni.

Var ekki Jesús kristur hvítur annars? Eða var það hvíti maðurinn að eigna sér Jesús? Sagnfræðingar telja auðvitað rétt að hann hafi verið nokkuð brúnn, alveg dökk brúnn, enda það normið á þessu svæði á þessum tíma.


*-*

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2124
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 179
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf DJOli » Lau 27. Sep 2025 02:08

falcon1 skrifaði:
DJOli skrifaði:...Er það samt að hann sé orðinn Arabi vegna þess að leikarinn sé Arabi?
Varðstu fyrir sömu vonbrigðum með Hamilton söngleikinn?

Hef ekki séð þennan söngleik sem þú ert að vísa í.

Margt fólk (sérstaklega yngra fólkið) trúir því sem það sér í sjónvarpi þegar það er undir formerkjum þess að fjalla um sögulega atburði/persónur, þess vegna er það slæmt þegar sagan og umhverfið er falsað. Í mörgum period drama þáttum er lagt upp úr að hafa klæðnað og slíkt sem mest "authentic", en það virðist vera í lagi að skipta um kynþætti á sögupersónunum.

Ég þoli ekki heldur þegar svona söguleg drama víkja langt frá raunverulegum atburðum. Búið þá til nýjar persónur og atburði, ekki falsa söguna!


Hvaða vitleysa er þetta eiginlega í þér?
Þættirnir eru klárlega söguleg drama, ekki ævisaga og alls ekki heimildarmynd. Það er enginn að endurskrifa söguna. Hún hefur þegar verið skrifuð, er til og auðveldlega aðgengileg.

Ef þú byggir yfir einhverri menningarfræði og þekktir hlutina nógu vel til að missa þig ekki yfir þessu, þá værirðu kunnugur Hamilton söngleiknum sem er vinsælasti og þekktasti söngleikur síðustu 10 ára.
https://www.youtube.com/watch?v=r1izVfVpBwE < eitt atriði.
Lin-Manuel Miranda, fyrstu-kynslóðar Bandaríkjamaður, en þó Latino (frá Puerto Rico), fer með hlutverk Alexanders Hamilton sem var hvítur Breti sem varð einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna.
Leslie Odom Jr., Bandarískur svertingi, fer með hlutverk Aarons Burr, sem var hvítur Bandaríkjamaður, fæddur í New Jersey, en hann varð einnig einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna.
Daveed Diggs, Bandarískur svertingi af bæði Afrískum og Gyðingaættum fer með hlutverk bæði Tomas Jefferson, hvíts Breta sem varð einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna, og hlutverk hins Franska Gilbert du Motier, Marquis de Lafayette, sem einnig var hvítur, en var samliði þeirra þegar kom að stofnun Bandaríkjanna.

Söngleikurinn er geðveikur. Hann hlaut mergjaðar undirtektir, fjöldann allann af verðlaunum og leikarar heiðraðir vel og fallega.
Meira um söngleikinn hér. https://en.wikipedia.org/wiki/Hamilton_(musical)
Síðast breytt af DJOli á Lau 27. Sep 2025 02:09, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


fhrafnsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf fhrafnsson » Lau 27. Sep 2025 08:07

Verð að fá að segja að sem áhorfandi í þessum þræði þá grafa báðar hliðar undan sér svolítið með dónaskap. Að spyrja kaldhæðnislega hvort einhver hafi eða kunni að lesa eða að skrifa "Hvaða vitleysa er þetta eiginlega í þér?" hjálpar þér ekki að sannfæra neinn, nema það sé ekki tilgangurinn heldur bara að hljóma vel í eigin hugarheimi. Það er verið að eyða alveg sæmilegum tíma í að finna heimildir og skrifa góða pistla máli sínu til stuðnings en svo er því bara hent út um gluggann með svona talsmáta. Bara mín 2c.




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 10:56

appel skrifaði:
falcon1 skrifaði:En þetta eru að vissu leyti vörusvik. Þeir markaðsetja einhverja seríu sem byggða á raunverulegum sögupersónum og/eða atburðum en afbaka algjörlega söguna. Með tímanum fer fólk að trúa því að afbakaða sagan sé raunverulega rétt.

Þótt þetta hafi verið gert fyrir 50+ árum síðan, réttlætir það ekki að gera það í dag.


Var ekki Jesús kristur hvítur annars? Eða var það hvíti maðurinn að eigna sér Jesús? Sagnfræðingar telja auðvitað rétt að hann hafi verið nokkuð brúnn, alveg dökk brúnn, enda það normið á þessu svæði á þessum tíma.

Það er löng hefð fyrir því að ólíkir menningarheimar búi til Jesú í sinni mynd, hann hefur verið myndskreyttur sem allir mögulegir kynþættir í gegnum tíðina - hvíti maðurinn er ekkert sér á báti varðandi það. Já, líklega var hann eitthvað brúnn á hörund. Líklega var hann hvorki hvítur né svartur, en við vitum það ekki þar sem það eru engar lýsingar á því í ritningunni eða öðrum heimildum.




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf falcon1 » Lau 27. Sep 2025 11:17

DJOli skrifaði:Ef þú byggir yfir einhverri menningarfræði og þekktir hlutina nógu vel til að missa þig ekki yfir þessu, þá værirðu kunnugur Hamilton söngleiknum sem er vinsælasti og þekktasti söngleikur síðustu 10 ára.
https://www.youtube.com/watch?v=r1izVfVpBwE < eitt atriði.
Lin-Manuel Miranda, fyrstu-kynslóðar Bandaríkjamaður, en þó Latino (frá Puerto Rico), fer með hlutverk Alexanders Hamilton sem var hvítur Breti sem varð einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna.
Leslie Odom Jr., Bandarískur svertingi, fer með hlutverk Aarons Burr, sem var hvítur Bandaríkjamaður, fæddur í New Jersey, en hann varð einnig einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna.
Daveed Diggs, Bandarískur svertingi af bæði Afrískum og Gyðingaættum fer með hlutverk bæði Tomas Jefferson, hvíts Breta sem varð einn af 'stofnfeðrum' Bandaríkjanna, og hlutverk hins Franska Gilbert du Motier, Marquis de Lafayette, sem einnig var hvítur, en var samliði þeirra þegar kom að stofnun Bandaríkjanna.

Söngleikurinn er geðveikur. Hann hlaut mergjaðar undirtektir, fjöldann allann af verðlaunum og leikarar heiðraðir vel og fallega.
Meira um söngleikinn hér. https://en.wikipedia.org/wiki/Hamilton_(musical)

Það hefur ekkert að gera með menningarfræði, ég hef bara einfaldlega ekki áhuga á söngleikjum. Þannig að ég er ekki inni í því hvað er að gerast á söngleikjasenunni.

Horfði á þetta myndband og mér sýnist að allt castið sé POC? Höfundurinn þekkti líka castið áður í gegnum spunahóp skv. Google, þannig að það meikar þá sens að ráða þá sem þú þekkir. Í söngleikjum er líka oft verið að leitast eftir ákveðnum söngröddum sem passa í ákveðin stíl (heyrist vera töluvert hip-hop) og eflaust hefur þetta cast hljómað best í eyrum þeirra sem réðu það.

En það er hinsvegar örugglega til nóg af leikurum sem hefðu passað betur í hlutverk þessa tiltekna svíakonungs en sá sem var valin af Netflix.
Síðast breytt af falcon1 á Lau 27. Sep 2025 11:28, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17118
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2328
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf GuðjónR » Lau 27. Sep 2025 17:37

IMG_6767.jpeg
IMG_6767.jpeg (123.32 KiB) Skoðað 297 sinnum
IMG_6766.jpeg
IMG_6766.jpeg (52.26 KiB) Skoðað 297 sinnum
IMG_6765.jpeg
IMG_6765.jpeg (32.52 KiB) Skoðað 297 sinnum




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 656
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf Frussi » Lau 27. Sep 2025 18:04

falcon1 skrifaði:Þeir þreytast ekki á því hjá Netflix að endurskrifa söguna með því kynþáttabreyta raunverulegu fólki úr mannkynssögunni. Nýjasta dæmið er að Gústav III Svíakonungur orðin arabi í nýrri period drama seríu.

https://cosmicbook.news/netflix-casts-a ... i-backlash

Hvers vegna?

Látið kynþátt sögulegra persóna vera, mér er nokkuð sama um uppskáldaðar persónur. Ég vil ekki sjá hvítan Nelson Mandela á sjónvarpsskjáinn frekar en arabískan svíakonung.


Langar bara að benda á að umræddur leikari heitir Alexander Abdallah og er sænskur (foreldrar hans eru líbanskir), fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Það að þú segir "Gústav Svíakonungur orðinn arabi" er líklega gert til að ala á fordómum og hatri. Twitter er fullt af fólki sem er að tala um þetta á nákvæmlega sama hátt og þú. Til dæmis breytti hann um nafn 18 ára, hét Jihad Abdallah en núna Alexander. Margir á netinu nota gamla nafnið hans akkúrat í þessum tilgangi, "arabi sem er að troða sér í okkar samfélag". Það má alveg rökræða um það hvort leikarinn eigi að vera hvítur eða dökkur á hörund (mér er nokkuð sama btw) en það er alveg hægt að gera það án þess að vera rasisti.
Nota bene áhugavert að sama fólk og urlast á netinu vegna húðlits hinna og þessara persóna gagnrýna sjaldnast whitewashing af sama krafti


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz


emil40
/dev/null
Póstar: 1426
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 224
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf emil40 » Lau 27. Sep 2025 18:43

Þessari umræðu ætla ég ekki að taka þátt í ...


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb diskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 96GB (2x48GB) Trident Royal Neo Gold 6000MHz DDR5 | Samsung Odyssey OLED G9 S49CG934SU 49" UWHD sveigður (1800R) | Microlab B-77BT hátalarar |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8466
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1362
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf rapport » Lau 27. Sep 2025 19:32

Ultimate woke er bara að pæla sem minnst í þessu og leyfa framleiðendum að velja leikara af vild.

En þið getið rétt ímyndað ykkur ef Jasmin Olsen hefði verið calin til að leika Vigdísi Finnbogadóttur...

Eðlilega mun fólki finnast leikaravalið skrítið og óviðeigandi, sumir mundu móðgast en einhvernvegin er ég viss um að Vigdísi væri sama því sagan hennar er ekki húðliturinn hennar.



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 27. Sep 2025 19:41

falcon1 skrifaði:
Látið kynþátt sögulegra persóna vera, mér er nokkuð sama um uppskáldaðar persónur. Ég vil ekki sjá hvítan Nelson Mandela á sjónvarpsskjáinn frekar en arabískan svíakonung.


Láttu hvíta Nelson Mandela vera !!!




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf Vaktari » Lau 27. Sep 2025 19:56

úff hverjum er ekki sama


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4237
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1397
Staða: Ótengdur

Re: Netflix að endurskrifa söguna?

Pósturaf Klemmi » Lau 27. Sep 2025 20:57

Bíddu þar til þú heyrir hverjir leika dýrin í Hálsaskógi :klessa

leikskra-18-2.jpg
leikskra-18-2.jpg (1.25 MiB) Skoðað 118 sinnum


Starfsmaður Tölvutækni.is