Pósturaf GuðjónR » Sun 21. Sep 2025 13:51
Þetta er í raun ofureinfalt, en bætir ekki upp það tjón sem þegar er orðið. Er bara að tala um hvernig hægt væri að tækla þetta til framtíðar. Þ.e. einn möguleikinn.
Olihar Inc. ehf. er fyrirtæki í eigu Ólihar. Þú vilt kaupa tölvu með tveggja ára ábyrgð. Tölvan fæst eingöngu hjá Epli, þannig að Ólihar einstaklingur kaupir hana af Epli. Þegar heim er komið selur hann tölvuna Olihar Inc. ehf. með einföldum reikningi. Söluverð er 200.000 kr., sem fer í kostnað, sem skilar 44.000 kr. í skattalegan ávinning.
Ef tölvan bilar eftir tæp tvö ár fer Ólihar einstaklingur með hana til Eplis og fær hana lagaða án þess að Epli viti að hann seldi tölvuna sjálfum sér.
Ef fyrirtækið hefði keypt tölvuna beint af Epli hefði það fengið: virðisaukaskatt 48.000 kr. og afskrift eða annan kostnað 33.000 kr., alls 81.000 kr. Ef fyrirtækið kaupir hana í gegnum Ólhar einstakling, getur hann ekki gefið virðisaukaskatt, þannig að fyrirtækið fær aðeins 44.000 kr. í skattalegan ávinning. Munurinn er því 81.000 kr. - 44.000 kr., sem má líta á sem "tryggingu" fyrir seinna árið eða eigin Apple Care.