í Ágúst keypti ég fjallahjól af gæja á FB marketplace sem ég ætlaði mér að gera upp. Hjólið var ekki í besta ástandi og sá fyrir mér að gera það upp og sprauta og flr. En 5 dögum eftir að ég kaupi hjólið,morguninn eftir að ég er búinn að sandblása stellið, fæ ég senda auglýsingu að alveg eins hjól hafi verið stolið. Í sama hverfi og gæjinn sagðist ætla hitta mig í...
Ég hafði samband við eigandann og ætluðum við að leysa málið saman. Hún sagði í auglýsingunni að ég myndi fá sömu upphæð aftur, en sé það ekki vera gerast á næstunni. Ég myndi ekki hafa það í mér að eiga stolið hjól og auðvitað sendi strax á hana og í hvaða ástandi hjólið væri komið í.
Ég gef allar upplýsingar sem ég er með, samskipti við "seljandann" og millifærsluna. og þeir segjast ætla hafa samband við sinar tryggingar og lögguna.
Eigandinn sagðist ætla að kæra þjófinn, en nánast mánuði seinna hefur enn ekki verið kært. En samt enkamál hjá lögreglunni hjá þeim. Á sama tíma vildi eigandinn fá hjólið sitt til baka, en var ekki búinn að hafa samband um að sækja það í smá tíma, þegar hann sendir langan prófa um að ég VERÐ að skila því og er nánast að ýja að því að kæra mig.
Er orðinn vel þreyttur á þessu máli og vel pirraður á því að vita það að ég mun pottþétt ekki fá þennan pening til baka. Er nú ekkert lítil upphæð.
Hvað finnst ykkur um svona mál. Hvað er best að gera? Er þetta bara tapaður peningur fyrir að vera "a good citizen"?
Hefur ienhver lent í einhverju svipuðu og gæti leiðbeint mér?
Kv.
Fenni
P.S.
fannst "seljandinn" vera vel skrýtinn þegar ég var að kaupa hjólið, en ekki eitthvað sem flaggaði "STOLIÐ HJÓL". Hef oft lent í "spes" fólki þegar ég hef verið að kaupa notað eða selja af FB
