Tollamál á golfhermi


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 931
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Tollamál á golfhermi

Pósturaf J1nX » Þri 09. Sep 2025 13:13

Góðan daginn, ég er á leiðinni að kaupa mér golfhermi (Garmin R50) í skúrinn og fann þá töluvert ódýrari á ebay.co.uk hérna heima

hvernig eru tollamálin á svona hermi? hann kostar 900þús hérna heima en 5000$ (613þús) úti.. hvað myndi þetta sirka kosta komið heim?


_________________________________________________________________________________________________________________
Gigabyte Z790 GAMING - Intel i9 14900K 6ghz Turbo - 64gb Trident Z5 DDR5-6000 - Gigabyte RTX 4080 Super 16GB Windforce V2


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1806
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf blitz » Þri 09. Sep 2025 13:18

Afar hæpið að þetta beri toll - þetta er væntanlega flokkað sem "golfkylfur og annar golfbúnaður" eða tölva og ber ekki neinn toll, hugsanlega nokkrir hundraðkallar í úrvinnslugjald:

https://www.skatturinn.is/einstaklingar ... ingsgjold/


PS4

Skjámynd

olihar
/dev/null
Póstar: 1419
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 317
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf olihar » Þri 09. Sep 2025 13:51

Ég myndi skjóta á þetta kosti slatta að senda segjum $500

Miðað við kortagengi þá er þetta þá sirka 862 hingað komið með gjöldum.




Gemini
has spoken...
Póstar: 195
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 41
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf Gemini » Þri 09. Sep 2025 14:32

Ég nota oftast þumalputtaregluna *200 á dollaraverðið fyrir eðlilegt búðarverð svona eftir flutning og vsk og þannig stuff. Samkvæmt því væri þetta heil kúla svo ég myndi alltaf frekar kaupa þetta hérna heima og fá þá ábyrgð líka og svona.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3147
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 458
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf hagur » Þri 09. Sep 2025 15:06

24% VSK bætist allaf við innkaupsverð og flutning plús eitthvað klink í skýrslugerð/umsýslu og blabla. Myndi checka hvort að söluaðilinn taki ekki örugglega erlenda vaskinn af svo þú sért ekki að borga tvöfaldan VSK. Almennir tollar og vörugjöld heyra nánast sögunni til, þau eru bara á sérstökum vöruflokkum.

Ef 5000$ er verðið án VSK, þá er hæpið að þetta borgi sig eitthvað sérstaklega mikið.




Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 931
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf J1nX » Mið 10. Sep 2025 12:43

Þakka fyrir svörin :) er það alveg eins með skjávarpa af Amazon.de? sá þennan https://www.amazon.de/-/en/TK700ST-Distance-Projector-Response-Correction/dp/B0DK87XCMR/ref=sr_1_1 á fínum prís, bætist líka slatti við verðið þaðan?


_________________________________________________________________________________________________________________
Gigabyte Z790 GAMING - Intel i9 14900K 6ghz Turbo - 64gb Trident Z5 DDR5-6000 - Gigabyte RTX 4080 Super 16GB Windforce V2


steiniofur
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf steiniofur » Mið 10. Sep 2025 12:51

J1nX skrifaði:Þakka fyrir svörin :) er það alveg eins með skjávarpa af Amazon.de? sá þennan https://www.amazon.de/-/en/TK700ST-Distance-Projector-Response-Correction/dp/B0DK87XCMR/ref=sr_1_1 á fínum prís, bætist líka slatti við verðið þaðan?


prufaðu bara að bæta þessu í körfuna á amazon og sjá hvað þeir rukka f. þetta þegar þú ert búinn að bæta við heimilsfanginu, þeir reikna allt inn þar sem þú þarft að borga, vsk og sendingarkostnað



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3864
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 271
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf Tiger » Mið 10. Sep 2025 15:32

Færð hann á 749.000kr (sparar þér 150þús) ef þú tekur hann frá golfbays.eu. Og ef þú hefur ekki pantað hjá þeim áður færðu meldingu að nota kóða og fá 5% afslátta af þessu verði.

Þetta er verð með fluttningin og VSK, heim að dyrum á 2-3 dögum oftast.

ég hef verslað mikið við þá, aldrei vesen ef eitthvað klikkar eða bilar.

Screenshot 2025-09-10 at 15.30.31.png
Screenshot 2025-09-10 at 15.30.31.png (83.46 KiB) Skoðað 569 sinnum




Tyler
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Tollamál á golfhermi

Pósturaf Tyler » Mið 10. Sep 2025 19:58



Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate