Mér hefur alltaf fundist móðurborð hafa alltaf of fá og allt of mörg USB port eftir því hvort það er þriðjudagur eða sunnudagur. Ég er líka sérfræðingur í að vanmeta hversu mörg USB port ég nota, og vil nota.
Endilega setjið í athugasemd niðurbort ef ykkur langar.
Hversu mörg USB port notiði?
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 189
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 50
- Staða: Ótengdur
Hversu mörg USB port notiði?
Síðast breytt af drengurola á Þri 26. Ágú 2025 09:04, breytt samtals 1 sinni.
-
- Geek
- Póstar: 807
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 128
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Öll portin fyrir aftan í notkun svo oftast eitt framaná í sambandi til að hlaða ps5 stýripinnann eða snjallúrið
Síðast breytt af Viggi á Þri 26. Ágú 2025 10:38, breytt samtals 1 sinni.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
- Kóngur
- Póstar: 8442
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1350
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Er með fartölvu og þarf að nota þrjú á henni og svo tvö aftaná dokkuskjánnum.. vantar í raun eitt USB-C fyrir heyrnatóladongul (þætti það betra en að nota Bluetooth)
-
- Vaktari
- Póstar: 2122
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 179
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Mús og lyklaborð í venjulegt usb, hljóðkort í usb-c að aftan.
usb höbb í usb-c að framan, og í höbbinn; míkrafónn, vefmyndavél, xbox fjarstýring, myndavél plögguð fyrir gagnaflutning, hdd 'dokka' til að bjarga gögnum.
Held að ég sé þá í 9.
usb höbb í usb-c að framan, og í höbbinn; míkrafónn, vefmyndavél, xbox fjarstýring, myndavél plögguð fyrir gagnaflutning, hdd 'dokka' til að bjarga gögnum.
Held að ég sé þá í 9.
Síðast breytt af DJOli á Fim 28. Ágú 2025 15:06, breytt samtals 1 sinni.
i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 63
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mörg USB port notiði?
MSI Meg Godlike Z890 og X870E eru bæði með x7 USB-C og x8 USB 3.0 að aftan. Drauma móðurborð en aðeins of dýrt.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Re: Hversu mörg USB port notiði?
braudrist skrifaði:MSI Meg Godlike Z890 og X870E eru bæði með x7 USB-C og x8 USB 3.0 að aftan. Drauma móðurborð en aðeins of dýrt.
godlike.png
Ég elska ProArt borðin frá Asus á mikið skynsamari pening líka. Næstum 1/3 verð af þessum Godlike borðum.
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Ég er með usb höbb á borðinu, meika engan veginn að þurfa alltaf að skríða undir borð til að tengja eitthvað, þannig að ég nota oftast bara eitt usb port á tölvunni.
*-*