Ég er búinn að gefast upp á þessu hugarfari íslendinga um verðlagningu á ódýrum innfluttum hlutum sem flestallt er frá Kína og er hræódýrt og kostar í raun bara hundrað kalla.
Maður fer í ýmsar verslanir og sé algjörlega uppblásið verð fyrir einhvern einfaldan hlut, ómerkilegur kertastjaki í byko 12 þúsund kr, lítill borðlampi 20 þús kr, o.s.frv. Það er ekki verðlagt eftir virði hlutarins, heldur hvað hægt er að fá einhvern til að kaupa það á. Lágmarksverð hvaða hlutar sem er virðist vera a.m.k. 4-6 þús kr, svona grunnverð fyrir einfaldasta hlutinn, svo bara hækkar það.
Svo eru það allar þessar sérvöruverslanir sem þú finnur í ýmsum ómerkilegum hverfum borgarinnar, þar sem verð á einföldu kaffiborði í stofunni gæti verið 200 þús kr, 2x3 gólfmotta kannski 400 þús, hægindastóll 700 þús kr hef ég séð.
En þetta er líka búið að smitast yfir í ómerkilegustu verslunina, Góða Hirðinn, sem er basically bara að selja rusl, eitthvað sem fólk hefur hent. Þar er líka græðgin sem ræður ríkjum.
Þar sé ég ómerkilegan skakkan og sjúskaðan borðlampa á 12.500 kr, ikea borðlampa á 21.500 og tel að nývirðið hafi verið nálægt því,
Það er engin furða að fólk er að versla mikið á vefsíðum einsog temu, shein, aliexpress o.s.frv. Mér dettur ekki lengur í hug að kaupa eitthvað hérna á landi það sem ég get fengið á þessum vefsíðum. Þar er verðið í þessum hundrað köllum, getur keypt hlut þar sem kostar kannski 5 þús kr en kostar 50 þús kr út úr búð hér.
Verst þykir mér hugarfar stjórnvalda að þetta að kaupa af þessum kínversku netverslunum sé eitthvað sem þarf að stoppa. Pósturinn kominn með lágmarksgjald per pakka, og búið að bæta ofan á allskonar aukagjöldum. Stjórnvöld eru með þessar netverslanir til skoðunar. Allt auðvitað vegferð í að koma í veg fyrir að íslenskir neytendur geti keypt þessar vörur á sanngjörnu lágu verði og notað peningana sína í annað þarfara.
Íslensk verðlagning
-
- Kóngur
- Póstar: 8442
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1350
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslensk verðlagning
Ég er innilega sammála.
Þetta heitir að finna "markaðsverð" en ekki hrein "álagning á innkaupsverð".
Besta dæmið er líklega fidget spinnerar á sínum tíma, kostuðu 20kr. í innkaupum og voru seldir á 50 kr. þar til þeir urðu vinsælir, þá voru þeir keyptir inn í magni á 15 kr. og seldir á 199 kr.
Markaðsverð = upplifað virði kaupanda.
Ef allt væri á fullkomnu "markaðsverði" þá gætir þú í raun aldrei gert góð kaup...
---
Góði hirðirinn er eitthvað fyrirbæri sem ég skil ekki og frá nokkrum sjónarhornum.
Íslendingar vilja alltaf að notað stöff sé hræódýrt en Góði hirðinn er það ekki.
Góði hirðirinn er víst alltaf í tapi (skil það ekki) en er samt dýr.
Það er verslunarfræði 101 að passa að þær vörur sem skapa mesta framlegð fái mest pláss og athygli í búðinni... En í Góða hirðinum þá taka risastór húsgögn sem eru þarna vikum saman mest pláss en bækur, plötur o.þ.h. fær minnst pláss og í raun afkima sem fáir fatta að fara skoða.
Persónulega þætti mér eðlilegast að Sorpa ofl. væru skildug til að hafa uppboð á brettum eða körum af notuðu dóti (amazon returns) sem er skilað til þeirra og svo væri það einkaaðilar sem mundu borga fyrri pláss í Góða hirðinum, líkt og var í Kolaportinu. Þetta yrði í raun risa loppumarkaður með alskonar stöff.
---
TEMU er ekki drasl, er búinn að kaupa formúgu af dóti þaðan og einu skiptin sem eitthvað klikkar er þegar ég klúðra einhverju eða veit frá upphafi að ég er að fá eitthvað í lélegum gæðum.
Mikið magn af dóti sem fæst heldur ekkert á Íslandi nema fyrir formúgu sbr. loftverkfæri, sprautukönnur ofl.
Indcution heater á 18þ. (+VSK) algör snilldar græja að fá á verkstæðið. (kominn í 24þ. núna)
Þetta heitir að finna "markaðsverð" en ekki hrein "álagning á innkaupsverð".
Besta dæmið er líklega fidget spinnerar á sínum tíma, kostuðu 20kr. í innkaupum og voru seldir á 50 kr. þar til þeir urðu vinsælir, þá voru þeir keyptir inn í magni á 15 kr. og seldir á 199 kr.
Markaðsverð = upplifað virði kaupanda.
Ef allt væri á fullkomnu "markaðsverði" þá gætir þú í raun aldrei gert góð kaup...
---
Góði hirðirinn er eitthvað fyrirbæri sem ég skil ekki og frá nokkrum sjónarhornum.
Íslendingar vilja alltaf að notað stöff sé hræódýrt en Góði hirðinn er það ekki.
Góði hirðirinn er víst alltaf í tapi (skil það ekki) en er samt dýr.
Það er verslunarfræði 101 að passa að þær vörur sem skapa mesta framlegð fái mest pláss og athygli í búðinni... En í Góða hirðinum þá taka risastór húsgögn sem eru þarna vikum saman mest pláss en bækur, plötur o.þ.h. fær minnst pláss og í raun afkima sem fáir fatta að fara skoða.
Persónulega þætti mér eðlilegast að Sorpa ofl. væru skildug til að hafa uppboð á brettum eða körum af notuðu dóti (amazon returns) sem er skilað til þeirra og svo væri það einkaaðilar sem mundu borga fyrri pláss í Góða hirðinum, líkt og var í Kolaportinu. Þetta yrði í raun risa loppumarkaður með alskonar stöff.
---
TEMU er ekki drasl, er búinn að kaupa formúgu af dóti þaðan og einu skiptin sem eitthvað klikkar er þegar ég klúðra einhverju eða veit frá upphafi að ég er að fá eitthvað í lélegum gæðum.
Mikið magn af dóti sem fæst heldur ekkert á Íslandi nema fyrir formúgu sbr. loftverkfæri, sprautukönnur ofl.
Indcution heater á 18þ. (+VSK) algör snilldar græja að fá á verkstæðið. (kominn í 24þ. núna)
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5818
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1084
- Staða: Ótengdur
Re: Íslensk verðlagning
Ég tel að bland.is eða facebook grúppur séu mun betri kostur fyrir notaðar vörur heldur en Góði Hirðirinn. Geri reglulega góð kaup á góðum hlutum þannig, en aldrei gert nein merkileg kaup á neinu í Góða Hirðinum, það er bara ruslahaugur.
Upplifunin sem ég fæ af Góða Hirðinum er ekki góð, þar er fátt almennilegt að finna, hluti sem er bara rusl. Lyktin er auðvitað alveg verst þarna, en samt skárri en í Barnaloppunni þar sem þú finnur ælulyktina.
T.d. ónýtar teflon pönnur og pottar sem engum dettur í hug að nota, alltaf teflonið byrjað að detta af og bara eitrað.
Eins er með notuð raftæki sem ég efast um að séu örugg lengur.
Svo mikið af ógeðslegum fatnaði sem engum myndi detta í hug að nota, Betri Loppan skárri kostur hvað fatnað varðar.
Húsgögnin þarna eru ómerkileg, 50 ára gömul húsgögn úr dánarbúum ætti bara að setja í pressuna. Mun aldrei aftur koma í tísku.
Ég held að það verðmætasta sem fólk hendir og fer til Góða Hirðisins endi ekki í versluninni þarna, heldur fari aðrar leiðir, starfsmenn taki það eða selji framhjá Góða Hirðinum, bara botnskrapið er þarna í boði sem er erfitt að losna við.
Fór þangað reyndar í dag, og ég finn enn lyktina af fötunum mínum eftir að hafa gengið þarna um í 20 mín.
Upplifunin sem ég fæ af Góða Hirðinum er ekki góð, þar er fátt almennilegt að finna, hluti sem er bara rusl. Lyktin er auðvitað alveg verst þarna, en samt skárri en í Barnaloppunni þar sem þú finnur ælulyktina.
T.d. ónýtar teflon pönnur og pottar sem engum dettur í hug að nota, alltaf teflonið byrjað að detta af og bara eitrað.
Eins er með notuð raftæki sem ég efast um að séu örugg lengur.
Svo mikið af ógeðslegum fatnaði sem engum myndi detta í hug að nota, Betri Loppan skárri kostur hvað fatnað varðar.
Húsgögnin þarna eru ómerkileg, 50 ára gömul húsgögn úr dánarbúum ætti bara að setja í pressuna. Mun aldrei aftur koma í tísku.
Ég held að það verðmætasta sem fólk hendir og fer til Góða Hirðisins endi ekki í versluninni þarna, heldur fari aðrar leiðir, starfsmenn taki það eða selji framhjá Góða Hirðinum, bara botnskrapið er þarna í boði sem er erfitt að losna við.
Fór þangað reyndar í dag, og ég finn enn lyktina af fötunum mínum eftir að hafa gengið þarna um í 20 mín.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 8442
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1350
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslensk verðlagning
appel skrifaði:Ég tel að bland.is eða facebook grúppur séu mun betri kostur fyrir notaðar vörur heldur en Góði Hirðirinn. Geri reglulega góð kaup á góðum hlutum þannig, en aldrei gert nein merkileg kaup á neinu í Góða Hirðinum, það er bara ruslahaugur.
Upplifunin sem ég fæ af Góða Hirðinum er ekki góð, þar er fátt almennilegt að finna, hluti sem er bara rusl. Lyktin er auðvitað alveg verst þarna, en samt skárri en í Barnaloppunni þar sem þú finnur ælulyktina.
T.d. ónýtar teflon pönnur og pottar sem engum dettur í hug að nota, alltaf teflonið byrjað að detta af og bara eitrað.
Eins er með notuð raftæki sem ég efast um að séu örugg lengur.
Svo mikið af ógeðslegum fatnaði sem engum myndi detta í hug að nota, Betri Loppan skárri kostur hvað fatnað varðar.
Húsgögnin þarna eru ómerkileg, 50 ára gömul húsgögn úr dánarbúum ætti bara að setja í pressuna. Mun aldrei aftur koma í tísku.
Ég held að það verðmætasta sem fólk hendir og fer til Góða Hirðisins endi ekki í versluninni þarna, heldur fari aðrar leiðir, starfsmenn taki það eða selji framhjá Góða Hirðinum, bara botnskrapið er þarna í boði sem er erfitt að losna við.
Fór þangað reyndar í dag, og ég finn enn lyktina af fötunum mínum eftir að hafa gengið þarna um í 20 mín.
Ég hef farið þarna einusini eða tvisvar (2024) frá því að þetta flutti í nýja húsið og var að reyna finna púttera því það er púttvöllur fyrir framan þar sem ég er að vinna... og þá pældi ég í þessu sem gamall verslunarstjóri, hversu skrítin uppsetningin á búðinni var. Risa búð sem var ekki hugsuð á neinn hátt sem functional verslun.
Það sem fer þarna inn er náttúrulega það sem fólk er að setja í ruslið, dót sem fólk hefur gefist uppá eða nennir ekki að selja á Bland.
En ein sog þú sagðir, ég veit líka að oft fara heilu dánarbúin þarna inn, plötusöfn, Mánastell, ofl.ofl. jafnvel málverk sem mætti selja annarstaðar fyrir pening. Það er fólk og hönnunar og auglýsingastofur sem sankar að sér eldri húsgögnum og munum sem hugsaðir eru til að skapa stemmingu á veitingastöðum og verslunum sbr. https://hotelgeysir.is/is/geysir-center/geysir-shop/
Það er líka einhver sjarmi yfir kaffihúsum þar sem stólar og borð eru gamaldags og úr sitt hvorri áttinni (er mér sagt, höfðar ekki til mín).
Fólk er líka hrifið af því að komast í gamlar bækur þarna en samt bað Sorpa mig um að setja bækur í pappírsgáminn en ekki í nytjagám þegar ég fór með nokkra bananakassa í vor.
En ég er ekki svona viðkvæmur fyrir lyktinni en ég náttúrulega hékk í Kolaportinu sem krakki að kaupa og selja stöff endalaust, maður safnaði allskonar og þegar maður missti áhugann þá var það selt, frímerki, körfuboltamyndir, stiga sleðar... man að við betluðum dót frá verslunum á laugaveginum í langan tíma til að safna stöffi í eina helgi í Kolaportinu (þegar það var í bílakjallara Seðlabankans).
En er smá sammála með Góða Hirðirinn.
Þegar Efnismiðlun Sorpu var á Sævarhöfða þá kíkti ég alltaf þar inn þegar ég fór með rusl á stöðina og hef keypt litlar stálhillur í geymsluna, blöndunartæi og viðeigandi rör í að fiffa vask á verkstæðinu, fengum súluborvél og smergel þaðan og slípirokk sem var svo stór að við höfum ekki náð að nota hann í neitt... vinnuljós á fæti, eitthvað blikk sem var nógu þykkt í suðureddingar... það er meira gaman... en nú er þetta fluttí Hafnarfjörð og ég veit ekkert hvort þessu sé sinnt í dag.