Er einhver verkstæði betra en annað til að fara með bíl í framrúðuskipti?
Er gæðamunur á framrúðunum sem eru notaðar?
Eru sumir þekktir fyrir að vinna illa en aðrir fyrir vönduð vinnubrögð?
Ég þarf nýja framrúðu í Skódann og þetta fer í gegnum tryggingarnar.
Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
-
- Kóngur
- Póstar: 6584
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 546
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
ég hef heyrt góða hluti um Orka uppi á Stórhöfða en ég væri til í að heyra um fleyri, er með sprungu í báðum mínum og þarf að skipta út fyrir veturinn.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Poulsen er það hefur reynst mér best.
Eru líka í Skeifuni, hentar mér betur.
Eru líka í Skeifuni, hentar mér betur.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 17106
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2325
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Orka á Stórhöfða fær flest atkvæði og virðist vera sterkasti kosturinn. Á heimasíðunni kemur fram að fyrirtækið sé einnig með starfstöð á Esjumelum, Bugðufljót 7, en samkvæmt ja.is er Útilegumaðurinn þar til húsa. Ætli þjónustan sé ekki jafn góð þar og á Höfðanum?
P.S. Vitið þið hversu langan tíma framrúðuskipti tekur? Ef bíllinn er kominn inn klukkan 8 að morgni, verður hann tilbúinn í hádeginu?
P.S. Vitið þið hversu langan tíma framrúðuskipti tekur? Ef bíllinn er kominn inn klukkan 8 að morgni, verður hann tilbúinn í hádeginu?
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
GuðjónR skrifaði:Orka á Stórhöfða fær flest atkvæði og virðist vera sterkasti kosturinn. Á heimasíðunni kemur fram að fyrirtækið sé einnig með starfstöð á Esjumelum, Bugðufljót 7, en samkvæmt ja.is er Útilegumaðurinn þar til húsa. Ætli þjónustan sé ekki jafn góð þar og á Höfðanum?
P.S. Vitið þið hversu langan tíma framrúðuskipti tekur? Ef bíllinn er kominn inn klukkan 8 að morgni, verður hann tilbúinn í hádeginu?
Ég spurði ChatGPT hversu langan tíma framrúðuskipti tekur, og það verður mest líklegast búið fyrir hádegi.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1599
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 140
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Hef einu sinni þurft að skipta og lét gera það hjá Orka. Var bara mjög næs.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Minnir mig á þátt í breaking bad þegar löggan stoppaði walter white og hann sagði i´m sure a was not speeding, þá sagði löggan no your windsheeld. 

Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Skrúfari
- Póstar: 2437
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 161
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
GuðjónR skrifaði:Orka á Stórhöfða fær flest atkvæði og virðist vera sterkasti kosturinn. Á heimasíðunni kemur fram að fyrirtækið sé einnig með starfstöð á Esjumelum, Bugðufljót 7, en samkvæmt ja.is er Útilegumaðurinn þar til húsa. Ætli þjónustan sé ekki jafn góð þar og á Höfðanum?
P.S. Vitið þið hversu langan tíma framrúðuskipti tekur? Ef bíllinn er kominn inn klukkan 8 að morgni, verður hann tilbúinn í hádeginu?
Ef það þarf ekkert að laga sætið fyrir rúðuna ætti hún að fara í og úr á svona klukkutíma. Síðan þarf límið að fá að taka sig í svona 3-4 tíma.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Þegar ég fór í nóvember í fyrra var bílinn minn tilbúinn kl2 og ég fór með hann 8 um morguninn
I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 Ti . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 979
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 133
- Staða: Ótengdur
Re: Gæði og þjónusta við framrúðuskipti
Fór í Orku, þeir tóku við lyklunum kl 8 um morguninn og voru búnir um 16 leitið. Byrjuðu samt ekkert að eiga við bílinn fyrr en um 13:30 leitið skv appinu. Borgaði minnir mig 28þ með framrúðutryggingu frá sjóvá.