Ný tölva fer ekki í bios.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Ný tölva fer ekki í bios.
Keypti mér nýtt moðurborð x870 Asrock riptide wifi og örgjörva ryzen 9800x3d núna á föstudaginn og setti allt saman eins og á að gera og hef áður gert en þetta skiptið kveikist á öllu en ekkert birtist á skjáinn, er búinn að gera allt sem menn á netinu tala um, flasha bios, skipta um ram slot, taka út cmos battery ásamt öðru en ekkert breytist en í staðinn lýsir rautt cpu ljós og gult dram ljós blikkar. Eru menn að lenda i veseni með 9800x3d?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 318
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 58
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
þú ert ekki að nota þráðlaust lyklaborð? því það virkar ekki til að komast inní BIOS
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Climbatiz skrifaði:þú ert ekki að nota þráðlaust lyklaborð? því það virkar ekki til að komast inní BIOS
Virkar ef þú ert m eð kubb í USB, annars virkar það ekki á BT.
-
- has spoken...
- Póstar: 173
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 39
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Sennilega beiglaður pinni í soketinu.
Leikjavél: AsRock X870E Nova | 9800X3D | 64GB 6000Mhz CL28 | D15 G2 LBC | Nvidia 4080 | 5TB NVME Geymsla | Corsair RM1000x | Fractal Design Pop Air
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Ertu ekki örugglega með skjákort tengt við tölvuna og skjáinn við skjákortið? 9800X3D er ekki með innbyggt skjákort svo að þú færð enga mynd ef þú hefur ekki skjákort í tölvunni.
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Skv handbókinni þarf það ekki að vera óeðlilegt ef gula dram ljósið blikkar. Bara ef það logar.
https://pg.asrock.com/MB/AMD/X870%20Rip ... asp#Manual
Hinsvegar ertu með svarið líklegast og það er örgjörvinn.
Hefurðu prufað að taka dótið í sundur og skoða hvort eitthvað hefur skaðast í samsetningu?
https://pg.asrock.com/MB/AMD/X870%20Rip ... asp#Manual
Hinsvegar ertu með svarið líklegast og það er örgjörvinn.
Hefurðu prufað að taka dótið í sundur og skoða hvort eitthvað hefur skaðast í samsetningu?
Síðast breytt af rostungurinn77 á Sun 13. Júl 2025 10:09, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 169
- Skráði sig: Mið 09. Des 2020 20:12
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Ertu búinn að prufa þolinmæðina? Þetta hljómar eins og dram training sem getur stundum tekið þónokkurn tíma á AM5.
Gigabyte B560M Aorus Elite - i5 11600kf - AsRock 6800 Phantom Gaming 16gb - 32gb G.Skill Ripjaws 3200mhz - Samsung 980 Pro 1tb - Corsair RM850X - Deepcool LE520 240mm - Deepcool CH370 mATX
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Já lét hana ganga í nokkra tíma las að þetta gæti verið memory training og leyfði henni að ganga en ekkert gerist. Ég tók allt í sundur og skoðaði allar tengingar og pinna og allt leit út fyrir að vera í lagi. það sem ég hef áhuggjur af er rauða cpu ljósið sem logar sem merkir að örgjörvinn er að trufla eitthvað, það kemur ekkert signal á skjainn þegar ég kveiki á henni, hef prófað að tengja án gpu og beint í mobo það breytir engu finnst líklegt miðað við það sem ég hef lesið að þetta sé gallaður cpu.
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- Gúrú
- Póstar: 573
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 180
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Hausinn skrifaði:Ertu ekki örugglega með skjákort tengt við tölvuna og skjáinn við skjákortið? 9800X3D er ekki með innbyggt skjákort svo að þú færð enga mynd ef þú hefur ekki skjákort í tölvunni.
Þetta stenst ekki. 9800x3d er með þennan venjulega Ryzen skjástuðning, td nkl sá sami og í 9700x.
Svo segir AMD amk.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.
-
- has spoken...
- Póstar: 189
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 41
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
helgisjon skrifaði:agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.
Það voru mjög fáir í stóra samhenginu, við erum að tala um milli 1:1000 og 1:100 sem lenda í slíku og nánast alltaf eftir að hafa keyrt hann í nokkrar vikur fyrst. Stórefast um að það sé málið hjá þér en auðvitað er ekkert útilokað.
Ég er sammála öðrum hérna að þú þarft að taka örgjörvann úr og staðfesta að pinnar séu heilir á socketinu og staðfesta að hann fari rétt og vel í raufina. Að hann hafi komið bilaður frá AMD er gífurlega ólíklegt, þeir prófa þetta helling. En ef ekkert gengur þarftu að byrja að nota útilokunaraðferðina með að skipta út hlutum eða leita til tölvuverkstæðis með gripinn.
Það sem þú getur gert heima ef þú átt enga útskiptihluti er að taka móðurborðið úr kassanum, taka allt úr sambandi, einungis nota móðurborð,örgjörva,minni(helst 1 kubb í einu) og PSU (helst einhvern sem þú veist að er í lagi). Notar svo bara skrúfjárn til að shorta pinnana til að kveikja. Ef hún fer ennþá ekki í gang ertu búinn að útiloka flest allt, vonandi PSU og minni líka svo einungis örgjörvi eða móðurborð eru eftir. Þá er mun líklegra að móðurborðið sé dautt en auðvitað séns á CPU líka.
Gangi þér vel með þetta, aldrei gaman að lenda í svona á nýju tölvunni
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Edit : Mundu að lesa í BIOS bókinni hvar single minniskubbur á að fara í, það er ekki lengur öruggt að tölvur booti ef þetta er ekki í þeim raufum sem þeir mæla með.
Síðast breytt af Gemini á Sun 13. Júl 2025 20:51, breytt samtals 1 sinni.
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Sinnumtveir skrifaði:Hausinn skrifaði:Ertu ekki örugglega með skjákort tengt við tölvuna og skjáinn við skjákortið? 9800X3D er ekki með innbyggt skjákort svo að þú færð enga mynd ef þú hefur ekki skjákort í tölvunni.
Þetta stenst ekki. 9800x3d er með þennan venjulega Ryzen skjástuðning, td nkl sá sami og í 9700x.
Svo segir AMD amk.
Það er hárrétt. Ég var búinn að steingleyma því að AMD byrjaði að setja innbygða skjástýringu í alla örrana sína síðan þeir byrjuðu með 7000 seríuna. Afsakið.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Sæll, ég tók örgjörvann úr og athugaði pinnana og get ekki séð með berum augum allaveganna að það sé eitthvað beyglað og passaði að hann fer rétt í, prófaði að setja eitt ram slot í einu og þá bara eina stöng. Hún fer öll í gang, allar viftur snúast og öll ljós loga á moðurborði og gpu og öllu, það er power á öllu usb portum en engin mynd kemur á skjáinn og aðeins blikkar dram ljós og sílogandi cpu ljós á móðurborði. Sá að single minniskubbur fer í 2 slott held ég a þessu.Gemini skrifaði:helgisjon skrifaði:agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.
Það voru mjög fáir í stóra samhenginu, við erum að tala um milli 1:1000 og 1:100 sem lenda í slíku og nánast alltaf eftir að hafa keyrt hann í nokkrar vikur fyrst. Stórefast um að það sé málið hjá þér en auðvitað er ekkert útilokað.
Ég er sammála öðrum hérna að þú þarft að taka örgjörvann úr og staðfesta að pinnar séu heilir á socketinu og staðfesta að hann fari rétt og vel í raufina. Að hann hafi komið bilaður frá AMD er gífurlega ólíklegt, þeir prófa þetta helling. En ef ekkert gengur þarftu að byrja að nota útilokunaraðferðina með að skipta út hlutum eða leita til tölvuverkstæðis með gripinn.
Það sem þú getur gert heima ef þú átt enga útskiptihluti er að taka móðurborðið úr kassanum, taka allt úr sambandi, einungis nota móðurborð,örgjörva,minni(helst 1 kubb í einu) og PSU (helst einhvern sem þú veist að er í lagi). Notar svo bara skrúfjárn til að shorta pinnana til að kveikja. Ef hún fer ennþá ekki í gang ertu búinn að útiloka flest allt, vonandi PSU og minni líka svo einungis örgjörvi eða móðurborð eru eftir. Þá er mun líklegra að móðurborðið sé dautt en auðvitað séns á CPU líka.
Gangi þér vel með þetta, aldrei gaman að lenda í svona á nýju tölvunni
Edit : Mundu að lesa í BIOS bókinni hvar single minniskubbur á að fara í, það er ekki lengur öruggt að tölvur booti ef þetta er ekki í þeim raufum sem þeir mæla með.
Síðast breytt af helgisjon á Sun 13. Júl 2025 21:20, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
prófaði líka mismunandi skjái, hdmi og displayport snúrur til að útiloka það.
-
- has spoken...
- Póstar: 189
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 41
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
helgisjon skrifaði:Sæll, ég tók örgjörvann úr og athugaði pinnana og get ekki séð með berum augum allaveganna að það sé eitthvað beyglað og passaði að hann fer rétt í, prófaði að setja eitt ram slot í einu og þá bara eina stöng. Hún fer öll í gang, allar viftur snúast og öll ljós loga á moðurborði og gpu og öllu, það er power á öllu usb portum en engin mynd kemur á skjáinn og aðeins blikkar dram ljós og sílogandi cpu ljós á móðurborði. Sá að single minniskubbur fer í 2 slott held ég a þessu.
Þetta lítur ekki vel út hjá þér :/ Ef CPU ljósið er stöðugt er þetta líklega móðurborð eða CPU. Ertu ekki alveg 100% með 8 pin CPU power kapal tengdan efst vinstra megin á móðurborði?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
jú og meira segja 2 8 pinna kaplar tengdir þar sem það er auka port fyrir overclocking, prófaði að kveikja með bara einu 8 pinna port tengdu í gamni en ekkert breytist.Gemini skrifaði:helgisjon skrifaði:Sæll, ég tók örgjörvann úr og athugaði pinnana og get ekki séð með berum augum allaveganna að það sé eitthvað beyglað og passaði að hann fer rétt í, prófaði að setja eitt ram slot í einu og þá bara eina stöng. Hún fer öll í gang, allar viftur snúast og öll ljós loga á moðurborði og gpu og öllu, það er power á öllu usb portum en engin mynd kemur á skjáinn og aðeins blikkar dram ljós og sílogandi cpu ljós á móðurborði. Sá að single minniskubbur fer í 2 slott held ég a þessu.
Þetta lítur ekki vel út hjá þér :/ Ef CPU ljósið er stöðugt er þetta líklega móðurborð eða CPU. Ertu ekki alveg 100% með 8 pin CPU power kapal tengdan efst vinstra megin á móðurborði?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Oddy skrifaði:Eru minnin qvl fyrir móðurborðið?
minnið er 5600mhz ddr5, man reyndar ekki brandið á því. Er mögulega einhver auka vottun fyrir 9800x3d?
-
- Geek
- Póstar: 816
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 77
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
https://pg.asrock.com/mb/AMD/X870%20Rip ... moryGNRX3D
Athugaðu með þennan lista hvort að minnin þín séu þar. Veit reyndar ekki hvort að þetta skipti einhverju máli en sakar ekki að athuga. Gangi þér vel með þetta.
Athugaðu með þennan lista hvort að minnin þín séu þar. Veit reyndar ekki hvort að þetta skipti einhverju máli en sakar ekki að athuga. Gangi þér vel með þetta.
-
- has spoken...
- Póstar: 189
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 41
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
helgisjon skrifaði:jú og meira segja 2 8 pinna kaplar tengdir þar sem það er auka port fyrir overclocking, prófaði að kveikja með bara einu 8 pinna port tengdu í gamni en ekkert breytist.Gemini skrifaði:helgisjon skrifaði:Sæll, ég tók örgjörvann úr og athugaði pinnana og get ekki séð með berum augum allaveganna að það sé eitthvað beyglað og passaði að hann fer rétt í, prófaði að setja eitt ram slot í einu og þá bara eina stöng. Hún fer öll í gang, allar viftur snúast og öll ljós loga á moðurborði og gpu og öllu, það er power á öllu usb portum en engin mynd kemur á skjáinn og aðeins blikkar dram ljós og sílogandi cpu ljós á móðurborði. Sá að single minniskubbur fer í 2 slott held ég a þessu.
Þetta lítur ekki vel út hjá þér :/ Ef CPU ljósið er stöðugt er þetta líklega móðurborð eða CPU. Ertu ekki alveg 100% með 8 pin CPU power kapal tengdan efst vinstra megin á móðurborði?
Það er þá lítið eftir að prófa því miður. Svona skot í myrkri gæti verið að þú hafir óvart haft auka standoffs undir móðurborði á vitlausum stað sem er annaðhvort að shorta eitthvað eða skemmdi. Þyrftir nú að vera mjög óheppinn ef þú gerðir slíkt en ættir að geta séð aftan á hliðinni þar sem móðurborðið festist hvað það eru mörg standoffs og hvort þau séu bara á réttum stöðum við skrúfgötin. Mér finnst þetta samt afskaplega langsótt en annars er bara eftir að skipta út móðurborði eða örgjörva sem final útilokun. Btw ef þú ert með nvme drif í gætirðu prófað að fjarlægja þau líka, þau gætu verið biluð að shorta.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
Oddy skrifaði:https://pg.asrock.com/mb/AMD/X870%20Riptide%20WiFi/index.asp#MemoryGNRX3D
Athugaðu með þennan lista hvort að minnin þín séu þar. Veit reyndar ekki hvort að þetta skipti einhverju máli en sakar ekki að athuga. Gangi þér vel með þetta.
athuga það takk

-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 21. Feb 2020 15:05
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
já þetta er alveg ömurlega leiðinlegt, nefndi ekki að ég keypti nýjann kassa og psu en ég tók gamla moðurborðið og örgjörvann og setti hann í nýja kassan og tengdi allt og skrúfaði nákvæmlega eins og ég gerði með nýja og hún fer bara beint í heimaskjá. prófaði að kveikja með engum drifum og það breytti engu þannig ég fer með þetta bara í búðina og sé hvað ég get gert.Gemini skrifaði:helgisjon skrifaði:jú og meira segja 2 8 pinna kaplar tengdir þar sem það er auka port fyrir overclocking, prófaði að kveikja með bara einu 8 pinna port tengdu í gamni en ekkert breytist.Gemini skrifaði:helgisjon skrifaði:Sæll, ég tók örgjörvann úr og athugaði pinnana og get ekki séð með berum augum allaveganna að það sé eitthvað beyglað og passaði að hann fer rétt í, prófaði að setja eitt ram slot í einu og þá bara eina stöng. Hún fer öll í gang, allar viftur snúast og öll ljós loga á moðurborði og gpu og öllu, það er power á öllu usb portum en engin mynd kemur á skjáinn og aðeins blikkar dram ljós og sílogandi cpu ljós á móðurborði. Sá að single minniskubbur fer í 2 slott held ég a þessu.
Þetta lítur ekki vel út hjá þér :/ Ef CPU ljósið er stöðugt er þetta líklega móðurborð eða CPU. Ertu ekki alveg 100% með 8 pin CPU power kapal tengdan efst vinstra megin á móðurborði?
Það er þá lítið eftir að prófa því miður. Svona skot í myrkri gæti verið að þú hafir óvart haft auka standoffs undir móðurborði á vitlausum stað sem er annaðhvort að shorta eitthvað eða skemmdi. Þyrftir nú að vera mjög óheppinn ef þú gerðir slíkt en ættir að geta séð aftan á hliðinni þar sem móðurborðið festist hvað það eru mörg standoffs og hvort þau séu bara á réttum stöðum við skrúfgötin. Mér finnst þetta samt afskaplega langsótt en annars er bara eftir að skipta út móðurborði eða örgjörva sem final útilokun. Btw ef þú ert með nvme drif í gætirðu prófað að fjarlægja þau líka, þau gætu verið biluð að shorta.
Re: Ný tölva fer ekki í bios.
helgisjon skrifaði:agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.
Þetta virðist hafa verið of aggresífar EDC og TDC voltastillingar í PBO á Auto stilingum. Líka talað um að IMCinn (Integrated Memory Controller) sé að brenna úr sér með of háu EXPO en þetta er bæði heilt yfir nokkuð sjaldgæft. Ég er sjálfur með 9800x3D í Asrock Nova borði sem hefur oftast verið nefnt í bilanatilfellum en ekkert vesen hjá mér ennþá og ekkert vesen á þeim borðum og CPUs sem ég hef sett hjá öðrum.
Finnst það nokkuð ólíklegt að móðurborðið hafi grillað örgjörvan bara í fyrstu ræsingu. Líklegra að hann hafi verið DOA beint úr kassa eða að móðurborðið sé bara að klikka. Kíktu með það og CPU í verslunina sem þú verslaðir við og þessu verður örugglega reddað.
Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic